Íslenski boltinn

Síðasta mark Íslandsmótsins 2012 - öll mörkin úr Grindavík í lokaumferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði 425. og síðasta mark Pepsi-deildarinnar 2012 þegar hann tryggði Grindavík 2-2 jafntefli á móti Fylki með marki í uppbótartíma í lokaumferðinni á laugardaginn.

Hafþór Ægir skoraði markið beint úr aukaspyrnu á sjöundu mínútu í uppbótartíma. Það var ekki tími til að sýna mörkin í uppgjörsþætti Pepsi-markanna á laugardaginn en nú er hægt að sjá mörkin fjögur inn á Vísi eða með því að smella hér fyrir ofan.

Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson tryggði sér meðal annars bronsskóinn þegar hann skoraði á 70. mínútu í þessum leik og Björgólfur Hideaki Takefusa hélt að hann væri búinn að tryggja Fylki þrjú stig og þar með sjötta sætið þegar hann kom Árbæingum í 2-1 á 82. mínútu.

Hafþór Ægir sá hinsvegar til þess að bæði lið fengu eitt stig og að Fylkismenn enduðu í sjöunda sæti deildarinnar. Hann fagnaði með því að taka nokkrar armbeygjur og Jan Eric Jessen, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir Fylkismenn byrjuðu aftur með boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×