Innlent

Fréttamynd

Efla nágrannavörslu

Borgarstjórn hefur óskað eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík í því skyni að efla innbrotsvarnir og koma á fót skipulagðri nágrannavörslu í öllum hverfum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nóttin gekk vel á Akureyri

Nóttin gekk vel á Akureyri að sögn lögreglu þar, þótt hún hafi haft í nægu að snúast. Fjögur fíkniefnamál í smærri kantinum komu upp og nokkrir pústrar. Þá voru nokkrir teknir fyrir hraðakstur í nótt og voru þrír teknir ölvaðir undir stýri í gær. Fjölmenni var á knattspyrnuvellinum þar sem flugeldasýning var haldin í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Skelfur við Grímsey

Skjálftahrina hófst við Grímsey í fyrrakvöld. Upptök skjálftanna voru um 16 kílómetra austur af eynni og mældist snarpasti skjálftinn yfir fjórum stigum laust upp úr klukkan sex í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Friður og ró í Fljótshlíð

Tæplega 4000 manns hafa verið á fjölskylduhátíðinn í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um helgina. Mótið er skipulagt af Hvítasunnummönnum og er þetta í 55. sinn í röð sem þeir standa fyrir slíkri hátíð um verslunarmannahelgi.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamar nætur í Reykjavík

Helgin var síður en svo róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þrátt fyrir að fjöldi fólks væri utanbæjar um helgina. Næturnar voru að sögn lögreglu erilsamar og alls ekki minna að gera en um venjulega helgi þótt minna af fólki væri í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Landsmóti lauk í gærkvöldi

Landsmóti unglinga í frjálsum íþróttum í Vík í Mýrdal var slitið í gærkvöldi með flugeldasýningu. Flestir gestanna eyddu nóttinni í Vík þótt einhver hluti þeirra hafi byrjað að tínast heim um kvöldið. Engin ölvun var merkjanleg á landsmótsgestum.

Innlent
Fréttamynd

Vatnavextir skemmdu bíla

Nokkrir bílar skemmdust í Lindá við Herðubreiðarlindir um helgina þegar vatn flóði yfir vélar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Góð umferðarhelgi

Umferðin var nokkuð þétt upp við Rauðavatn á sjöunda tímanum en svo virðist sem að úr henni sé að greiðast.

Innlent
Fréttamynd

Engin nauðgun tilkynnt

Engin nauðgun hefur verið tilkynnt yfir verslunarmannahelgina. Þeir sem vinna að forvörnum segja þetta vissulega gleðiefni en taka þessu þó með nokkrum fyrirvara þar sem kynferðisbrot eru oft ekki tilkynnt fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Innlent
Fréttamynd

Jafnar fylkingar í borginni

R-listinn fengi 47 prósenta fylgi en listi Sjálfstæðisflokksins 48 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem Gallup hefur gert. Miðað við könnun síðastliðið haust tapar R-listinn um sex prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir öðru eins við sig.

Innlent
Fréttamynd

120 teknir af Blönduóslögreglunni

Um það bil 120 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina, en ekki var búið að taka saman nákvæma tölu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mun stærra hlaup en síðast

Vatnsrennsli í Skaftá var komið í 620 rúmmetra á sekúndu í gær og er orðið mun stærra en hlaupið 2003. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, lét sér ekki bregða þó að farið væri að flæða að túnfætinum og sagði þetta í lagi svo fremi að Katla léti ekki á sér kræla.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu fíkniefnamál á Akureyri

Ellefu fíkniefnamál hafa komið upp á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri á síðasta sólarhring þar sem í hverju tilfelli var um lítilræði af fíkniefnum að ræða. Þá voru fimm fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir en töluvert var um slagsmál í bænum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Má búast við öllu

Töluverðir vatnavextir eru nú í Skaftá en hlaup hófst í ánni í morgun. Svipað mikið er í Skáftárkötlum og í stóru hlaupunum árið 2000 og 2002 og því má búast við öllu, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Amenningsgarður á þaki Magasíns

Íslenskir eigendur Magasíns í Danmörku hafa blásið nýju lífi í hugmyndir um almenningsgarð á þaki verslunarinnar. Á þrjú þúsund fermetra þakinu á að verða hægt að skella sér á skíði, í sólbað eða í bíó.

Innlent
Fréttamynd

Átján fíkniefnamál í Eyjum

Átján fíkniefnamál hafa komið upp í Eyjum og hefur lögregla haldlagt mest af amfetamíni en einnig hafa fundist e-töflur og LSD auk kannabisefna.

