Besta deild karla Hermann búinn að semja við ÍBV Hermann Hreiðarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV en það lá fyrir á dögunum að hann myndi taka við af Magnúsi Gylfasyni sem þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 6.10.2012 16:06 Rúnar Már bestur í sumar Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu, en hann var með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Pepsi-deildarinnar í ár. Íslenski boltinn 5.10.2012 21:01 Þorvaldur verður áfram með Fram - nýr tveggja ára samningur Þorvaldur Örlygsson verður áfram þjálfari Fram í Pepsi-deild karla en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Framara. Íslenski boltinn 5.10.2012 20:41 Kristján hættur að þjálfa Val Kristján Guðmundsson staðfestir það á Twitter í dag að hann sé hættur sem þjálfari karlaliðs Vals. Íslenski boltinn 5.10.2012 14:34 Guðjóni sagt upp störfum í Grindavík | Milan Stefán tekur við Guðjóni Þórðarsyni var í kvöld sagt upp störfum hjá Grindavík en undir hans stjórn féll knattspyrnuliðið úr Pepsi-deild karla. Samkvæmt heimildum Vísis mun Milan Stefan Jankovic taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og hann hefur mikla reynslu af þjálfun liðsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Grindavíkur né Guðjón. Íslenski boltinn 4.10.2012 21:25 Áhorfendum í Pepsi-deildinni fækkaði annað árið í röð Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upplýsingar um áhorfendaaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar og þar kemur í ljós að áhorfendum fækkaði annað sumarið í röð. Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Íslenski boltinn 4.10.2012 15:04 Bjarni nýr þjálfari KA Bjarni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs KA en það var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 4.10.2012 17:14 Bjarni líklega kynntur til leiks hjá KA í dag KA-menn hafa boðað til blaðamannafundar seinni partinn í dag þar sem nýr þjálfari félagsins verður kynntur til leiks. Er fastlega búist við því að Bjarni Jóhannsson verði kynntur sem nýr þjálfari á þeim fundi. Íslenski boltinn 4.10.2012 11:17 Hélt oftar hreinu í ár en síðustu ár til samans Gunnleifur Gunnleifsson tók við Íslandsmeistarabikarnum á laugardaginn og það mátti sjá á viðbrögðum hans þegar titillinn var í höfn tveimur vikum fyrr að þar fór maður sem var búinn að bíða lengi eftir því að komast í tæri við þann stóra. Íslenski boltinn 3.10.2012 22:48 Keflvíkingar ætla að spýta í lófana og opna veskið Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sér fram á bjarta tíma í Keflavík enda sé staða knattspyrnudeildar betri en oft áður. Íslenski boltinn 3.10.2012 14:21 Ásgeir farinn aftur á Ásvelli Lánstími Ásgeirs Þórs Ingólfssonar hjá Val er liðinn og hann er kominn aftur til Hauka. Það sem meira er þá hefur hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 3.10.2012 13:46 Markaregnið úr lokaumferð Pepsi-deildarinnar inn á Vísi Pepsi-deild karla kláraðist á laugardaginn og nú eru sjö mánuðir í næsta leik í úrvalsdeild karla í fótbolta. Það voru skoruð 19 mörk í lokaumferðinni og nú er hægt að sjá öll þessi mörk inn á Vísi. Íslenski boltinn 3.10.2012 12:36 Tíu verðlaunapeningar á tíu sumrum FH-ingar hafa verið í tveimur efstu sætunum á undanförnum tíu Íslandsmótum og Freyr Bjarnason er eini leikmaðurinn sem hefur verið með FH á þeim öllum. Freyr átti frábært tímabil og sá til þess að enginn saknaði Tommys Nielsen. Íslenski boltinn 2.10.2012 22:06 Skemmtilegt sigurmyndband frá Völsungi Völsungur frá Húsavík kom skemmtilega á óvart með því að vinna 2. deildina í sumar en frammistaða liðsins innan sem utan vallar vakti mikla athygli. Það var ekki bara að leikmenn liðsins stæðu sig frábærlega á vellinum því umgjörðin í kringum liðið var einnig frábær. Íslenski