Framleiða vörubretti úr pappír 19. júlí 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. "Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið," segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðnaðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverkefnis í þágu búsetuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanlegum pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niðurstaða sjóðsins hefur nú borist iðnaðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostnaður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. "Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila," segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að einhverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til framleiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. "Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega umhverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venjuleg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika," segir Valgerður Sverrisdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. "Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið," segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðnaðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverkefnis í þágu búsetuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanlegum pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niðurstaða sjóðsins hefur nú borist iðnaðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostnaður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. "Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila," segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að einhverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til framleiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. "Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega umhverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venjuleg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika," segir Valgerður Sverrisdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira