UMF Grindavík

Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur
Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík – Þór Þorl. 86-90 | Grindvíkingar í sumarfrí
Þór Þorlákshöfn vann Grindavík í hörkuleik 86-90. Þetta var þriðji sigur Þórs í einvíginu gegn Grindavík sem tryggði Íslandsmeisturunum farseðilinn í undanúrslitin.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 102-79 | Þórsarar tóku forystuna eftir glansleik
Þór Þorlákshöfn er komið í 2-1 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Þór var yfir allan leikinn en seinni hálfleikur liðsins stóð upp úr þar sem Grindavík átti ekki möguleika.Þór vann á endanum 23 stiga sigur 102-79.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík
Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85.

Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur
Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi.

Afturelding og Grindavík með stórsigra í Mjólkurbikarnum
Fyrsta umferð Mjólkurbikars karla er farin af stað og í kvöld voru leiknir ellefu leikir. Afturelding vann 5-0 sigur gegn Ými og Grindvíkingar unnu 6-0 sigur gegn Elliða.

Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny
„Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik
Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum.

Danielle Rodriguez semur við Grindavík
Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Danielle þarf vart að kynna en hún lék með Stjörnunni og KR hér á landi frá 2016 til 2020.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík – Þór Þorlákshöfn 93-105 | Öruggur sigur Þórsara í upphitun liðanna fyrir úrslitakeppni
Þór frá Þorlákshöfn vann nokkuð þægilegan sigur á Grindavík í lokaumferð Subway-deildarinnar í kvöld. Liðin mætast í einvígi í 8-liða úrslitum sem hefst í næstu viku.

Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina
Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum.

Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 78-70 | Slök skotnýting varð gestunum að falli
Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst.

Dramatískur sigur Fjölnis í Grindavík
Fjölnir steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Subway deildinni í körfubolta með torsóttum sigri á Grindavík í dag.

Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld
„Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld.

Bikarmeistaraþynnka í Haukum sem töpuðu fyrir botnliði Grindavíkur
Grindavík, botnlið Subway-deildar kvenna í körfubolta, gerði sér lítið fyrir og lagði nýkrýnda bikarmeistara Hauka á þeirra heimavelli í leik liðanna í kvöld. Lokatölur 83-77 gestunum frá Grindavík í vil.

Einu stig Grindvíkinga komu í átta marka leik
Grindvíkingar heimsóttu Fram í lokaleik liðanna í fjórða riðli A-deildar Lengjubikars karla í kvöld. Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa, en það voru Grindvíkingar sem unnu góðan 5-3 útisigur.

Þægilegt fyrir Keflavík í Grindavík
Keflavíkurkonur unnu öruggan sigur á botnliði Grindavíkur í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Grindavík.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 91-87 | Stjarnan snéri taflinu við og vann í framlengdum leik
Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur gegn Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 91-87. Grindvíkingar leiddu með tuttugu stigum í hálfleik, en Garðbæingar snéru taflinu við í síðari hálfleik og höfðu að lokum betur í framlengingu.

Sverrir Þór: „Við þurfum að fínpússa hluti“
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur eftir að hafa misst niður nánast unnin leik gegn Stjörnunni í Garðabæ.