KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Hjörvar Ólafsson skrifar 20. janúar 2026 20:54 Reshawna Rosie Stone lék á als oddi fyrir Val í þessum leik. Vísir/Anton Brink Valur fór með 66-77 sigur af hólmi þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í Vesturbæinn í Reykjavíkurslag í 15. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn var KR í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig og Valur sæti neðar með 18 stig. Valur jafnaði þar af leiðandi KR að stigum með þessum sigri. KR hafði betur í fyrri umferð deildarinnar á Hlíðarenda, 93-100, og Valur komst því upp fyrir KR með sigrinum. Toppbarátta deildarinnar er vægast sagt hnífjöfn en Grindavík, Haukar, Njarðvík, Valur og KR hafa öll 20 stig í fyrsta til fimmta sæti. Valur var skrefinu á undan í jöfnun fyrstaa leikhluta. Valur byggði hægt og rólega upp forskot í leikhlutanum. Reshawna Rosie Stone kláraði leikhlutann með því að setja niður þriggja stiga körfu og Valur fór með átta stiga forystu inn í annan leikhluta. Valskonur héldu áfram að bæta við forskot sitt hægt og bítandi í upphafi annars leikhluta og voru komnar 11 stigum yfir, 19-33 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti þá niður þrist og Valskonur í fínum málum. Valur fór síðan með 14 stiga forystu inn í búningsklefann hálfleik. Dagbjört Dögg Karlsdóttir ræðst hér að körfu KR og Jiselle Thomas er til varnar. Vísir/Anton Brink Valur hélt svo áfram frá því sem frá var horfið í byrjun þriðja leiklhuta. Reshawna Rosie Stone skoraði þar tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili og kom Val 18 stigum yfir, 30-48. Valur leiddi með 16 stigum yfir þegar við erum að fara inn í fjórða og síðasta leikhlutann. KR-ingar náðu hins vegar að velgja Val undir uggum með góðum spretti sínum undir lok fjórða leikhluta. Rebekka Rut Steingrímsdóttir setti muninn niður í sjö stig, 60-67, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Valur var aftur á móti sterkari á svellinu á lokamínútunum og niðurstaðan 11 stiga sigur Vals. Daníel Andri Haraldsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við dómara leiksins. Vísir/Anton Brink Daníel Andri: Frákastabaráttan varð okkur að falli „Við urðum því miður undir í frákastabaráttunni að þessu sinni og það var okkur að falli. Þær fengu of margar seinni tilraunir til þess að skora og því fór sem fór,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, að leik loknum. „Það hjálpaði okkur heldur ekki að dómararnir áttu ekki sitt besta kvöld. Valur er með líkamlega sterkt lið og það er erfitt að eiga við þær þegar þær við fáum ekki eðlileg köll fyrir ólöglegar hindranir, tog og slátt. Ég held að tveir af þremur dómurum leiksins hafi dæmt fyrri leik liðanna og þar var það sama uppi á teningnun, Ég fékk svo ekki skýringar á köllunum þeirra þegar ég leitaði eftir því sem er leitt,“ sagði Daníel Andri enn fremur. Jamal Abiad: Varnarleikurinn skilaði þessum sigri „Við náðum að herða vörnina og bæta okkur í baráttunni undir körfunni undir lok leiksins en það var því miður of seint. Það er einnig vont að hafa tapað niður forystunni í innbyrðisviðureignum liðanna. Við munum hins vegar halda áfram að berjast fyrir stigum í síðustu þremur leikjum deildarinnar og freista þess að enda eins ofarlega og mögulegt,“ sagði hann um framhaldið. „Við spiluðum fantagóða vörn í nánast 40 mínútur og það var lykillinn að þessum sigri. Við náðum góðri forystu fljótlega og það var þétt vörn sem lagði grunninn að því. Þær náðu góðu áhlaupi undir lokin en sem betur fer stóðumst við það og sigldum mikilvægum sigri í höfn.,“ sagði Jamal Abiad, þjálfari Vals, eftir leik. „Þetta er mjög jöfn deild á þessu tímabili og allir leikir eru erfiðir. Baráttan á toppnum er gríðarlega jöfn og hver sigur mjög dýrmætur. Við erum mjög glaðar með þennan sigur og höldum núna áfram að reyna að safna stigum í komandi leikjum,“ sagði Jamal þar að auki. „Það eru þrír leikir eftir í deildarkeppninni og við ætlum okkur að enda í í efri helmingi deildarinnar. Til þess að svo verði þurfum við að leggja jafn mikið í varnarleikinn og við gerðum í kvöld og gefa allt í leikina,“ sagði hann um komandi verkefni Valsliðsins. Jamal Abiad, þjálfari Vals, var sáttur við varnarleik lærimeyja sinna. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þegar Valskonur lentu í vandræðum í þessum leik sá Reshawna Rosie Stone um að klippa þær úr snörunni. Stone skoraði 28 stig í þessum leik og nokkrar körfur komu úr nánast vonlausum færum. Frábær leikur hjá Reshawna Rosie Stone. Reshawna Rosie Stone smeygir sér framhjá Rebekku Rut Steingrímsdóttur. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Áðurnefnd Reshawna Rosie Stone var stigahæst á vellinum með 28 stig en Dagbjört Dögg Karlsdóttir fann einnig fjölina sína í Vesturbænum og skilaði 20 stigum á töfluna. Ásta Júlía Grímsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr lögðu svo 12 stig í púkkinn hjá gestunum en þess utan reif Ásta Júlía niður 13 fráköst og Þóranna Kika átta. Ásta Júlía Grímsdóttir var öflug undir körfunni fyrir Valsliðið. Vísir/Anton Brink Eve Braslis skoraði mest fyrir KR, 17 stig, en Molly Kaiser fylgdi fast á hæla hennar með sín 14 stig. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir og Jiselle Thomas settu niður 11 stig hvor. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Kristinn Óskarsson, Ingi Björn Jónsson og Bjarni Rúnar Lárusson höfðu fín tök á þessum leik og fá af þeim sökum sjö í einkunn fyrir kvöldverk sitt. Dómarar leiksins fengu að heyra það úr stúkunni og þjálfari KR vandaði þeim ekki kveðjuna að leik loknum. Vísir/Anton Brink Stemming og umgjörð Vel var mætt á þennan slag Reykjavíkurstórveldanna og áhorfendur beggja liða létu vel í sér heyra. Full mikið af köllunum fóru í átt að fínum dómurum leiksins fyrir minn smekk en annars ekkert upp á stuðninginn að klaga. Bónus-deild karla KR Valur
Valur fór með 66-77 sigur af hólmi þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í Vesturbæinn í Reykjavíkurslag í 15. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn var KR í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig og Valur sæti neðar með 18 stig. Valur jafnaði þar af leiðandi KR að stigum með þessum sigri. KR hafði betur í fyrri umferð deildarinnar á Hlíðarenda, 93-100, og Valur komst því upp fyrir KR með sigrinum. Toppbarátta deildarinnar er vægast sagt hnífjöfn en Grindavík, Haukar, Njarðvík, Valur og KR hafa öll 20 stig í fyrsta til fimmta sæti. Valur var skrefinu á undan í jöfnun fyrstaa leikhluta. Valur byggði hægt og rólega upp forskot í leikhlutanum. Reshawna Rosie Stone kláraði leikhlutann með því að setja niður þriggja stiga körfu og Valur fór með átta stiga forystu inn í annan leikhluta. Valskonur héldu áfram að bæta við forskot sitt hægt og bítandi í upphafi annars leikhluta og voru komnar 11 stigum yfir, 19-33 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti þá niður þrist og Valskonur í fínum málum. Valur fór síðan með 14 stiga forystu inn í búningsklefann hálfleik. Dagbjört Dögg Karlsdóttir ræðst hér að körfu KR og Jiselle Thomas er til varnar. Vísir/Anton Brink Valur hélt svo áfram frá því sem frá var horfið í byrjun þriðja leiklhuta. Reshawna Rosie Stone skoraði þar tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili og kom Val 18 stigum yfir, 30-48. Valur leiddi með 16 stigum yfir þegar við erum að fara inn í fjórða og síðasta leikhlutann. KR-ingar náðu hins vegar að velgja Val undir uggum með góðum spretti sínum undir lok fjórða leikhluta. Rebekka Rut Steingrímsdóttir setti muninn niður í sjö stig, 60-67, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Valur var aftur á móti sterkari á svellinu á lokamínútunum og