Íslenski boltinn

Langþráður sigur hjá Stjörnumönnum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Stjörnumenn sóttu þrjú stig upp á Akranes í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Stjarnan vann 2-1 sigur á heimamönnum í ÍA. Stjörnumenn voru fyrir leikinn búnir að tapa þremur leikjum í röð þar af bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Kennie Chopart og Atli Jóhannsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Garðar Gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir ÍA. Stjarnan komst aftur upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en Skagamenn áttu möguleika að fara alla leið upp í 3. sætið tækist þeim að landa sigri.

Guðmundur Bjarki Halldórsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik ÍA og Stjörnunnar á Akranesvelli í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×