Besta deild karla

Fréttamynd

Rúnar Már bestur í sumar

Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu, en hann var með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Pepsi-deildarinnar í ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjóni sagt upp störfum í Grindavík | Milan Stefán tekur við

Guðjóni Þórðarsyni var í kvöld sagt upp störfum hjá Grindavík en undir hans stjórn féll knattspyrnuliðið úr Pepsi-deild karla. Samkvæmt heimildum Vísis mun Milan Stefan Jankovic taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og hann hefur mikla reynslu af þjálfun liðsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Grindavíkur né Guðjón.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Áhorfendum í Pepsi-deildinni fækkaði annað árið í röð

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upplýsingar um áhorfendaaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar og þar kemur í ljós að áhorfendum fækkaði annað sumarið í röð. Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni nýr þjálfari KA

Bjarni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs KA en það var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hélt oftar hreinu í ár en síðustu ár til samans

Gunnleifur Gunnleifsson tók við Íslandsmeistarabikarnum á laugardaginn og það mátti sjá á viðbrögðum hans þegar titillinn var í höfn tveimur vikum fyrr að þar fór maður sem var búinn að bíða lengi eftir því að komast í tæri við þann stóra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir farinn aftur á Ásvelli

Lánstími Ásgeirs Þórs Ingólfssonar hjá Val er liðinn og hann er kominn aftur til Hauka. Það sem meira er þá hefur hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tíu verðlaunapeningar á tíu sumrum

FH-ingar hafa verið í tveimur efstu sætunum á undanförnum tíu Íslandsmótum og Freyr Bjarnason er eini leikmaðurinn sem hefur verið með FH á þeim öllum. Freyr átti frábært tímabil og sá til þess að enginn saknaði Tommys Nielsen.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skemmtilegt sigurmyndband frá Völsungi

Völsungur frá Húsavík kom skemmtilega á óvart með því að vinna 2. deildina í sumar en frammistaða liðsins innan sem utan vallar vakti mikla athygli. Það var ekki bara að leikmenn liðsins stæðu sig frábærlega á vellinum því umgjörðin í kringum liðið var einnig frábær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ vildi ekki að Heimir tæki við Stjörnunni

Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í viðtali í Boltanum í morgun að KSÍ hafi sett sig upp á móti því að Heimir Hallgrímsson tæki við þjálfarastarfinu hjá félaginu. Heimir er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Magnús: Eyjahjartað mitt er stórt

Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf sitt frá félaginu en það hefur ekki enn verið útskýrt af hverju hann hætti með liðið þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir af mótinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Einstakt sumar hjá Atla

FH-ingurinn Atli Guðnason varð í sumar fyrsti leikmaðurinn til að vera bæði markakóngur og sá sem gaf flestar stoðsendingar síðan farið var að taka formlega saman stoðsendingar í efstu deild karla fyrir tuttugu árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari Stjörnunnar

Bjarni Jóhannsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn þegar liðið tapaði 2-0 á móti Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Íþróttadeild Stöðvar 2 í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Guðnason valinn bestur í Pepsi-deild karla

Atli Guðnason, sóknarmaður Íslandsmeistara FH, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Keflavík 3-0

KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd.

Íslenski boltinn