Íslenski boltinn

Atli Guðna fær gullskóinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Atli Guðnason, Kristinn Ingi Halldórsson og Ingimundur Níels Óskarsson urðu þrír markahæstu leikmenn tímabilsins í Pepsi-deild karla.

Atli, sem spilar með Íslandsmeisturum FH, skoraði tólf mörk í 22 leikjum í sumar og fær gullskóinn. Kristinn Ingi Halldórsson, Fram, kom næstur með ellefu mörk.

Ingimundur Níels skaut sér svo upp í þriðja sætið en hann skoraði í 2-2 jafntefli Fylkis gegn Grindavík í dag. Hann endaði með tíu mörk.

Garðar Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrissonn og Christian Steen Olsen skoruðu allir níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×