Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-1 Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2012 00:01 Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn hófst fjörlega og liðin bæði ákveðin í sínum sóknaraðgerðum. Það var greinilegt að um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði félög. Stjörnumenn voru kannski ívið betri og létu Abel Dhaira, markvörð ÍBV, heldur betur hafa fyrir hlutunum en hann varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem náðu að brjóta ísinn á 18. mínútu þegar Alexander Scholz skoraði úr vítaspyrnu en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, hafði áður brotið á Ellerti Hreinssyni innan vítateigs. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-0 í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og ætluðu sér greinilega að jafna metin. Stjörnumenn féllu nokkuð mikið til baka og reyndu að halda fengnum hlut. Það gekk nokkuð vel framan af hálfleiknum og áttu Eyjamenn erfitt með að klára færin sín. Stjörnumenn beittu skyndisóknum og fengu einnig sín færi en það var Arnór Eyvar Ólafsson, leikmaður ÍBV, sem jafnaði metin fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok en markið var vel verðskuldað. Við tóku magnaðar lokamínútur þar sem bæði lið ætluðu að stela sigrinum. Eyjamenn fengu frábær færi undir lokin til að tryggja sér sigurinn sem og heimamenn en hvorugu liðinu tókst það og því niðurstaðan jafntefli. Þessi lið eiga líklega eftir að berjast um Evrópusætið alveg fram til enda. Atli Jóhannsson: Verðum að fara vinna fleiri heimaleiki„Rauði þráðurinn hjá okkur í allt sumar er að við erum ekki að ná að vinna á heimavelli," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafnteflið í kvöld. „Við duttum ósjálfrátt niður eftir markið og bjóðum í leiðinni hættunni nokkuð heim. Mér fannst við aftur á móti loka nokkuð vel á þeirra spil og þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi." Í síðari hálfleiknum komu Eyjamenn öflugir til leiks og ætluðu greinilega að jafna metin en Stjörnumenn vörðust á köflum vel. „Það var ætlunin að verja mark okkar í síðari hálfleiknum og við gerðum það vel, en Eyjamenn fengu samt sem áður eitt of gott færi og úr því varð mark." Myndband af viðtalinu við Atla má sjá hér að ofan. Maggi Gylfa: Hefði viljað þrjú stig í kvöld„Ég hefði viljað fá þrjú stig útúr leiknum í kvöld," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við líklegri til að fara með sigur af hólmi í kvöld og stjórnuðum leiknum vel. Eftir að Stjörnumenn komust yfir þá féllu þeir til baka og það áttum við að nýta okkur mun betur". „Liðið náði að skapa sér nokkur fín færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. Við erum að berjast um Evrópusæti og í raun er titillinn líklega farinn frá okkur í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn hófst fjörlega og liðin bæði ákveðin í sínum sóknaraðgerðum. Það var greinilegt að um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði félög. Stjörnumenn voru kannski ívið betri og létu Abel Dhaira, markvörð ÍBV, heldur betur hafa fyrir hlutunum en hann varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem náðu að brjóta ísinn á 18. mínútu þegar Alexander Scholz skoraði úr vítaspyrnu en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, hafði áður brotið á Ellerti Hreinssyni innan vítateigs. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-0 í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og ætluðu sér greinilega að jafna metin. Stjörnumenn féllu nokkuð mikið til baka og reyndu að halda fengnum hlut. Það gekk nokkuð vel framan af hálfleiknum og áttu Eyjamenn erfitt með að klára færin sín. Stjörnumenn beittu skyndisóknum og fengu einnig sín færi en það var Arnór Eyvar Ólafsson, leikmaður ÍBV, sem jafnaði metin fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok en markið var vel verðskuldað. Við tóku magnaðar lokamínútur þar sem bæði lið ætluðu að stela sigrinum. Eyjamenn fengu frábær færi undir lokin til að tryggja sér sigurinn sem og heimamenn en hvorugu liðinu tókst það og því niðurstaðan jafntefli. Þessi lið eiga líklega eftir að berjast um Evrópusætið alveg fram til enda. Atli Jóhannsson: Verðum að fara vinna fleiri heimaleiki„Rauði þráðurinn hjá okkur í allt sumar er að við erum ekki að ná að vinna á heimavelli," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafnteflið í kvöld. „Við duttum ósjálfrátt niður eftir markið og bjóðum í leiðinni hættunni nokkuð heim. Mér fannst við aftur á móti loka nokkuð vel á þeirra spil og þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi." Í síðari hálfleiknum komu Eyjamenn öflugir til leiks og ætluðu greinilega að jafna metin en Stjörnumenn vörðust á köflum vel. „Það var ætlunin að verja mark okkar í síðari hálfleiknum og við gerðum það vel, en Eyjamenn fengu samt sem áður eitt of gott færi og úr því varð mark." Myndband af viðtalinu við Atla má sjá hér að ofan. Maggi Gylfa: Hefði viljað þrjú stig í kvöld„Ég hefði viljað fá þrjú stig útúr leiknum í kvöld," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við líklegri til að fara með sigur af hólmi í kvöld og stjórnuðum leiknum vel. Eftir að Stjörnumenn komust yfir þá féllu þeir til baka og það áttum við að nýta okkur mun betur". „Liðið náði að skapa sér nokkur fín færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. Við erum að berjast um Evrópusæti og í raun er titillinn líklega farinn frá okkur í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira