Keflavík ÍF

Fréttamynd

„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“

Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Breiðablik að kaupa Johannesen á 11 milljónir

Greint er frá því í hlaðvarpinu Dr.Football að framherjinn Patrik Johannesen sé á leið til Breiðabliks frá Keflavík. Talið er að Íslandsmeistararnir kaupi Johannesen á ellefu milljónir frá Keflvíkingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Er Keflavík óstöðvandi?

Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar

Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var.

Körfubolti
Fréttamynd

Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag

Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. 

Körfubolti
Fréttamynd

Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki

„Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns.

Körfubolti