boltinn 2.10.2012 15:04 KSÍ vildi ekki að Heimir tæki við Stjörnunni Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í viðtali í Boltanum í morgun að KSÍ hafi sett sig upp á móti því að Heimir Hallgrímsson tæki við þjálfarastarfinu hjá félaginu. Heimir er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Íslenski boltinn 2.10.2012 13:22 Magnús: Eyjahjartað mitt er stórt Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf sitt frá félaginu en það hefur ekki enn verið útskýrt af hverju hann hætti með liðið þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir af mótinu. Íslenski boltinn 2.10.2012 09:57 Einstakt sumar hjá Atla FH-ingurinn Atli Guðnason varð í sumar fyrsti leikmaðurinn til að vera bæði markakóngur og sá sem gaf flestar stoðsendingar síðan farið var að taka formlega saman stoðsendingar í efstu deild karla fyrir tuttugu árum. Íslenski boltinn 1.10.2012 21:38 Þessi fengu verðlaun í Hörpunni í kvöld - myndir Knattspyrnusamband Íslands afhenti í kvöld verðlaun fyrir keppnistímabilið 2012 en verðlaunahátíðin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1.10.2012 22:47 Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari Stjörnunnar Bjarni Jóhannsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn þegar liðið tapaði 2-0 á móti Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Íþróttadeild Stöðvar 2 í dag. Íslenski boltinn 1.10.2012 19:00 Jón Daði og Glódís Perla efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Stjörnustelpan Glódís Perla Viggósdóttir voru valin efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1.10.2012 18:03 Atli Guðnason valinn bestur í Pepsi-deild karla Atli Guðnason, sóknarmaður Íslandsmeistara FH, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1.10.2012 17:59 Síðasta mark Íslandsmótsins 2012 - öll mörkin úr Grindavík í lokaumferðinni Grindvíkingurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði 425. og síðasta mark Pepsi-deildarinnar 2012 þegar hann tryggði Grindavík 2-2 jafntefli á móti Fylki með marki í uppbótartíma í lokaumferðinni á laugardaginn. Íslenski boltinn 1.10.2012 15:47 Hannes Þór á reynslu til Randers í Danmörku Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, mun fara til reynslu til danska knattspyrnuliðsins Randers og verður þar næstu vikuna. Íslenski boltinn 30.9.2012 19:43 Fylkismenn nýttu landsleikjafríin vel í sumar Ásmundur Arnarsson og lærisveinar hans í Fylki náðu aldrei betri úrslitum í sumar en í fyrstu leikjunum eftir að landsleikjahlé var gert á Pepsi-deild karla í sumar. Íslenski boltinn 30.9.2012 08:59 Pepsi-mörkin og uppgjör tímabilsins á Vísi Lokaumferð Pepsi-deildar karla og mótið allt var gert upp í löngum lokaþætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í dag. Þáttinn má sjá í heild sinni hér á Vísi. Íslenski boltinn 29.9.2012 23:44 Stjórn knattspyrnudeildar Fram hætt störfum Guðmundur Torfason, varaformaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti við Vísi nú í kvöld að stjórn knattspyrnudeildarinnar hefði hætt störfum. Íslenski boltinn 29.9.2012 19:02 Atli Guðna fær gullskóinn Atli Guðnason, Kristinn Ingi Halldórsson og Ingimundur Níels Óskarsson urðu þrír markahæstu leikmenn tímabilsins í Pepsi-deild karla. Íslenski boltinn 29.9.2012 17:02 FH tók á móti bikarnum í sjötta sinn | Myndir Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði FH, tók á móti Íslandsmeistarabikarnum á Kaplakrikavelli í kvöld en Hafnfirðingar unnu Pepsi-deild karla í ár með yfirburðum. Íslenski boltinn 29.9.2012 16:52 Miðstöð Boltavaktarinnar | Pepsi-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 26.9.2012 16:11 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Keflavík 3-0 KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd. Íslenski boltinn 26.9.2012 16:00 « ‹ ›
