„Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu” Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. október 2022 21:31 Finnur Freyr, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Það var ekki áferðarfallegur körfubolti sem var boðið upp á í Grindavík í kvöld þegar Valsmenn lögðu heimamenn í jöfnum leik, 67-68, í Subway-deild karla í körfubolta. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var hjartanlega sammála. Hann sagði að leikurinn hefði verið tilviljanakenndur á báða bóga en tók þó sigrinum fegins hendi. „Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið útúr þessu. Þetta var ljótt, við náum þarna einhverju smá mómenti þar sem við skorum einhverjar tvær körfur í röð. En þrátt fyrir það þá gerðum við heiðarlega tilraun til að tapa þessu í lokin. Við tökum sigurinn en við eigum langt í land, það er alveg ljóst.” Það voru margar sérkennilegar senur undir lok leiksins og Grindvíkingar áttu góðan séns á að stela sigrinum eða senda leikinn í framlengingu. „Þetta var bara „sloppy“ í alla staði. Mistök og menn að gleyma sér, léleg sóknarfráköst og svona. Þetta var langt frá því að vera áferðarfallegt. En við tökum sigurinn en við þurfum að spila töluvert betur ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild í vetur.“ Kári Jónsson er einn af burðarásum Valsliðsins en hann er búinn að vera meiddur síðan í sumar og var að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Það sást greinilega að hann er ekki 100% klár. „Já hann er ryðgaður. Hann meiðist þarna í byrjun ágúst og er rétt farinn af stað. Eðlilegt að hann taki smá tíma í að finna smá rythma. Veit ekki hvort það hafi eitthvað riðlað liðinu en við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við hvernig við höfum verið hingað til á undirbúningstímabilinu. Þetta minnti kannski svolítið á fyrstu leikina. Við þurfum aðeins að girða okkur í brók. Við eigum risa bikarleik á mánudaginn og okkur verður slátrað með svona frammistöðu þar.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 67-68 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. október 2022 20:15 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
„Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið útúr þessu. Þetta var ljótt, við náum þarna einhverju smá mómenti þar sem við skorum einhverjar tvær körfur í röð. En þrátt fyrir það þá gerðum við heiðarlega tilraun til að tapa þessu í lokin. Við tökum sigurinn en við eigum langt í land, það er alveg ljóst.” Það voru margar sérkennilegar senur undir lok leiksins og Grindvíkingar áttu góðan séns á að stela sigrinum eða senda leikinn í framlengingu. „Þetta var bara „sloppy“ í alla staði. Mistök og menn að gleyma sér, léleg sóknarfráköst og svona. Þetta var langt frá því að vera áferðarfallegt. En við tökum sigurinn en við þurfum að spila töluvert betur ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild í vetur.“ Kári Jónsson er einn af burðarásum Valsliðsins en hann er búinn að vera meiddur síðan í sumar og var að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Það sást greinilega að hann er ekki 100% klár. „Já hann er ryðgaður. Hann meiðist þarna í byrjun ágúst og er rétt farinn af stað. Eðlilegt að hann taki smá tíma í að finna smá rythma. Veit ekki hvort það hafi eitthvað riðlað liðinu en við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við hvernig við höfum verið hingað til á undirbúningstímabilinu. Þetta minnti kannski svolítið á fyrstu leikina. Við þurfum aðeins að girða okkur í brók. Við eigum risa bikarleik á mánudaginn og okkur verður slátrað með svona frammistöðu þar.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 67-68 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. október 2022 20:15 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 67-68 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. október 2022 20:15