Innlent

Ferðamaður tekinn á 171

Erlendur ríkisborgari var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 171 kílómetra hraða í Hörgárdal á laugardagskvöldið. Þetta var nálægt miðnætti og farið á skyggja á vegi þar sem geta verið skepnur. Fjórir farþegar, sem einnig eru ferðamenn, voru í bílnum. Ökumaðurinn, sem er fæddur árið 1982, var aðeins búinn að aka hér í tvo daga. Þá má geta þess að í heimalandi hans er ekið á vinstri akrein en ekki hægri eins og hér, svo að ofsaaksturinn hlýtur að teljast enn glæfralegri fyrir vikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×