Íslenski boltinn

Bjarni líklega kynntur til leiks hjá KA í dag

Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
KA-menn hafa boðað til blaðamannafundar seinni partinn í dag þar sem nýr þjálfari félagsins verður kynntur til leiks. Er fastlega búist við því að Bjarni Jóhannsson verði kynntur sem nýr þjálfari á þeim fundi.

Bjarni hætti með lið Stjörnunnar á dögunum eftir fimm ára starf.

Orðrómur um að hann væri á leið til Akureyrar hefur verið þrálátur síðustu vikur og verður að teljast líklegt að hann sé að taka við liðinu.

Gunnlaugur Jónsson var þjálfari KA-liðsins í sumar en þurfti að hætta af fjölskylduástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×