Innlent

120 teknir af Blönduóslögreglunni

Um það bil 120 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina, en ekki var búið að taka saman nákvæma tölu í gær. Aðeins einn hafði þó mælst undir áhrifum og þá höfðu fíkniefni fundist í einum bíl um helgina. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var umferð um helgina ívíð meiri en um síðustu helgar og hafði hún gengið mjög vel þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×