Valur

Meyr eftir kveðjuleikinn: „Brotnaði lúmskt niður“
Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn síðasta leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Einar er á förum til Fredericia í Danmörku.

„Að vera með þessum helvítis kóngum í liði“
Mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, Stiven Tobar Valencia, var að vonum í skýjunum eftir að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Eyjamönnum, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit
Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 25-22 | Framkonur í kjörstöðu
Fram er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Val 25-22. Staðan í einvíginu er 2-1 og er Fram í kjörstöðu fyrir næsta leik.

Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar
„Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“
Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni.

Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði
Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 31-30 | Valsmenn einum sigri frá titlinum
Valur vann eins marks sigur á ÍBV, 31-30, í frábærum þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Valsmenn eru 2-1 yfir í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leiknum í Vestmannaeyjum á laugardaginn.

Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn
Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar.

„Kári var að atast í mér í sextíu mínútur“
Það verður heitt í kolunum á Hlíðarenda í kvöld þegar einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla heldur áfram.

Allir fjórir markahæstu leikmenn úrslitaeinvígisins fæddir eftir 2000
Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia og Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson hafa skorað flest mörk eftir fyrstu tvo leikina í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta en þriðji leikurinn er á Hlíðarenda í kvöld.

„Ég er aðeins að verða gráðug núna“
Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 0-1 | Meistararnir höfðu betur í stórleiknum
Valskonur unnu góðan 0-1 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik sjöttu umferðar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld.

„Skil ekki af hverju Arna Sif er ekki valin í landsliðið“
Valur vann 1-0 sigur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður eftir leik.

Blikakonur verða í neðri hluta Bestu deildarinnar ef þær tapa fyrir Val í kvöld
Eftir kvöldið í kvöld þá verður búið að spila einn þriðjung af Íslandsmóti kvenna í fótbolta en sjöttu umferð Bestu deilda kvenna lýkur þá með stórleik Breiðabliks og Vals á Kópavogsvellinum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-26 | Valskonur jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu
Valur vann eins marks sigur á Fram í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Líkt og oft áður var um spennuleik að ræða en Valskonur unnu með eins marks mun, lokatölur 27-26.

Spenna fyrir kvöldinu: Þrír leikir liðanna í vetur hafa unnist með einu marki
Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu.

Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum
Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði.

Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð.

Umfjöllun og viðtal: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda
Valsmenn fengu Víkinga í heimsókn á Origo-völlinn í 7. umferð í Bestu deild karla í kvöld. Leiknum lauk með frábærum sigri gestanna, 3-1, eftir frábæra frammistöðu þeirra í síðari hálfleik.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-31 | Karaktersigur Eyjamanna hleypir lífi í úrslitaeinvígið
ÍBV vann tveggja marka karaktersigur á Val eftir ótrúlegan leik í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Sjáðu glæsimark Ídu Marínar gegn KR
Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður Vals, skoraði stórglæsilegt mark í 9-1 sigri Vals gegn KR á Hlíðarenda í Bestu-deild kvenna á Miðvikudaginn.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 28-27 | Fram komið yfir í úrslitaeinvíginu eftir magnaðan leik
Fram tók forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Leikur kvöldsins var ótrúlegur í alla staði en á endanum stóð Fram uppi sem sigurvegari, eins marks munur og staðan í einvíginu orðin 1-0 Fram í vil.

„Gerðum mikið af klaufalegum mistökum“
Valur tapaði fyrsta leik í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Fram með einu marki 28-27. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ósáttur með tæknifeila Vals í kvöld.

Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn
Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir.

Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið
Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins.

„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“
Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar.

Sjáðu brot Dags sem var í ætt við Júggabragðið
Dagur Arnarsson gerði sig sekan um ljótt brot á Stiven Tobar Valencia í seinni hálfleik í leik Vals og ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Valur vann leikinn með tíu marka mun, 35-25.

Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld.

Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur
Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok.