Innlent

Fréttamynd

Stjórnlaus í stórsjó

Þyrla Landhelgisgæslunar sótti í fyrrinótt fjóra áhafnarmenn á skútunni Svala ISL 1840 sem bilað hafði um það bil hundrað sjómílur suðaustur af landinu. Bóma sem heldur stórsegli hafði brotnað og sigldi skútan með vélarafli en var orðin olíulítil þegar áhöfn afréð að kalla á aðstoð Landhelgisgæslunar klukkan tíu í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega 20 milljónir á mánuði

Vilhelm Robert Wessmann, forstjóri Actavis, hefur lang hæstu mánaðalaun allra Íslendinga samkvæmt tekjublaði Frjálsrar Verslunar, eða ríflega 20 milljónir króna. Næstir koma Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Ingvar Vilhjálmsson í KB banka, með röskar níu milljónir á mánuði en ná samt ekki að vera hálfdrættingar á við Vilhelm Róbert.

Innlent
Fréttamynd

Kelduhverfi logaði í eldglæringum

Eldingar ollu rafmagns-, útvarps- og sjónvarpstruflunum á Norðurlandi. Oddviti í Kelduneshreppi segir skepnur hafa hræðst, hestar hlupu um tún og hundar forðuðu sér í hús. Eldingu laust niður í rafmagnslínu.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegar veiðar

Tveir línubátar voru staðnir að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum aðfaranótt þriðjudags.

Innlent
Fréttamynd

Eigið fé verður 100 milljarðar

Að lokinni sameiningu Burðaráss við Landsbankann annars vegar og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar verður eigið fé Landsbankans tæplega 100 milljarðar króna og eigið fé fjárfestingabankans sem hljóta mun nafnið Straumur – Burðarás Fjárfestingabanki hf. verður rúmlega 100 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helgin öll

52 fíkniefnamál komu upp á stæstu hátíðum helgarinnar, í Vestmannaeyjum og á Akureyri. skemmtanahald fór yfirleitt vel fram þessa verslunarmannahelgi. Útlit er fyrir að um 500 manns sem eiga pantað flug frá Eyjum, til Bakka komist ekki heim í dag.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar Lundúna hræddir

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir.

Erlent
Fréttamynd

Efla nágrannavörslu

Borgarstjórn hefur óskað eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík í því skyni að efla innbrotsvarnir og koma á fót skipulagðri nágrannavörslu í öllum hverfum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nóttin gekk vel á Akureyri

Nóttin gekk vel á Akureyri að sögn lögreglu þar, þótt hún hafi haft í nægu að snúast. Fjögur fíkniefnamál í smærri kantinum komu upp og nokkrir pústrar. Þá voru nokkrir teknir fyrir hraðakstur í nótt og voru þrír teknir ölvaðir undir stýri í gær. Fjölmenni var á knattspyrnuvellinum þar sem flugeldasýning var haldin í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Skelfur við Grímsey

Skjálftahrina hófst við Grímsey í fyrrakvöld. Upptök skjálftanna voru um 16 kílómetra austur af eynni og mældist snarpasti skjálftinn yfir fjórum stigum laust upp úr klukkan sex í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Friður og ró í Fljótshlíð

Tæplega 4000 manns hafa verið á fjölskylduhátíðinn í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um helgina. Mótið er skipulagt af Hvítasunnummönnum og er þetta í 55. sinn í röð sem þeir standa fyrir slíkri hátíð um verslunarmannahelgi.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á aksturstíðni hjá Strætó

Breyting verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum í þessari viku. Á álagstímum á virkum dögum mun verða ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið á 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Leiðabókin gildir annars að öllu leyti.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk en ekki flokkspólitísk

Aldarfjórðungur er síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembætti, fyrsta kona heims sem var þjóðkjörin til slíks embættis. Hún var pólitískur forseti en þó ekki á flokkspólitískum línum segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Allir eru á móti nauðgunum

Ingibjörg Stefánsdóttir, stjórnarkona V-dagssamtakanna sem stóðu fyrir herferð gegn nauðgunum, segist gleðjast yfir fregnum af því að engin tilkynning um nauðgun sé enn komin fram eftir verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Gjöfin hálfgerður bjarnargreiði

"Þetta er orðinn hálfgerður bjarnargreiði," segir Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Avion Group, en hann er einn þeirra sem gaf Arngrími Jóhannssyni flugstjóra hlut í DC-3 flugvél í afmælisgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður tekinn á 171

