Innlent

Fréttamynd

Enginn mótmælenda kærður

Enginn þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúka í gær verða kærðir vegna málsins. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó að frekari mótmæli af þessu tagi verði ekki liðin.

Innlent
Fréttamynd

Á bátum í skólann

Miklar rigningar sem fylgt hafa í kjölfar fellibylsins Dennis á karabíska hafinu hafa orðið til þess að grunnskólabörn í Seaview skólanum á Jamaika hafa þurft að fara á bátum í skólann síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja rjúpnaveiðar á ný í haust. Þetta er byggt á niðurstöðu talningar Náttúrufræðistofnunar í vor þar sem fram kemur að rjúpnastofninn hafi meira en þrefaldast á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Vel heppnuð mótmæli

Mótmælendur við Kárahnjúka telja mótmælaaðgerðir í gær vel heppnaðar. Þeir segjast ekki skilja ummæli talsmanns Impregilo um mótmælin og eru ekki par sáttir við það fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi utan í bryggjukant

Skaftafell, skip Samskipa, sigldi á bryggjukant nýju álversbryggjunnar á Reyðarfirði í gærkvöldi þegar það var fyrst flutningaskipa til að leggjast þar að eftir að framkvæmdum lauk. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjukantinum og á skipinu ofan sjólínu en það getur þó haldið för sinni áfram að losun lokinni, án þess að viðgerð fari fram.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaveiði hefst á ný

Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust en Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti ákvörðun sína þess lútandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hversu margar verður heimilt að veiða en reglugerð um veiðarnar lítur dagsins ljós í lok næsta mánaðar eða byrjun september.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Árna að hlekkja sig

Mótmælendur sem halda til við Kárahnjúka hafa vakið athygli á málstað sínum með ýmsum hætti og þótti sitt hverjum þegar nokkrir þeirra hlekkjuðu sig við vinnuvélar. Birgitta Jónsdóttir er ein af talsmönnum mótmælendanna við Kárahnjúka.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist alvarlega við Kárahnjúka

Erlendur starfsmaður við Kárahnjúka slasaðist alvarlega í járnbrautarslysi í einum af aðgöngum stöðvarhússins í morgun þegar hann varð fyrir lest sem notuð er til flutninga í göngunum. Hann meiddist meðal annars á brjóstholi og kviðarholi og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður inn á slysadeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Manns leitað í Þjórsárdal

Leit að karlmanni á níræðisaldri, sem saknað er í Þjórsárdal frá því í gærkvöldi, hefur enn engan árangur borið. Maðurinn var þar í útilegu ásamt fleirum og fór einn í gönguferð í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn byggir á öryggissvæðinu

Samgönguráðherra segir ljóst að enginn byggi á öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar. Fyrirhugað byggingasvæði Háskólans í Reykjavík nær inn fyrir öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og upp að flughlaði björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar. Ekkert samráð var haft við flugmálayfirvöld um byggingaráformin.

Innlent
Fréttamynd

Leggja 6 milljarða í danskt félag

Baugur kaupir 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir sex milljarða króna. Félagið er hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni, eignir félagsins hafa stóraukist að undanförnu og nema nú tæpum 80 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirheyrður vegna sölu vændislista

Maður, sem er grunaður um að hafa selt lista með nöfnum fimm vændiskvenna á Netinu  var yfirheyrður af lögreglunni í Kópavogi í gær. Maðurinn  er grunaður um að hafa selt listann í gegnum heimasíðurnar private.is og einkamal.is á sex þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki búið að funda með öryrkjum

Fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða hafa enn ekki fundað vegna bréfs sem um 1.300 öryrkjar fengu á dögunum þar sem þeir voru krafðir um skattframtöl síðustu þriggja ára fyrir örorkumat. Öryrkjabandalag Íslands óskaði eftir slíkum fundi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Sólarhitinn sprengdi rúðu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk um kvöldmatarleytið í gær tilkynningu um að sprenging hefði orðið á þrettándu hæð fjölbýlishúss við Rjúpnasali í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Drengir kveiktu í bíl

Tveir fjórtán ára drengir sluppu með skrekkinn þegar þeir voru að fikta með eld inni í yfirgefnum bíl við Hagasmára á móts við Smáralilnd í gærkvöldi. Þeir misstu eldinn úr böndunum með þeim afleiðingum að bíllinn varð alelda á skammri stundu, en þeir sluppu ómeiddir út eftir að hafa reynt að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Blóðbankann vantar O mínus

Birgðir Blóðbankans af O-mínus blóði eru af skornum skammti. Blóðbankinn hefur biðlað til blóðgjafa í þessum flokki að koma og gefa blóð en O-mínus blóð er notað í neyðarblóð sem gengur í alla aðra blóðflokka og því er mikilvægt að birgðir bankans séu ávallt miklar. Sigríður Ósk, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum segir bankann vanta 60 einingar af O-mínus blóði sem fyrst en hver blóðgjafi gefur sem svarar einni einingu.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga minnst á Íslandi

Verðbólga á Íslandi reyndist aðeins 0,3% í júní samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í morgun, en verðbólga hefur minnkað mikið síðustu mánuðina á þennan mælikvarða. Til samanburðar var verðbólga 2,0% að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu og innan þess er hún nú minnst á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi nýrra fjósa í byggingu

"Það eru sautján ný fjós í byggingu sem ég veit af," segir Lárus Pétursson, umsjónarmaður innréttinga hjá Landstólpa ehf. "Þá eru fimmtán bændur að breyta eldri fjósum og langoftast verið að stækka þau í leiðinni." Lárus segir þessi fjós oftast vera lausagöngufjós með 60-70 bása eða hátt í það.

Innlent
Fréttamynd

Sendiráð á Indlandi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynnti áform um að opna sendiráð í Indlandi á ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðræður standa yfir við Indverja en vonast er til að sendiráðið geti orðið að veruleika um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skipið skemmdi bryggjuna

Nokkurt tjón varð á nýju álvershöfninni í Reyðarfirði í gær þegar Skaftafell lagðist þar að bryggju fyrst skipa. Rúnar Sigurjónsson, hafnarstjóri á Reyðarfirði, segir að skutur skipsins hafi rekist í bryggjuna í vindhviðu en sérfræðingar muni meta skemmdirnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hlekkjuðu sig við vinnuvélar

Átján erlendir mótmælendur stöðvuðu vinnu hluta starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun um rúmar tvær klukkustundir í gær með því að fara í óleyfi fótgangandi inn á vinnusvæðið og hlekkja sig við vinnuvélar og leggjast í veg fyrir vinnutæki.

Innlent
Fréttamynd

Vændislisti

Lögreglan í Kópavogi yfirheyrði í gær karlmann á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa selt lista með nöfnum og símanúmerum fimm vændiskvenna. Maðurinn er grunaður um að hafa selt listann í gegnum heimasíðurnar einkamál.is og private.is á sex þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ný verksmiðja við Mývatn

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu iðnaðarráðherra að verja allt að tvöhundruð milljónum til að kaupa hlutabréf í pappabrettaverksmiðju við Mývatn. Verksmiðjan verður í húsi gömlu kísílgúrverksmiðjunnar sem hætti starfsemi í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Umferðartafir í nótt

Talsverðar umferðartafir urðu á Vesturlandsvegi á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í nótt vegna vinnu við tvöföldun vegarins. Honum var lokað klukkan tvö í nótt en umferð hleypt á í af og til í alla nótt.Vegurinn var opnaður á ný klukkan sjö í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fimm handteknir fyrir ýmis afbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók fimm menn í bíl í gær, en þeir eru allir grunaðir um ýmis afbrot að undanförnu. Rannsóknadeild lögreglunnar yfirheyrði mennina fram undir miðnætti  og sleppti tveimur að þeim loknum. Þrír verða yfirheyrðir nánar í dag. Ekki liggur fyrir um hvaða afbrot þeir eru grunaðir, en þeir munu flestir eða allir eiga nokkurn afbrotaferil að baki.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja með ráðningu skólastjórans

Mikil óánægja virðist vera með ráðningu Fríðu Regínu Höskuldsdóttir sem skólastjóra Landakotsskóla hjá hluta foreldra og hópi kennara í skólanum. Fullyrða þeir að skólastjórinn sé ekki hlutlaus eins og lofað hafði verið. Einn af fimm stjórnarmönnum greiddi ekki atkvæði með ráðningu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að selja vændislista

Lögreglan í Kópavogi hefur yfirheyrt mann sem grunaður er um dreifingu lista með nöfnum vændiskvenna á netinu. Sextán ára stúlka hefur einnig verið yfirheyrð en grunur leikur á því að maðurinn hafi fengið afnot af reikningi hennar til þess að taka við greiðslu fyrir listana.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla hefði getað komið mun fyrr

Þyrla hefði getað komið á vettvang klukkutíma og tuttugu mínútum fyrr en raun bar vitni þegar flutningaskipið Jökulfell sökk út af Færeyjum í febrúar. Þetta er niðurstaða óháðra sérfræðinga frá Norsk Veritas sem telja að senda hefði átt þyrluna mun fyrr á vettvang. Útvarp Föroya greindi frá þessu.

Innlent
Fréttamynd

Framleiða vörubretti úr pappír

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit.

Innlent
Fréttamynd

Misskilningur hjá Seðlabankastjóra

Seðlabankinn getur ekki ætlast til þess að Íbúðalánasjóður leiki hlutverk í efnahagsstjórn landsins. Sjóðnum beri að ávaxta fé sitt samkvæmt lögum um áhættustýringu bankans. Þetta segir Árni Páll Árnason sem hefur unnið lögmannsstörf fyrir Íbúðalánasjóð og félagsmálaráðuneytið

Innlent