Hermann búinn að semja við ÍBV Hermann Hreiðarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV en það lá fyrir á dögunum að hann myndi taka við af Magnúsi Gylfasyni sem þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 6.10.2012 16:06
Rúnar Már bestur í sumar Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu, en hann var með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Pepsi-deildarinnar í ár. Íslenski boltinn 5.10.2012 21:01
Þorvaldur verður áfram með Fram - nýr tveggja ára samningur Þorvaldur Örlygsson verður áfram þjálfari Fram í Pepsi-deild karla en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Framara. Íslenski boltinn 5.10.2012 20:41
Kristján hættur að þjálfa Val Kristján Guðmundsson staðfestir það á Twitter í dag að hann sé hættur sem þjálfari karlaliðs Vals. Íslenski boltinn 5.10.2012 14:34
Guðjóni sagt upp störfum í Grindavík | Milan Stefán tekur við Guðjóni Þórðarsyni var í kvöld sagt upp störfum hjá Grindavík en undir hans stjórn féll knattspyrnuliðið úr Pepsi-deild karla. Samkvæmt heimildum Vísis mun Milan Stefan Jankovic taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og hann hefur mikla reynslu af þjálfun liðsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Grindavíkur né Guðjón. Íslenski boltinn 4.10.2012 21:25
Áhorfendum í Pepsi-deildinni fækkaði annað árið í röð Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upplýsingar um áhorfendaaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar og þar kemur í ljós að áhorfendum fækkaði annað sumarið í röð. Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Íslenski boltinn 4.10.2012 15:04
Bjarni nýr þjálfari KA Bjarni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs KA en það var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 4.10.2012 17:14
Bjarni líklega kynntur til leiks hjá KA í dag KA-menn hafa boðað til blaðamannafundar seinni partinn í dag þar sem nýr þjálfari félagsins verður kynntur til leiks. Er fastlega búist við því að Bjarni Jóhannsson verði kynntur sem nýr þjálfari á þeim fundi. Íslenski boltinn 4.10.2012 11:17
Hélt oftar hreinu í ár en síðustu ár til samans Gunnleifur Gunnleifsson tók við Íslandsmeistarabikarnum á laugardaginn og það mátti sjá á viðbrögðum hans þegar titillinn var í höfn tveimur vikum fyrr að þar fór maður sem var búinn að bíða lengi eftir því að komast í tæri við þann stóra. Íslenski boltinn 3.10.2012 22:48
Keflvíkingar ætla að spýta í lófana og opna veskið Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sér fram á bjarta tíma í Keflavík enda sé staða knattspyrnudeildar betri en oft áður. Íslenski boltinn 3.10.2012 14:21
Ásgeir farinn aftur á Ásvelli Lánstími Ásgeirs Þórs Ingólfssonar hjá Val er liðinn og hann er kominn aftur til Hauka. Það sem meira er þá hefur hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 3.10.2012 13:46
Markaregnið úr lokaumferð Pepsi-deildarinnar inn á Vísi Pepsi-deild karla kláraðist á laugardaginn og nú eru sjö mánuðir í næsta leik í úrvalsdeild karla í fótbolta. Það voru skoruð 19 mörk í lokaumferðinni og nú er hægt að sjá öll þessi mörk inn á Vísi. Íslenski boltinn 3.10.2012 12:36
Tíu verðlaunapeningar á tíu sumrum FH-ingar hafa verið í tveimur efstu sætunum á undanförnum tíu Íslandsmótum og Freyr Bjarnason er eini leikmaðurinn sem hefur verið með FH á þeim öllum. Freyr átti frábært tímabil og sá til þess að enginn saknaði Tommys Nielsen. Íslenski boltinn 2.10.2012 22:06
Skemmtilegt sigurmyndband frá Völsungi Völsungur frá Húsavík kom skemmtilega á óvart með því að vinna 2. deildina í sumar en frammistaða liðsins innan sem utan vallar vakti mikla athygli. Það var ekki bara að leikmenn liðsins stæðu sig frábærlega á vellinum því umgjörðin í kringum liðið var einnig frábær. Íslenski boltinn 2.10.2012 15:04
