Lífið

7000 gestir á Landsmótinu í Vík

Um sjö þúsund gestir eru á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið er í Vík í Mýrdal. Rúmlega eitt þúsund keppendur taka þátt í mótinu. Veðrið hefur svo sannarlega leikið við Landsmótsgesti um helgina og hefur öll aðstaða til íþróttaiðkunar verið með besta móti. Engin vandamál hafa komið upp á Landsmótinu og segir lögreglan að allt hafi verið til fyrirmyndar. Í Galtalæk eru um 2500 gestir og hafa hátíðarhöldin gengið mjög vel. Veðrið hefur verið fínt og góð stemning að sögn Sævars Finnbogasonar, kynningarstjóra Bindindismótsins í Galtalæk. Á óskipulagðri útihátíð á Kirkjubæjarklaustri var hins vegar mikill erill hjá lögreglunni í nótt. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af slagsmálum nokkrum sinnum en engin alvarleg líkamsárásarmál komu upp.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.