Innlent
Fréttamynd

Athugasemdir teknar til greina

Forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa segir athugasemdir sérstakrar rannsóknarnefndar um flugslysið í Skerjafirði réttmætar og að þær hafi flestar þegar verið teknar til greina. Samgönguráðherra vill ekki segja orð um málið fyrr en á vinnudegi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mikla vatnavexti að sjá

Ekki er mikla vatnavexti að sjá ennþá í Skaftárhlaupinu sem hófst í morgun, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar. Rennslið í ánni er nú um 270 rúmmetrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Í hvað fara peningarnir?

Hver einasti Íslendingur á aldrinum 16-70 ára sem er með meira en um átta hundruð þúsund krónur í árstekjur þarf að greiða 5.378 krónur í framkvæmdasjóð aldraðra um mánaðamótin. Reynslan af svona eyrnamerktum sköttum er misjöfn, svo spurt er: í hvað fara þessir peningar?

Innlent
Fréttamynd

Mikið fyllerí í borginni

Lögreglan í Reykjavík stóð í ströngu í nótt þrátt fyrir að fjölmargir höfuðborgarbúar séu á faraldsfæti annars staðar á landinu um helgina. Að sögn lögreglu var mikið fyllerí í miðborginni í nótt og mikið um útköll vegna drukkins fólks.

Innlent
Fréttamynd

7000 gestir á Landsmótinu í Vík

Um sjö þúsund gestir eru á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið er í Vík í Mýrdal. Rúmlega eitt þúsund keppendur taka þátt í mótinu. Veðrið hefur svo sannarlega leikið við Landsmótsgesti um helgina og hefur öll aðstaða til íþróttaiðkunar verið með besta móti.

Lífið
Fréttamynd

30 grömm fundust við húsleit

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í morgun karlmann á nítjánda ári. Hann hafði verið grunaður um fíkniefnasölu um hríð og var í morgun gerð húsleit hjá honum. Þar fundust þrjátíu grömm af eiturlyfjum: amfetamíni, kókaíni og hassi.

Innlent
Fréttamynd

Hinir upprunalegu Stuðmenn

Ein lífseigasta hljómsveit Íslandssögunnar, Stuðmenn, kom saman á laugardagskvöldið í sinni upprunalegu mynd í Húsdýragarðinum. Þessi útgáfa Stuðmanna kom fram innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1970 en sveitina skipuðu þá Gylfi Kristinsson, Ragnar Daníelsson, Valgeir Guðjónsson og Jakob Frímann Magnússon.

Lífið
Fréttamynd

Varnarliðsmenn skemmi leigubílana

Leigubílstjórar á Suðurnesjum íhuga að hætta að þjónusta varnarliðsmenn á kvöldin og um helgar. Það hefur færst í aukana að þeir beri á sér ýmis vopn þegar þeir fara út að skemmta sér. Dæmi eru um að leigubílar séu skemmdir og lausum munum stolið.

Innlent
Fréttamynd

Halldór á Íslendingaslóðum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gladdi í gær íbúa bæjarins Mountain í Norður-Dakóta ríki með nærveru sinni. Hann var þar í opinberri heimsókn. Hann fagnaði því með íbúum bæjarins, sem eru um hundrað, að 131 ár er liðið frá því að Íslendingar hófu undirbúning að aðskilnaði frá Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá. Sverrir Elefsen hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir allt útlit fyrir að hlaupvatn sé að koma fram við Sveinstind.

Innlent
Fréttamynd

Brúðarkjólar keyptir á Netinu

Tilvonandi brúðir eru farnar að nýta sér Netið í auknum mæli til að kaupa ódýrari brúðarkjóla. Algengt leiguverð er 25 til 40 þúsund krónur en hægt er að kaupa kjóla á Netinu fyrir 10 til 15 þúsund krónur hingað komna. Eigendur kjólaleiga óttast þó ekki samkeppnina.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hugsanlega hafið

Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennasta hátíðin á Akureyri

Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti.

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið kyrrsett annars staðar

Hin sérstaka rannsóknarnefnd sem skoðað hefur alla þætti flugslyssins í Skerjafirði tekur undir margar athugasemdir aðstandenda þeirra sem fórust og gerir fjölmargar tillögur um bætta starfshætti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. Danski sérfræðingurinn í nefndinni telur að samkvæmt íslenskum lögum hefði ekki verið hægt að kyrrsetja vélina, en það hefði verið gert í mörgum öðrum löndum.

Innlent