Samkomubann á Íslandi

Fréttamynd

Gætu gripið til þess að loka skólum

Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir.

Innlent
Fréttamynd

Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 

Innlent
Fréttamynd

Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag

Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Bæta við þriðja sótt­kvíar­hótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast

Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Inn­flutningur á smokkum tók stökk í sam­komu­banni

Ríflega sex tonn af smokkum voru flutt inn til landsins árið 2020 og jókst magnið um 29,4% frá árinu á undan þegar innflutningur nam 4,6 tonnum. Miðað við að nettóþyngd hefðbundinnar Durex verju sé um 16,7 grömm má áætla að um 360 þúsund smokkar hafi verið innfluttir á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk sýkingu eftir sýna­töku á landa­mærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sótt­kví

Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli

Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara.

Innlent
Fréttamynd

Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini.

Innlent
Fréttamynd

Sóttvarnalæknir kominn að borðinu

Frumvarp um skylduvist farþega frá útlöndum í sóttvarnahúsi tók miklum breytingum á næturfundi á Alþingi. Ráðherra fær nú umboð til að skilgreina áhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, ólíkt hugmyndum sem ríkisstjórnin kynnti fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu

Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Innlent