Íslenski boltinn

Baldur: Mótið búið fyrir okkur

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Baldur Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Baldur Sigurðsson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, segir að tvö töpuð stig gegn Fram í kvöld geri það að verkum að liðið á ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár.

„Það er þungt að koma í viðtal núna. Mótið er búið fyrir okkur og ekkert annað að gera en að spila fyrir stoltið," sagði Baldur sem átti dapran leik á miðjunni hjá KR líkt og flestir samherjar hans.

Fleiri viðtöl og umfjöllun má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fram 1-1

KR og Fram skildu jöfn í fáránlegum fótboltaleik í 17. umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. Framarar réðu leiknum lengst af en slæm nýting dauðafæri kostaði liðið tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×