Innlent

Mótmælendur handteknir

Sjö manna hópur mótmælenda fór inn á vinnusvæðið að Kárahnjúkum síðdegis í dag og hengdi upp borða með slagorðum á stífluna. Verðir á svæðinu urðu fólksins varir og hljóp það þá á brott og skildi bílinn sem það kom á eftir. Um fimmtíu kílómetra leið er niður að Vaði í Skriðdal þar sem mótmælendur halda til núna. Fólkið kom því aftur nokkru síðar og náði í bílinn og handtók lögregla allan hópinn eftir að hafa fylgt fólkinu niður af heiðinni. Að sögn Ómars Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa Impregilo, er lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu. Þar eru nú 20 lögregluþjónar á níu lögreglubílum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×