HM 2021 í handbolta

Fréttamynd

Smit í HM-búbblunni hjá Dönum

Kórónuveirusmit hefur nú greinst í „búbblunni“ á HM í handbolta, í röðum heimsmeistara Danmerkur sem spila sinn fyrsta leik á mótinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik

„Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal

Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu smituðust en nýliðarnir samt mættir á HM

Nýliðar Grænhöfðaeyja ætla ekki að láta kórónuveirusmit sex leikmanna, sem og smit þjálfara og fleiri starfsmanna liðsins, koma í veg fyrir að það spili á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í handbolta, í Egyptalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Danir segja lof­orð svikin á HM í Egypta­landi

Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni.

Handbolti
Fréttamynd

Gestgjafarnir byrja á öruggum sigri

Tuttugasta og sjöunda HM í handbolta hófst í dag í Egyptalandi er heimamenn í Egyptalandi rúlluðu yfir Síle, 35-29, er liðin mættust í opnunarleiknum. Liðin leika í G-riðli.

Handbolti