Innlent

Fréttamynd

Jöklarnir hopa

Jöklar Íslands munu hverfa á næstu 200 árum. Þetta er mat jarðeðlisfræðinga sem hafa gert framtíðarlíkön um bráðnun jökla. Litlar líkur eru taldar á því að hægt sé að snúa þessari þróun við, sem er að mestu leyti af mannavöldum.

Innlent
Fréttamynd

Jeppi valt á Miklubraut

Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

15 milljarða aukning tekjuskatts

Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljörðum króna í 145 milljarða milli ára. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum skýrast af mikilli grósku í þjóðlífinu. Laun hafi hækkað og þar með aukist tekjur ríkisins vegna tekjuskatts.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Vopnafirði

Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Vopnafirði síðdegis í gær og fór nokkrar veltur. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél og lagður inn á Landsspítalann, en er ekki lífshættulega slasaður. Þrjár unglingsstúlkur, sem voru með honum í bílnum sluppu með skrámur.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska þjóðin bjartsýn

Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórar ekki sammála

Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvannadalshnúkur mældur

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mælingamenn og mælingatæki upp á Hvannadalshnúk í morgun. Tilgangurinn er að komast að því hvað Hvannadalshnúkur er hár, en mælingar á honum hafa verið ósamhljóða. Nú á að nota nýjustu mælingatækni til þess að skera úr um hæðina.

Innlent
Fréttamynd

Umræður um varnastöðina í USA

Óvíst er hvaða breytingar það hefur í för með sér ef bandaríski flugherinn tekur við rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík af flotanum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðir á álagstímum felldar niður

Aukin tíðni á álagstímum Strætó verður felld niður næstu þrjá daga, vegna manneklu. á morgun og föstudaginn munu vagnar á stofnleiðum aka á tuttugu mínútna fresti á álagstímum, en ekki tíu mínútna fresti, eins og leiðakerfið gerir ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Kvikmyndun á Reykjanesi

Það er mikil öryggisgæsla í kringum þau svæði þar sem unnið er að kvikmyndinni á Suðurnesjum og ekki fæst leyfi til að fara og skoða herlegheitin. Í rammahúsinu í Reykjanesbæ er unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina, auk þess sem verið er að gera við herbíla og önnur stríðstól sem notuð verða.

Innlent
Fréttamynd

Karlar gegn nauðgunum

"Tilgangur átaksins er að fá karla til þess að velta fyrir sér eðli og alvarleika nauðgana," segir Arnar Gíslason, meðlimur í Karlahóp Femínistafélagsins. Hópurinn ýtti átakinu "Karlmenn segja nei við nauðgunum" úr vör í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ósonlagið aldrei verið þynnra

Vegna sterkra geisla sólarinnar er fólki ráðlagt að nota sólvörn þegar það er úti við. Ósonlagið yfir Íslandi er tíu prósentum þynnra en það var fyrir 30 árum. Þykkt ósonlagsins hefur mikil áhrif á það hversu mikið af útfjólubláum geislum sólarinnar nær til jarðar. Þykkt ósonlagsins yfir Íslandi er nú um tíu prósentum undir því sem það var, að meðaltali, á árunum 1978 til 1988.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stefgjöld af orlofshúsum

Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, hefur sent stéttarfélögum kröfu um að STEF gjöld af sumarhúsum sínum, þar sem flutningur um sjónvarp og útvarp fari fram í þessum húsum.

Innlent
Fréttamynd

Í varðhaldi fram á haust

Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en framvísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. október.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur ósáttir

Frestur sem mótmælendur fengu hjá Prestsetrasjóði til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar á Kárahnjúkasvæðinu rann út á hádegi. Tiltækt lögreglulið á svæðinu fékk liðsauka níu sérsveitarmanna sem voru sendir austur af ríkislögreglustjóra í gærkvöld. Ekki voru þó nein átök á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Byggð eykst enn í Kópavogi

Hafist verður handa við byggingu fyrstu fjölbýlishúsanna við Lund í Kópavogi innan nokkurra vikna. Skammt frá munu tvö önnur hverfi rísa á næstu árum, það er á Kópavogstúni og bryggjuhverfi við Fossvoginn.

