
Lagahöfundarnir ósáttir eftir að hún breytti laginu í beinni útsendingu
Mikil dramatík fylgdi pólsku undankeppni Eurovision um helgina þegar keppandi breytti laginu í beinni útsendingu án samþykkis höfundanna. Lagahöfundarnir Linda og Ylva Persson segja söngkonuna Lidiu Kopania hafa eyðilagt atriðið viljandi og finnst lagið hafa farið í vaskinn vegna hennar.

Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls
Fréttablaðið og Ríkisútvarpið féllu í gildru Twitter-trölls þegar miðlarnir greindu frá því í gærkvöldi að bandaríski leikarinn og Íslandsvinurinn Will Ferrell hefði áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison.

Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“
Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga
Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“

Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum
Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi.

Með tárin í augunum á Húsavík
Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum
Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn
Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV
Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu.

Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert
Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins.

„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag.

Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna.

Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu
Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Konur fyrirferðamiklar í tilnefningum til Óskarsins
Í dag voru tilnefningar til Óskarsins árið 2021 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna.

Húsavík tilnefnt til Óskarsins
Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd.

Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga
Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar.

Húsvíkingar gera sig klára til að taka á móti Óskarnum
Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar.

Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn
Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna
Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið.

Atli fær Grammy-tilnefningu
Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga.