Íslenski boltinn

Fyrsta tvenna KR-inga á móti FH í 22 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson fagnar hér öðru marka sinna í Krikanum í gær.
Baldur Sigurðsson fagnar hér öðru marka sinna í Krikanum í gær. Mynd/Stefán
KR-ingar unnu 3-1 sigur á FH-ingum í toppslag Pepsi-deildar karla í Kaplakrika í gærkvöldi en KR-ingar unnu þar með báða innbyrðisleiki liðanna í sumar.

Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR í gær en hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri KR á FH á KR-velli í fyrri umferðinni.

Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár sem KR-ingar náð að vinna báða leiki sína á móti FH á sama tímabili en það gerðist síðast 1990. FH-ingar voru sjö sinnum búnir að ná tvennunni gegn KR síðan þá.

KR vann 3-1 sigur í Kaplakrika og 3-2 sigur á KR-velli sumarið 1990 en Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR í dag, skoraði 3 mörk í þessum tveimur leikjum fyrir 22 árum.

- Innbyrðisleikir FH og KR frá 1977 -

Tveir FH-sigrar - 7 (1993, 2001, 2005, 2006, 2007, 2008, 2010)

Tveir KR-sigrar - 3 (1989, 1990, 2012)

Sigur og jafntefli hjá FH - 5 (1977, 1991, 1995, 2002, 2004)

Sigur og jafntefli hjá KR - 3 (1981, 1985, 1992)

Allt jafnt - 7 (1980, 1986, 1987, 1994, 2003, 2009, 2011)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×