Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-1 Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2012 00:01 Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn hófst fjörlega og liðin bæði ákveðin í sínum sóknaraðgerðum. Það var greinilegt að um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði félög. Stjörnumenn voru kannski ívið betri og létu Abel Dhaira, markvörð ÍBV, heldur betur hafa fyrir hlutunum en hann varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem náðu að brjóta ísinn á 18. mínútu þegar Alexander Scholz skoraði úr vítaspyrnu en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, hafði áður brotið á Ellerti Hreinssyni innan vítateigs. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-0 í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og ætluðu sér greinilega að jafna metin. Stjörnumenn féllu nokkuð mikið til baka og reyndu að halda fengnum hlut. Það gekk nokkuð vel framan af hálfleiknum og áttu Eyjamenn erfitt með að klára færin sín. Stjörnumenn beittu skyndisóknum og fengu einnig sín færi en það var Arnór Eyvar Ólafsson, leikmaður ÍBV, sem jafnaði metin fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok en markið var vel verðskuldað. Við tóku magnaðar lokamínútur þar sem bæði lið ætluðu að stela sigrinum. Eyjamenn fengu frábær færi undir lokin til að tryggja sér sigurinn sem og heimamenn en hvorugu liðinu tókst það og því niðurstaðan jafntefli. Þessi lið eiga líklega eftir að berjast um Evrópusætið alveg fram til enda. Atli Jóhannsson: Verðum að fara vinna fleiri heimaleiki„Rauði þráðurinn hjá okkur í allt sumar er að við erum ekki að ná að vinna á heimavelli," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafnteflið í kvöld. „Við duttum ósjálfrátt niður eftir markið og bjóðum í leiðinni hættunni nokkuð heim. Mér fannst við aftur á móti loka nokkuð vel á þeirra spil og þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi." Í síðari hálfleiknum komu Eyjamenn öflugir til leiks og ætluðu greinilega að jafna metin en Stjörnumenn vörðust á köflum vel. „Það var ætlunin að verja mark okkar í síðari hálfleiknum og við gerðum það vel, en Eyjamenn fengu samt sem áður eitt of gott færi og úr því varð mark." Myndband af viðtalinu við Atla má sjá hér að ofan. Maggi Gylfa: Hefði viljað þrjú stig í kvöld„Ég hefði viljað fá þrjú stig útúr leiknum í kvöld," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við líklegri til að fara með sigur af hólmi í kvöld og stjórnuðum leiknum vel. Eftir að Stjörnumenn komust yfir þá féllu þeir til baka og það áttum við að nýta okkur mun betur". „Liðið náði að skapa sér nokkur fín færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. Við erum að berjast um Evrópusæti og í raun er titillinn líklega farinn frá okkur í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn hófst fjörlega og liðin bæði ákveðin í sínum sóknaraðgerðum. Það var greinilegt að um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði félög. Stjörnumenn voru kannski ívið betri og létu Abel Dhaira, markvörð ÍBV, heldur betur hafa fyrir hlutunum en hann varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem náðu að brjóta ísinn á 18. mínútu þegar Alexander Scholz skoraði úr vítaspyrnu en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, hafði áður brotið á Ellerti Hreinssyni innan vítateigs. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-0 í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og ætluðu sér greinilega að jafna metin. Stjörnumenn féllu nokkuð mikið til baka og reyndu að halda fengnum hlut. Það gekk nokkuð vel framan af hálfleiknum og áttu Eyjamenn erfitt með að klára færin sín. Stjörnumenn beittu skyndisóknum og fengu einnig sín færi en það var Arnór Eyvar Ólafsson, leikmaður ÍBV, sem jafnaði metin fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok en markið var vel verðskuldað. Við tóku magnaðar lokamínútur þar sem bæði lið ætluðu að stela sigrinum. Eyjamenn fengu frábær færi undir lokin til að tryggja sér sigurinn sem og heimamenn en hvorugu liðinu tókst það og því niðurstaðan jafntefli. Þessi lið eiga líklega eftir að berjast um Evrópusætið alveg fram til enda. Atli Jóhannsson: Verðum að fara vinna fleiri heimaleiki„Rauði þráðurinn hjá okkur í allt sumar er að við erum ekki að ná að vinna á heimavelli," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafnteflið í kvöld. „Við duttum ósjálfrátt niður eftir markið og bjóðum í leiðinni hættunni nokkuð heim. Mér fannst við aftur á móti loka nokkuð vel á þeirra spil og þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi." Í síðari hálfleiknum komu Eyjamenn öflugir til leiks og ætluðu greinilega að jafna metin en Stjörnumenn vörðust á köflum vel. „Það var ætlunin að verja mark okkar í síðari hálfleiknum og við gerðum það vel, en Eyjamenn fengu samt sem áður eitt of gott færi og úr því varð mark." Myndband af viðtalinu við Atla má sjá hér að ofan. Maggi Gylfa: Hefði viljað þrjú stig í kvöld„Ég hefði viljað fá þrjú stig útúr leiknum í kvöld," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við líklegri til að fara með sigur af hólmi í kvöld og stjórnuðum leiknum vel. Eftir að Stjörnumenn komust yfir þá féllu þeir til baka og það áttum við að nýta okkur mun betur". „Liðið náði að skapa sér nokkur fín færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. Við erum að berjast um Evrópusæti og í raun er titillinn líklega farinn frá okkur í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira