Verslun

Forstjóri Boozt.com valinn viðskiptafræðingur ársins
Hermann Haraldsson hefur verið valinn viðskiptafræðingur ársins 2022 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga.

„Ef við setjum upp örbylgjuofn og samlokugrill getum við sótt um vínveitingaleyfi?“
Framkvæmdastjóri Hagkaups segir ekki hafa komið til umræðu hjá verslununum að sækja um vínveitingaleyfi. Hann veltir þó fyrir sér hvort verslanirnar gætu selt áfengi ef þær settu upp samlokugrill og örbylgjuofn og seldu veitingar á staðnum.

Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir.

Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum
Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins.

Lengra en Strikið
Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili.

Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður
Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar.

Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis
Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi.

Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir
Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum.

Mætti í annarlegu ástandi með boga og örvar í verslun
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í annarlegu ástandi sem mætti með boga og örvar í matvöruverslun í hverfi 109 í Reykjavík.

Ekki allir sáttir með að geta ekki lengur keypt ávexti eftir vigt
Ekki er lengur hægt að versla grænmeti eða ávexti í Krónunni eftir vigt og eru slíkar vörur nú einungis afgreiddar í stykkjatali. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan sé með þessu að aðlagast tækniþróun og feta í fótspor verslana á Norðurlöndunum.

Opna Bæjarins beztu við Hlemm og hressa upp á útlit 10-11
Bæjarins bestu pylsur hafa opnað stað inni í verslun 10-11 sem stendur á Laugavegi við Hlemm. Opnun staðarins í versluninni, auk nýs staðar Sbarro á sama stað, kemur á sama tíma og Orkan, sem rekur verslanir 10-11, hefur gert breytingar á útliti verslananna.

Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki
Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld.

Borgarstjóri lofar einni til tveimur Vínbúðum í miðbænum
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrðir að áfram verði verslun á vegum ÁTVR í miðborg Reykjavíkur. Vínbúðinni í Austurstræti verði ekki lokað nema ein til tvær aðrar minni verslanir hafi verið opnaðar í miðbænum.

Ráðin verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni
Fanney Bjarnadóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni.

Ódýrustu páskaeggin í Bónus
Samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var þriðjudaginn 29. mars er Bónus að jafnaði með lægsta verðið á matvöru. Dýrast er að versla í Iceland en þar er meðalverð 38% yfir lægsta verði.

ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi
ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi.

Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð
Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag.

Breyttir tímar hjá byggingarvörurisa
Húsasmiðjan opnaði nýja verslun og þjónustumiðstöð við Freyjunes á Akureyri nýverið, en lokaði verslunum sínum á Dalvík og á Húsavík.

Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús
Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir.

Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag
Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki.