Lífið

Jóhannes Haukur föndrar Hatarabúning

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er meðal þeirra foreldra sem staðið hafa í ströngu föndri undanfarna daga. Sjö ára sonur hans tók ekki annað í mál en að vera klæddur sem einn meðlima hljómsveitarinnar Hatara, sveitarinnar sem verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael í maí, á öskudag.

Sveitin er ekki síst þekkt fyrir ögrandi, BDSM-klæðnað. Því miður fyrir Jóhannes er slíkan klæðnað ekki að finna á hverju strái, hvað þá í barnastærðum, og því þurfti leikarinn að föndra búning á drenginn frá grunni.

Fréttastofan tók hús á Jóhannesi í dag, þegar hann var í þann mund að leggja lokahönd á búninginn. Hann segir að það hafi verið í mörg horn að líta. Hann hafi til að mynda útvegað sér svartan íþróttafatnað, ruslapoka, límbönd sem hann notaði svo til að líma yfir vörumerki á íþróttaskóm, golftí, belti að ógleymdri hinni mikilvægu rykgrímu.

Jóhannes segist hafa þurft að þreifa sig áfram við búningagerðina, enda sé hann vanari því að klæða sig í búninga en að búa þá til. Til að mynda hafi hann í upphafi ákveðið að spreyja rykgrímuna svarta. Hins vegar hafi komið á daginn að það hafi ekki verið sniðug hugmynd. Eiturefnalyktin væri enn pikkföst í grímunni, eins og fréttamaður fékk að kynnast.

Hann segist þó fullviss um að honum takist að klára búninginn fyrir stóra daginn á morgun. Spjall fréttastofu við búningagerðarmanninn Jóhannes Hauk má sjá hér að neðan.

Klippa: Jóhannes Haukur býr til Hatarabúning

Tengdar fréttir

Margir forvitnir um Hatara-leður

Hljómsveitin, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí næstkomandi, hefur vakið mikla athygli fyrir óhefðbundinn klæðnað sem einkennist af ólum, latexi og göddum.

„Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“

Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana.

Lærðu textann við sigurlagið

Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.