Innlent
Fréttamynd

Impregilo kærir

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur sent Sýslumanninum á Seyðisfirði ákæru vegna eignaspjalla af völdum mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Mæling Hvannadalshnjúks bíður

Í öllum kennslubókum og alfræðiritum stendur skrifað að Hvannadalshnjúkur sé hæsti tindur Íslands, 2119 metrar. Það er óumdeilt að hann er hæstur tinda, en ekki eru allir vissir um að hæðin sé rétt mæld. Nú á að skera úr um það með nákvæmustu mælitækjum sem til eru. Ekki tókst þó að hefja verkið í dag eins og til stóð.

Innlent
Fréttamynd

Stuggað við blaðamanni

Íslenskur lögreglumaður stuggaði síðdegis í gær við blaðamanni Víkurfrétta þar sem hann beið skammt frá afleggjaranum upp að aðalhliði varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli, eftir að bílalest með vígtólum Clint Eastwoods æki þar um. Ætlaði hann að mynda lestina.

Innlent
Fréttamynd

365 ljósvakamiðlar fá endurgreitt

Yfirskattanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um kæru 365 - ljósvakamiðla (áður Íslenska útvarpsfélagið) vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra á félagið vegna áranna 1997 og 1998. Úrskurður yfirskattanefndar felur í sér að 365 - ljósvakamiðlar munu fá endurgreitt úr ríkissjóði kr. 136.102.204 sem félagið hafði áður greitt vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra vegna þessara ára.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur látnir lausir

Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur yfirgefa tjaldstæðið

Frestur, sem fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði gaf mótmælendum við Kárahnjúka til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar, rann út klukkan tólf og lögreglulið er á leið á svæðið til að ganga úr skugga um að því verði framfylgt.

Innlent
Fréttamynd

Aukin löggæsla um helgina

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka löggæslu um verslunarmannahelgina til þess að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit, almenna löggæslu og fíkniefnalöggæslu. Í öllum eða flestum umdæmum verður aukinn viðbúnaður af hálfu lögreglunnar og þá sérstaklega þar sem útisamkomur verða.

Innlent
Fréttamynd

Sjómaðurinn útskrifaður

Sjómaðurinn af skemmtiferðaskipinu Saga Rose, sem skarst illa í átökum um borð í skipinu i fyrrinótt og þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á Landsspítalann, hefur verið útskrifaður.

Innlent
Fréttamynd

Aukning lyfjaútgjalda hjá TR

Lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar námu tæplega 6,5 milljörðum króna á síðasta ári. Útgjöldin jukust um 8,1% milli ára sem fyrst og fremst má rekja til aukinnar lyfjanotkunar, að því er fram kemur í nýrri kostnaðargreiningu vegna lyfjaútgjalda sem lyfjadeild TR hefur tekið saman. Lyfjanotkun jókst um 5,5% milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund manns komin til Eyja

Verslunarmannahelgin er að bresta á. Víða um land verða skipulagðar hátíðir fyrir ferðalanga. Undirbúningur er vel á veg kominn víðast hvar og hefur veðurblíða auðveldað mótshöldurum lífið. Þegar er orðið uppselt í Herjólf nema í næturferðir. Húkkaraballið svokallaða hefst í Vestmannaeyjum í kvöld. Þegar eru um þúsund manns komin til Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

Slys síðustu verslunarmannahelgar

Sjóvá hefur tekið saman helstu slys sem orðið hafa síðustu 5 verslunarmannahelgar og í skýrslu þeirra kemur fram að þessa helgi aukast verulega alvarleg slys þar sem ekið er útaf, bílar lenda saman úr gagnstæðum áttum auk þess sem meira er ekið á búfé en venjulega.

Innlent
Fréttamynd

Notkun gefðlyfja eykst enn

Kostnaður Tryggingastofnunar vegna tauga- og geðlyfja jókst um 212 milljónir á síðasta ári og um 357 milljónir frá árinu 2002, en það er alls 23 prósenta hækkun á tveimur árum. Lyfjaútgjöldin jukust alls um 8,1 prósent eða um 481 milljón á síðasta ári meðan notkunin jókst um 5,5 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar tjaldbúðir settar upp

Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennt lið gerði húsleit

Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli.Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi.

Innlent