Íslenski boltinn

Stjórn knattspyrnudeildar Fram hætt störfum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Fram í Pepsi-deild karla í sumar.
Úr leik með Fram í Pepsi-deild karla í sumar. Mynd/Valli
Guðmundur Torfason, varaformaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti við Vísi nú í kvöld að stjórn knattspyrnudeildarinnar hefði hætt störfum.

Fram bjargaði sér endanlega frá falli úr Pepsi-deild karla í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍBV á Laugardalsvellinum.

„Við getum staðfest að stjórnin hefur hætt störfum. Ástæðan er ágreiningur við aðalstjórn um hvaða stefnu félagið á að taka í framtíðinni," sagði Guðmundur.

„Það sjá það allir sem hafa verið að fylgjast með Fram að við höfum nú verið í fallbaráttu í 15-20 ár. Það eru ákveðnar breytingar sem við vorum að vonast til að geta gert sem aðalstjórn félagsins var ekki sammála."

„Við slíkar aðstæður er ekki ástæða fyrir frekari samstarfi," sagði Guðmundur. Hann vildi ekki tjá sig um málefni Þorvalds Örlygssonar, þjálfara Fram, en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að hann sé á förum frá félaginu.

„Ég kommenta ekki neitt um einstaka aðila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×