Handbolti

Jafnt í æsispennandi grannaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Uladzislau Kulesh átti góðan leik fyrir Hvíta-Rússland gegn Rússlandi.
Uladzislau Kulesh átti góðan leik fyrir Hvíta-Rússland gegn Rússlandi. getty/Markus Tobisch

Hvíta-Rússland og Rússland skildu jöfn, 32-32, í fyrsta leik H-riðils heimsmeistaramótsins í handbolta í dag.

Leikurinn var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin. Uladzislau Kulesh jafnaði fyrir Hvít-Rússa í 32-32 en Rússar áttu síðustu sókn leiksins.

Þeir tjölduðu öllu til, settu aukamann inn á sóknina og náðu að opna hægra hornið fyrir Daniil Shishkaryov en Ivan Maroz varði skot hans og tryggði Hvíta-Rússlandi annað stigið.

Hvít-Rússar voru lengst af yfir í leiknum en Rússar náðu undirtökunum um miðbik seinni hálfleiks. Lokakaflinn var svo æsispennandi eins og áður sagði.

Seinni leikur dagsins í H-riðli er svo á milli Slóveníu og Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×