niðurstaðan 11 stiga sigur Vals. Daníel Andri Haraldsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við dómara leiksins. Vísir/Anton Brink Daníel Andri: Frákastabaráttan varð okkur að falli „Við urðum því miður undir í frákastabaráttunni að þessu sinni og það var okkur að falli. Þær fengu of margar seinni tilraunir til þess að skora og því fór sem fór,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, að leik loknum. „Það hjálpaði okkur heldur ekki að dómararnir áttu ekki sitt besta kvöld. Valur er með líkamlega sterkt lið og það er erfitt að eiga við þær þegar þær við fáum ekki eðlileg köll fyrir ólöglegar hindranir, tog og slátt. Ég held að tveir af þremur dómurum leiksins hafi dæmt fyrri leik liðanna og þar var það sama uppi á teningnun, Ég fékk svo ekki skýringar á köllunum þeirra þegar ég leitaði eftir því sem er leitt,“ sagði Daníel Andri enn fremur. Jamal Abiad: Varnarleikurinn skilaði þessum sigri „Við náðum að herða vörnina og bæta okkur í baráttunni undir körfunni undir lok leiksins en það var því miður of seint. Það er einnig vont að hafa tapað niður forystunni í innbyrðisviðureignum liðanna. Við munum hins vegar halda áfram að berjast fyrir stigum í síðustu þremur leikjum deildarinnar og freista þess að enda eins ofarlega og mögulegt,“ sagði hann um framhaldið. „Við spiluðum fantagóða vörn í nánast 40 mínútur og það var lykillinn að þessum sigri. Við náðum góðri forystu fljótlega og það var þétt vörn sem lagði grunninn að því. Þær náðu góðu áhlaupi undir lokin en sem betur fer stóðumst við það og sigldum mikilvægum sigri í höfn.,“ sagði Jamal Abiad, þjálfari Vals, eftir leik. „Þetta er mjög jöfn deild á þessu tímabili og allir leikir eru erfiðir. Baráttan á toppnum er gríðarlega jöfn og hver sigur mjög dýrmætur. Við erum mjög glaðar með þennan sigur og höldum núna áfram að reyna að safna stigum í komandi leikjum,“ sagði Jamal þar að auki. „Það eru þrír leikir eftir í deildarkeppninni og við ætlum okkur að enda í í efri helmingi deildarinnar. Til þess að svo verði þurfum við að leggja jafn mikið í varnarleikinn og við gerðum í kvöld og gefa allt í leikina,“ sagði hann um komandi verkefni Valsliðsins. Jamal Abiad, þjálfari Vals, var sáttur við varnarleik lærimeyja sinna. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þegar Valskonur lentu í vandræðum í þessum leik sá Reshawna Rosie Stone um að klippa þær úr snörunni. Stone skoraði 28 stig í þessum leik og nokkrar körfur komu úr nánast vonlausum færum. Frábær leikur hjá Reshawna Rosie Stone. Reshawna Rosie Stone smeygir sér framhjá Rebekku Rut Steingrímsdóttur. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Áðurnefnd Reshawna Rosie Stone var stigahæst á vellinum með 28 stig en Dagbjört Dögg Karlsdóttir fann einnig fjölina sína í Vesturbænum og skilaði 20 stigum á töfluna. Ásta Júlía Grímsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr lögðu svo 12 stig í púkkinn hjá gestunum en þess utan reif Ásta Júlía niður 13 fráköst og Þóranna Kika átta. Ásta Júlía Grímsdóttir var öflug undir körfunni fyrir Valsliðið. Vísir/Anton Brink Eve Braslis skoraði mest fyrir KR, 17 stig, en Molly Kaiser fylgdi fast á hæla hennar með sín 14 stig. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir og Jiselle Thomas settu niður 11 stig hvor. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Kristinn Óskarsson, Ingi Björn Jónsson og Bjarni Rúnar Lárusson höfðu fín tök á þessum leik og fá af þeim sökum sjö í einkunn fyrir kvöldverk sitt. Dómarar leiksins fengu að heyra það úr stúkunni og þjálfari KR vandaði þeim ekki kveðjuna að leik loknum. Vísir/Anton Brink Stemming og umgjörð Vel var mætt á þennan slag Reykjavíkurstórveldanna og áhorfendur beggja liða létu vel í sér heyra. Full mikið af köllunum fóru í átt að fínum dómurum leiksins fyrir minn smekk en annars ekkert upp á stuðninginn að klaga.