Lífið

Hinir upprunalegu Stuðmenn

Ein lífseigasta hljómsveit Íslandssögunnar, Stuðmenn, kom saman á laugardagskvöldið í sinni upprunalegu mynd í Húsdýragarðinum. Þessi útgáfa Stuðmanna kom fram innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1970 en sveitina skipuðu þá Gylfi Kristinsson, Ragnar Daníelsson, Valgeir Guðjónsson og Jakob Frímann Magnússon. Valgeir sagði við tilefnið að hljómsveitin hefði spilað saman í meira en þrjátíu ár og aðeins einu sinni tekið sér hlé. Það hafi staðið frá árinu 1970 til þessa kvölds.  Á tónleikunum minntust Stuðmenn Long John Baldry, sem lést á dögunum, en hann söng eitt fallegasta lag sem Stuðmenn hafa hljóðritað: „She broke my heart“. Þeim félögum virtist ekkert leiðast endurfundirnir þegar þeir spiluðu nokkur af elstu lögum Stuðmanna og þær þúsundir gesta sem eyddu kvöldinu með þeim skemmtu sér hið besta. Að nokkrum mínútum liðnum komu síðari tíma Stuðmenn á sviðið og tóku leikar þá að æsast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.