Innlent

Breyting á aksturstíðni hjá Strætó

Breyting verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum í þessari viku. Á álagstímum á virkum dögum mun verða ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið á 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Leiðabókin gildir annars að öllu leyti. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að breytingarnar eigi sér tvær meginskýringar. Annars vegar skort á mannskap, vegna sumarfría vagnstjóra og því að ekki tókst að ráða nógu marga til sumarafleysinga og hins vegar að stöðugildum vagnstjóra hafi fjölgað með tilkomu nýja leiðakerfisins vegna bættrar þjónustu við almenning. Ráðvilltir strætónotendur geta hringt í upplýsinganúmerið 800 1199.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×