„Alexander er ekki hávær í hópnum en hann er með ákveðið svægi yfir sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 08:00 Alexander Petersson á æfingu með Rhein Neckar Löwen þar sem hann hefur nú spilað í meira en átta ár. Instagram/@alexanderpetersson32 Alexander Petersson kemur með mikil gæði inn í íslenska landsliðið en Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir það mjög vel hvað hann gerir fyrir íslenska liðið. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Ásgeir Örn Hallgrímsson og Theodór Inga Pálmasson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag þar sem þeir félagar fóru yfir heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi en Ísland spilar sinn fyrsta leik á mótinu í kvöld. Alexander Petersson er aldursforseti íslenska liðsins en kappinn varð fertugur í fyrrasumar og er að fara að spila á sínu þrettánda stórmóti með íslenska handboltalandsliðinu. Henry beindi spurningu sinni til Ásgeirs Arnar þegar umræðan koma að Alexander og hlutverki hans í íslenska liðinu. „Hvað með gamla manninn? Nú snérti Lexi til baka fyrir síðasta mót öllum að óvörum og var auðvitað gríðarlega mikilvægur. Nú spilaðir þú lengi með Alexander í landsliðinu. Hvað færir hann liðinu, hópnum og annað,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Alexander Petersson á ferðinni með íslenska landsliðinu á EM í fyrra.EPA/ANDREAS HILLERGREN „Fyrst og fremst kemur hann bara með gæði því þetta er geggjaður leikmaður. Hann spilar bæði vörn, sókn og er góður hraðaupphlaupsmaður líka. Hann hefur gæðalega allan pakkann,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Fyrir utan það þá er hann búinn að fara á fjölda stórmóta og hefur spilað hátt í tvö hundruð lansleiki. Hann hefur alvöru reynslu,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er svona týpa sem er ekki mjög hávær í hópnum en ég held að þeir leiti til hans og treysti svolítið á hann. Hann færir ákeðna ró yfir þetta.,“ sagði Ásgeir Örn „Ég get alveg séð fyrir mér móment þar sem hann kemur inn og segir strákunum aðeins að slaka á og að þeir muni bara vinna sig út úr þessu. Hann færir ró yfir allt fyrir utan það að hann er með ákveðið svægi yfir sér. Hann getur bara sjálfur keyrt einhvern leikinn í gagn,“ sagði Ásgeir Örn. Ásgeir Örn vill að Alexander byrji leikina en um leið að Guðmundur passi það að spila honum ekki of mikið. Það má finna allan þáttinn hér fyrir neðan. HM 2021 í handbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Ásgeir Örn Hallgrímsson og Theodór Inga Pálmasson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag þar sem þeir félagar fóru yfir heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi en Ísland spilar sinn fyrsta leik á mótinu í kvöld. Alexander Petersson er aldursforseti íslenska liðsins en kappinn varð fertugur í fyrrasumar og er að fara að spila á sínu þrettánda stórmóti með íslenska handboltalandsliðinu. Henry beindi spurningu sinni til Ásgeirs Arnar þegar umræðan koma að Alexander og hlutverki hans í íslenska liðinu. „Hvað með gamla manninn? Nú snérti Lexi til baka fyrir síðasta mót öllum að óvörum og var auðvitað gríðarlega mikilvægur. Nú spilaðir þú lengi með Alexander í landsliðinu. Hvað færir hann liðinu, hópnum og annað,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Alexander Petersson á ferðinni með íslenska landsliðinu á EM í fyrra.EPA/ANDREAS HILLERGREN „Fyrst og fremst kemur hann bara með gæði því þetta er geggjaður leikmaður. Hann spilar bæði vörn, sókn og er góður hraðaupphlaupsmaður líka. Hann hefur gæðalega allan pakkann,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Fyrir utan það þá er hann búinn að fara á fjölda stórmóta og hefur spilað hátt í tvö hundruð lansleiki. Hann hefur alvöru reynslu,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er svona týpa sem er ekki mjög hávær í hópnum en ég held að þeir leiti til hans og treysti svolítið á hann. Hann færir ákeðna ró yfir þetta.,“ sagði Ásgeir Örn „Ég get alveg séð fyrir mér móment þar sem hann kemur inn og segir strákunum aðeins að slaka á og að þeir muni bara vinna sig út úr þessu. Hann færir ró yfir allt fyrir utan það að hann er með ákveðið svægi yfir sér. Hann getur bara sjálfur keyrt einhvern leikinn í gagn,“ sagði Ásgeir Örn. Ásgeir Örn vill að Alexander byrji leikina en um leið að Guðmundur passi það að spila honum ekki of mikið. Það má finna allan þáttinn hér fyrir neðan.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira