Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Hefur þekkt soninn lengur en ráð­herrann

Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar her á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni.

Innlent
Fréttamynd

Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð

Saga Garðars­dótt­ir og Steinþór Hró­ar Steinþórs­son, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðal­hlut­verk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sann­færði Balta um að snúa aftur

Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist
Fréttamynd

For­seta­hjónin létu sig ekki vanta

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið
Fréttamynd

Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“

Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann.

Lífið
Fréttamynd

Will Smith við Davíð Goða: „Haltu á­fram að skapa“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta

Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Vera Illuga leiðir á­horf­endur gegnum skilnað

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Lífið
Fréttamynd

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið
Fréttamynd

Zendaya sást í mið­bænum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. 

Lífið
Fréttamynd

Kvik­mynda­skólinn lifir og skóla­gjöld verða hóf­legri

Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Kvik­myndin O í for­vali til Óskars­verð­launa

Íslensk-sænska kvikmyndin O(Hringur) hlaut um helgina Danzante verðlaunin, sem eru aðalverðlaun 53. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni. Myndin er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs. Myndin er stuttmynd, aðeins tuttugu mínútur að lengd. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk myndarinnar, Rúnar Rúnarsson er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard.

Lífið
Fréttamynd

Einar á Söndru Bullock mikið að þakka

Saga Einars Haraldssonar er eins og spennandi kvikmynd með óvæntu „tvisti.“ Hann fór í lögregluskólann 19 ára, starfaði í rannsóknarlögreglunni á Íslandi, gerðist seinna meir lífvörður Söndru Bullock og er í dag starfandi sem kvikmyndaleikari. Þó hann hafi byrjað seint að elta leikaradrauminn, kominn á eftirlaunaaldur, þá hefur hann engan tíma til að hætta í dag.

Lífið