Handbolti

Peningamál koma í veg fyrir að álagið verði minnkað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Íslands og Danmerkur á EM á síðasta ári.
Úr leik Íslands og Danmerkur á EM á síðasta ári. getty/Jan Christensen

Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að peningar séu stærsta hindrunin í vegi þess að minnka álag á handboltamönnum eins og þeir hafa margoft beðið um.

Margir af bestu handboltamönnum í heimi hafa undanfarin ár kvartað yfir of miklu álagi en talað fyrir daufum eyrum. Í Sportinu í dag spurði Henry Birgir Gunnarsson Ásgeir Örn Hallgrímsson af hverju ekkert hefði gerst í þessum málum.

„Þetta er alltaf spurning um peningana. Landsliðin fá pening fyrir hvert stórmót, samböndin fá pening fyrir að halda mótin, þetta snýst á endanum allt um það,“ sagði Ásgeir Örn sem lék á tæplega tuttugu stórmótum með íslenska landsliðinu.

Theodór Ingi Pálmason á erfitt með að sjá að bestu handboltamenn heims taki sig saman og mæti ekki á stórmót í mótmælaskyni.

„Vantar handboltamenn ekki bara gott stéttarfélag?“ sagði Theodór. „En á einhverjum tímapunkti er nóg nóg og það gerist kannski eitthvað ef leikmenn mæta ekki en vonandi kemur ekki til þess. Þetta er alltof mikið álag.“



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×