Erlendur ríkisborgari var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 171 kílómetra hraða í Hörgárdal á laugardagskvöldið. Þetta var nálægt miðnætti og farið á skyggja á vegi þar sem geta verið skepnur. Fjórir farþegar, sem einnig eru ferðamenn, voru í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur handteknir

Sjö manna hópur mótmælenda fór inn á vinnusvæðið að Kárahnjúkum síðdegis í dag og hengdi upp borða með slagorðum á stífluna. Verðir á svæðinu urðu fólksins varir og hljóp það þá á brott og skildi bílinn sem það kom á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar gagnrýndar

Ástralir hafa fordæmt áætlun Íslendinga um að veiða 39 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Ian Campell umhverfisráðherra Ástralíu segir að sér ofbjóði fyrirætlanir Íslendinga enda séu þær rangar og í andstöðu við meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Mikil jarðskjálftahrina hófst í gærkvöldi um sextán kílómetra austan við Grímsey. Um fimmtíu skjálftar hafa mælst en flestir hafa þeir verið litlir, á bilinu núll komma þrír til rúmlega tveir á Richter. Þó mældist skjálfti upp á fjóra komma tvo klukkan rúmlega sex í morgun. Mest var virknin á milli klukkan fimm og sjö en síðan hefur nokkuð dregið úr henni.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamar nætur í Reykjavík

Helgin var síður en svo róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þrátt fyrir að fjöldi fólks væri utanbæjar um helgina. Næturnar voru að sögn lögreglu erilsamar og alls ekki minna að gera en um venjulega helgi þótt minna af fólki væri í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Landsmóti lauk í gærkvöldi

Landsmóti unglinga í frjálsum íþróttum í Vík í Mýrdal var slitið í gærkvöldi með flugeldasýningu. Flestir gestanna eyddu nóttinni í Vík þótt einhver hluti þeirra hafi byrjað að tínast heim um kvöldið. Engin ölvun var merkjanleg á landsmótsgestum.

Innlent
Fréttamynd

Vatnavextir skemmdu bíla

Nokkrir bílar skemmdust í Lindá við Herðubreiðarlindir um helgina þegar vatn flóði yfir vélar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Góð umferðarhelgi

Umferðin var nokkuð þétt upp við Rauðavatn á sjöunda tímanum en svo virðist sem að úr henni sé að greiðast.

Innlent
Fréttamynd

Engin nauðgun tilkynnt

Engin nauðgun hefur verið tilkynnt yfir verslunarmannahelgina. Þeir sem vinna að forvörnum segja þetta vissulega gleðiefni en taka þessu þó með nokkrum fyrirvara þar sem kynferðisbrot eru oft ekki tilkynnt fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Innlent
Fréttamynd

Jafnar fylkingar í borginni

R-listinn fengi 47 prósenta fylgi en listi Sjálfstæðisflokksins 48 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem Gallup hefur gert. Miðað við könnun síðastliðið haust tapar R-listinn um sex prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir öðru eins við sig.

Innlent
Fréttamynd

120 teknir af Blönduóslögreglunni

Um það bil 120 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina, en ekki var búið að taka saman nákvæma tölu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mun stærra hlaup en síðast

Vatnsrennsli í Skaftá var komið í 620 rúmmetra á sekúndu í gær og er orðið mun stærra en hlaupið 2003. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, lét sér ekki bregða þó að farið væri að flæða að túnfætinum og sagði þetta í lagi svo fremi að Katla léti ekki á sér kræla.

Innlent
Fréttamynd

Engin þörf fyrir lögreglu

"Hér skemmti fólk sér vel án áfengis og það erum við afar ánægð með því það er skemmtilegast af öllu að vera í faðmi fjölskyldunnar án þess að vera undir áhrifum," segir Sævar Finnbogason í undirbúningsnefnd bindindismótsins í Galtalæk.

Innlent
Fréttamynd

Skipta Burðarási á milli sín

Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhættusamt að leika fyrir Eastwood

Íslensku aukaleikararnir sem taka þátt í mynd Clints Eastwoods, Flags of our Fathers, þurfa að greiða tvær milljónir króna í skaðabætur, týni þeir einhverjum þeirra leikmuna sem þeir fá úthlutað.

Innlent