Keflavík ÍF

Fréttamynd

„Liðs­heildin varnar­lega var það sem skaraði fram úr“

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs.

Körfubolti
Fréttamynd

Topp­liðið þarf að sigra Vals­grýluna

Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þú ert bara ekki að dekka neinn“

Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“

Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta?

Körfubolti
Fréttamynd

„Snýst um að ein­falda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“

Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflvíkingar í fýlu á toppnum

Þrátt fyrir að Keflavík sé á toppi Subway-deildar karla í körfubolta finnst sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eins og ekki sé allt með felldu í Bítlabænum.

Körfubolti