Lax

Fréttamynd

„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“

Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax.

Innlent
Fréttamynd

Veiddi 34 punda lax við Tannastaði

„Þetta er lang, langstærsti lax, sem ég hef fengið en ég veiddi hann á flugu, sem heitir „Black chost" við Tannastaði undir Ingólfsfjalli í gær. Hann hefur verið 32 til 34 pund en ég sleppti honum strax,” segir Grímur Arnarson, veiðimaður búsettur á Selfossi.

Veiði
Fréttamynd

Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun

Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum.

Innlent
Fréttamynd

Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta

Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis

Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót

Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli.

Innlent
Fréttamynd

Eldislaxar í meirihluta í Mjólká

Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur

Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er.

Innlent
Fréttamynd

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra.

Innherji