KSÍ vildi ekki að Heimir tæki við Stjörnunni Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í viðtali í Boltanum í morgun að KSÍ hafi sett sig upp á móti því að Heimir Hallgrímsson tæki við þjálfarastarfinu hjá félaginu. Heimir er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Íslenski boltinn 2.10.2012 13:22
Magnús: Eyjahjartað mitt er stórt Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf sitt frá félaginu en það hefur ekki enn verið útskýrt af hverju hann hætti með liðið þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir af mótinu. Íslenski boltinn 2.10.2012 09:57
Einstakt sumar hjá Atla FH-ingurinn Atli Guðnason varð í sumar fyrsti leikmaðurinn til að vera bæði markakóngur og sá sem gaf flestar stoðsendingar síðan farið var að taka formlega saman stoðsendingar í efstu deild karla fyrir tuttugu árum. Íslenski boltinn 1.10.2012 21:38
Þessi fengu verðlaun í Hörpunni í kvöld - myndir Knattspyrnusamband Íslands afhenti í kvöld verðlaun fyrir keppnistímabilið 2012 en verðlaunahátíðin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1.10.2012 22:47
Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari Stjörnunnar Bjarni Jóhannsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn þegar liðið tapaði 2-0 á móti Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Íþróttadeild Stöðvar 2 í dag. Íslenski boltinn 1.10.2012 19:00
Jón Daði og Glódís Perla efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Stjörnustelpan Glódís Perla Viggósdóttir voru valin efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1.10.2012 18:03
Atli Guðnason valinn bestur í Pepsi-deild karla Atli Guðnason, sóknarmaður Íslandsmeistara FH, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1.10.2012 17:59
Síðasta mark Íslandsmótsins 2012 - öll mörkin úr Grindavík í lokaumferðinni Grindvíkingurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði 425. og síðasta mark Pepsi-deildarinnar 2012 þegar hann tryggði Grindavík 2-2 jafntefli á móti Fylki með marki í uppbótartíma í lokaumferðinni á laugardaginn. Íslenski boltinn 1.10.2012 15:47
Hannes Þór á reynslu til Randers í Danmörku Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, mun fara til reynslu til danska knattspyrnuliðsins Randers og verður þar næstu vikuna. Íslenski boltinn 30.9.2012 19:43
Fylkismenn nýttu landsleikjafríin vel í sumar Ásmundur Arnarsson og lærisveinar hans í Fylki náðu aldrei betri úrslitum í sumar en í fyrstu leikjunum eftir að landsleikjahlé var gert á Pepsi-deild karla í sumar. Íslenski boltinn 30.9.2012 08:59
Pepsi-mörkin og uppgjör tímabilsins á Vísi Lokaumferð Pepsi-deildar karla og mótið allt var gert upp í löngum lokaþætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í dag. Þáttinn má sjá í heild sinni hér á Vísi. Íslenski boltinn 29.9.2012 23:44
Stjórn knattspyrnudeildar Fram hætt störfum Guðmundur Torfason, varaformaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti við Vísi nú í kvöld að stjórn knattspyrnudeildarinnar hefði hætt störfum. Íslenski boltinn 29.9.2012 19:02
Atli Guðna fær gullskóinn Atli Guðnason, Kristinn Ingi Halldórsson og Ingimundur Níels Óskarsson urðu þrír markahæstu leikmenn tímabilsins í Pepsi-deild karla. Íslenski boltinn 29.9.2012 17:02
FH tók á móti bikarnum í sjötta sinn | Myndir Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði FH, tók á móti Íslandsmeistarabikarnum á Kaplakrikavelli í kvöld en Hafnfirðingar unnu Pepsi-deild karla í ár með yfirburðum. Íslenski boltinn 29.9.2012 16:52
Miðstöð Boltavaktarinnar | Pepsi-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 26.9.2012 16:11
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Keflavík 3-0 KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd. Íslenski boltinn 26.9.2012 16:00