Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Selfoss 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 26. ágúst 2012 00:01 Breiðablik og Selfoss skildu jöfn í 17. umferð Pepsídeildar karla í kvöld. Liðin áttu sitt hvorn hálfleikinn, en Blikar leiddu í hálfleik eftir fínt skallamark Rafns Andra Haraldssonar eftir frábæra fyrirgjöf Þórðar Steinars Hreiðarssonar besta manns Blika í leiknum. Logi Ólafsson hefur heldur betur messað yfir sínum mönnum í hálfleik því hans menn mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum. Tómas Leifsson jafnaði svo leikinn eftir vel útfærða sókn á 63. mínútu eftir fína sendingu Viðar Arnar Kjartanssonar. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið fín færi til að gera útum leikinn en tókst ekki. Sanngjörn niðurstaða og Selfyssingar eiga enn ágætis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.Logi Ólafsson: Sáttur miðað við fyrri hálfleikinn „Þeir yfirspiluðu okkur á löngum köflum í fyrri hálfleik, en við náðum að þétta okkur vel í þeim síðari. Við hefðum getað gert fleiri mörk eftir að við jöfnuðum en þeir fengu líka fín færi þannig við erum sáttir með stigið.“ Aðspurður hvað Selfoss þurfi mörg stig til að halda sæti sínu sagði Logi. „Er ekki talað um að það þurfi rúmlega 20 stig til að halda sér í deildinni og það ætlum við okkur að gera.“Ólafur Kristjánsson: Eins og svart og hvítt. „Síðari hálfleikurinn var var jafn slappur og fyrri hálfleikurinn var góður. Við vorum gysnir, opnir og lítil gæði hjá okkur fram á við. Það sem við fórum yfir í hálfleik var fokið útum gluggann strax eftir 5 mínútur. "Eftir á að hyggja getum við líka prísað okkur sæla með að fá þó eitt stig úr þessum leik.“ Breiðablik ætlaði sér Evrópusæti í sumar um það sagði Ólafur. „Það er enn möguleiki en með svona spilamennsku verður það langsótt.“Tómas Leifsson: Náðum upp tempói í síðari hálfleik „Staðan í hálfleik var verðskulduð við vorum hægir og einfaldlega á hælunum í upphafi leiks.“ Við náðum upp meira tempói í síðari hálfleik og fengum ágætis færi til að vinna leikinn, bæði ég og Jón Daði. Selfyssingar náðu nokkrum fínum sóknum í síðari hálfleiknum. „Maður ser smá fúll en það er allt annað sjá til liðsins í síðustu 3 leikjum og við óttumst ekkert ef við höldum áfram á þessari braut,“ sagði maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Breiðablik og Selfoss skildu jöfn í 17. umferð Pepsídeildar karla í kvöld. Liðin áttu sitt hvorn hálfleikinn, en Blikar leiddu í hálfleik eftir fínt skallamark Rafns Andra Haraldssonar eftir frábæra fyrirgjöf Þórðar Steinars Hreiðarssonar besta manns Blika í leiknum. Logi Ólafsson hefur heldur betur messað yfir sínum mönnum í hálfleik því hans menn mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum. Tómas Leifsson jafnaði svo leikinn eftir vel útfærða sókn á 63. mínútu eftir fína sendingu Viðar Arnar Kjartanssonar. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið fín færi til að gera útum leikinn en tókst ekki. Sanngjörn niðurstaða og Selfyssingar eiga enn ágætis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.Logi Ólafsson: Sáttur miðað við fyrri hálfleikinn „Þeir yfirspiluðu okkur á löngum köflum í fyrri hálfleik, en við náðum að þétta okkur vel í þeim síðari. Við hefðum getað gert fleiri mörk eftir að við jöfnuðum en þeir fengu líka fín færi þannig við erum sáttir með stigið.“ Aðspurður hvað Selfoss þurfi mörg stig til að halda sæti sínu sagði Logi. „Er ekki talað um að það þurfi rúmlega 20 stig til að halda sér í deildinni og það ætlum við okkur að gera.“Ólafur Kristjánsson: Eins og svart og hvítt. „Síðari hálfleikurinn var var jafn slappur og fyrri hálfleikurinn var góður. Við vorum gysnir, opnir og lítil gæði hjá okkur fram á við. Það sem við fórum yfir í hálfleik var fokið útum gluggann strax eftir 5 mínútur. "Eftir á að hyggja getum við líka prísað okkur sæla með að fá þó eitt stig úr þessum leik.“ Breiðablik ætlaði sér Evrópusæti í sumar um það sagði Ólafur. „Það er enn möguleiki en með svona spilamennsku verður það langsótt.“Tómas Leifsson: Náðum upp tempói í síðari hálfleik „Staðan í hálfleik var verðskulduð við vorum hægir og einfaldlega á hælunum í upphafi leiks.“ Við náðum upp meira tempói í síðari hálfleik og fengum ágætis færi til að vinna leikinn, bæði ég og Jón Daði. Selfyssingar náðu nokkrum fínum sóknum í síðari hálfleiknum. „Maður ser smá fúll en það er allt annað sjá til liðsins í síðustu 3 leikjum og við óttumst ekkert ef við höldum áfram á þessari braut,“ sagði maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira