UMF Grindavík

„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir
Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti.

Joonas dæmdur í eins leiks bann
Joonas Järveläinen, Eistlendingurinn í liði Grindavíkur, hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir atvik sem átti sér stað er Grindavík mætti Keflavík í Dominos-deildinni í körfubolta þann 22. mars síðastliðinn.

Dion Acoff semur við Grindavík
Vængmaðurinn Dion Acoff hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Félagið gaf frá sér tilkynningu þess efnis nú í kvöld.

Riftir samningi sínum við Grindavík
Guðmundur Magnússon hefur rift samningi sínum við Grindavík og mun því ekki leika með liðinu í Lengjudeildinni í knattspyrnu í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 82-115 | Keflvíkingar niðurlægðu nágranna sína
Keflvíkingar fóru illa með Grindvíkinga á heimavelli þeirra síðarnefndu í Domino´s deildinni í kvöld. Lokatölur 115-82 þar sem gestirnir léku við hvern sinn fingur.

Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar
Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 76-81 | Haukar sprungu á lokasprettinum
Grindavík vann fimm stiga sigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 81-76 Grindavík í vil. Sævaldur Bjarnason stýrði Haukum í fyrsta sinn í kvöld en það dugði ekki til.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 105-101 | Grindavíkursigur í baráttuleik
Grindavík vann mikilvægan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í 14.umferð Domino´s deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík situr í 5.sætinu eftir sigurinn, fjórum stigum á eftir Þór.

Daníel Guðni: Við héldum haus á lokamínútunum
„Ég er virkilega ánægður með að klára svona leik, við erum ekki að spila gegn einhverjum aukvisum því þetta er liðið í 3.sæti í deildinni,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í Domino´s deildinni í kvöld.

Umfjöllun: Þór Akureyri – Grindavík 101-98 | Þórssigur í hörkuleik
Þór Akureyri lagði Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 101-98 í hörku leik.

Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“
Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 89-96 | Enginn skjálfti í Hattarmönnum í Grindavík
Höttur vann góðan útisigur á Grindvíkingum í Domino´s deild karla í kvöld. Lokatölur 96-89 þar sem Höttur sigldi fram úr í síðari hálfleiknum.

Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið
„Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld.

Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik
Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík
Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur.

Kristófer: Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu
Kristófer Acox var ekki ánægður með leik Vals sem tapaði gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld.

Grindvíkingar fá kraftmikinn en kvikan tveggja metra mann
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við framherjann Kazembe Abif sem mun klára leiktíðina með liðinu í Domino´s deild karla.

Valur niðurlægði Grindavík, Blikar skoruðu fimm og Stjarnan vann tíu Skagamenn
Breiðablik og Valur unnu stórsigra á B-deildarliðunum Þrótti og Grindavík er liðin mættust í Lengjubikarnum í kvöld. Stjarnan vann svo 2-0 sigur á ÍA.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 88-81 | Stólarnir að styrkjast á heimavelli
Tindastóll vann tvo síðustu heimaleiki sína fyrir landsleikjahléið í Domino's deild karla. Stólarnir höfðu betur gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, 88-81, en þetta var þriðja tap gestana frá Grindavík í röð.

Framtíðin í ó(wis)su
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, vildi lítið segja um framtíð Bandaríkjamannsins Erics Wise hjá liðinu í samtali við Vísi.