Íslenski boltinn

Frábærir fimm dagar hjá Baldri og KR-ingum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson fagnar marki í kvöld.
Baldur Sigurðsson fagnar marki í kvöld. Mynd/Stefán
KR-ingar voru í miklu stuði í Kaplakrika í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á toppliði FH og settu með því mikla spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar unnu bikarinn fyrir fimm dögum en það var ekki að sjá neina timburmenn á Vesturbæingum í kvöld.

KR-ingar voru þarna fyrsta liðið til að vinna FH í Kaplakrika í Pepsi-deildinni síðan í lok júní 2010 en FH-liðið var fyrir leikinn búið að spila 24 heimaleiki í röð án þess að tapa.

Baldur Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin og Gary Martin bætti því þriðja við í seinni hálfleik áður en Hólmar Örn Rúnarsson minnkaði muninn.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik FH og KR á Kaplakrikavelli í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×