Pólitísk en ekki flokkspólitísk 1. ágúst 2005 00:01 Vigdís Finnbogadóttir, þá starfandi sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, var kjörin forseti Íslands í forsetakosningum þann 29. júní árið 1980. Þrír voru á móti henni í framboði, þeir Guðlaugur Þorvaldsson sem hlaut um 32 prósent atkvæða, Albert Guðmundsson sem hlaut tæp 20 prósent og Pétur Thorsteinsson er hlaut 14 prósent atkvæða. Vigdís hlaut sjálf rúm 33 prósent og sigraði með einungis 1.900 atkvæða mun. Hún tók svo við embætti 1. ágúst sama ár og því er nú liðinn aldarfjórðungur frá embættistöku hennar. Kjör Vigdísar vakti mikla athygli úti í hinum stóra heimi, ekki síst fyrir þær sakir að Íslendingar kusu fyrstir þjóða konu í embætti þjóðarleiðtoga í almennum, lýðræðislegum kosningum. Hróður Vigdísar barst á næstu árum víða um heim og óhætt er að segja að þjóðin hafi verið stolt af forseta sínum. Hún gengdi embættinu í fjögur kjörtímabil eða til ársins 1996 þegar hún gaf ekki kost á sér lengur og Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti. Vigdís fékk einu sinni mótframboð í forsetakosningum en það var árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir úr Vestmannaeyjum bauð sig fram á móti henni. Var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem sitjandi forseti fékk á sig mótframboð. Skemmst frá sagt hlaut Vigdís þá yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða 94,5 prósent á móti rúmum fimm prósentum sem Sigrún hlaut. Pólitískur forseti Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur hefur kynnt sér forsetatíð Vigdísar flestum fremur. Hann segir Vigdísi hafa verið pólitískan forseta þó ekki hafi hún verið flokkspólitísk. Hún hafi þannig haldið hátt á lofti sjónarmiðum um ævarandi hlutleysi Íslands og lagt áherslu á að eiga friðsamleg samskipti við þjóðir þessa heims. Vigdís mætti á sínum yngri árum á fundi hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga og hafði það ávallt að vinnureglu í sinni forsetatíð að eiga ekki samskipti við herliðið á Keflavíkurflugvelli. Svanur segir að Vigdís hafi verið fyrsti alþjóðlegi forseti Íslands. Hún hafi ferðast víða um lönd og borið út hróður lands og þjóðar. Þannig hafi hún til að mynda hitt alla þá sem gengdu embætti forseta Bandaríkjanna meðan á forsetatíð hennar stóð. Ronald Reagan sem var forseti Bandaríkjanna 1981 til 1989 hafi hún til að mynda hitt þrisvar sinnum. Þegar Vigdís var spurð út í stjórnmálaskoðanir sínar í kosningabaráttunni árið 1980 sagðist hún vera bæði íhaldsmaður og vinstrimaður, íhaldsmaður í þeim skilningi að hún tryði á að standa skyldi vörð um frelsi einstaklingsins og vinstrimaður á þann hátt að hún væri einlægur jafnréttissinni. Vigdís var þannig mikil kvenréttindakona og beitti sér fyrir jöfnum rétti kynjanna við þau tækifæri sem gáfust. Hún hafði svo í sinni forsetatíð meiningar um það hvað skyldi vera efst á baugi í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum hvers tíma; í nýársávarpi sínu fyrir alþingiskosningarnar 1995 hafi hún til dæmis lýst þeirri skoðun sinni að hún teldi að kosningarnar ættu að snúast um menntamál. Hlý og huggandi Svanur segir að sínu mati forsetatíð Vigdísar hafa náð ákveðnum hápunkti í kjölfar snjóflóðanna sem urðu í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Þá hafi hún birst þjóðinni sem einlægur huggari og deilt sorginni með þeim sem áttu um sárt að binda. Hún hafi sjálf misst bróður sinn í slysi á sviplegan hátt þegar hún var um tvítugt og því vitað sitthvað um sorgina og það sem henni fylgir. Svanur segir að sennilega hafi Vigdísi hins vegar verið þungbærust gagnrýni sem hún fékk í kjölfar kvennaráðstefnunnar í Peking sama ár, 1995, þar sem margir vildu meina að hún hefði ekki verið nægilega gagnrýnin sjálf á mannréttindabrot stjórnvalda í Kína. Sjálf lýsti Vigdís því í lok sinnar forsetatíðar að sú gagnrýni hefði valdið henni miklu hugarangri. Vigdís Finnbogadóttir var farsæll forseti og hlaut virðingu þjóðarinnar fyrir. Henni var iðulega vel tekið hvar sem hún kom. Svanur segir að Vigdís sé hlý, greind og skemmtileg manneskja og að hún sé sú sama hvort sem hún er í hlutverki þjóðarleiðtogans eða í tveggja manna tali. Aldarfjórðungi eftir að hún settist í forsetastól og níu árum eftir að hún lét af embætti er Vigdís Finnbogadóttir enn mikilsvirt hér á landi og af þeim fjölmörgu sem fengu að kynnast henni um heim allan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, þá starfandi sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, var kjörin forseti Íslands í forsetakosningum þann 29. júní árið 1980. Þrír voru á móti henni í framboði, þeir Guðlaugur Þorvaldsson sem hlaut um 32 prósent atkvæða, Albert Guðmundsson sem hlaut tæp 20 prósent og Pétur Thorsteinsson er hlaut 14 prósent atkvæða. Vigdís hlaut sjálf rúm 33 prósent og sigraði með einungis 1.900 atkvæða mun. Hún tók svo við embætti 1. ágúst sama ár og því er nú liðinn aldarfjórðungur frá embættistöku hennar. Kjör Vigdísar vakti mikla athygli úti í hinum stóra heimi, ekki síst fyrir þær sakir að Íslendingar kusu fyrstir þjóða konu í embætti þjóðarleiðtoga í almennum, lýðræðislegum kosningum. Hróður Vigdísar barst á næstu árum víða um heim og óhætt er að segja að þjóðin hafi verið stolt af forseta sínum. Hún gengdi embættinu í fjögur kjörtímabil eða til ársins 1996 þegar hún gaf ekki kost á sér lengur og Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti. Vigdís fékk einu sinni mótframboð í forsetakosningum en það var árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir úr Vestmannaeyjum bauð sig fram á móti henni. Var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem sitjandi forseti fékk á sig mótframboð. Skemmst frá sagt hlaut Vigdís þá yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða 94,5 prósent á móti rúmum fimm prósentum sem Sigrún hlaut. Pólitískur forseti Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur hefur kynnt sér forsetatíð Vigdísar flestum fremur. Hann segir Vigdísi hafa verið pólitískan forseta þó ekki hafi hún verið flokkspólitísk. Hún hafi þannig haldið hátt á lofti sjónarmiðum um ævarandi hlutleysi Íslands og lagt áherslu á að eiga friðsamleg samskipti við þjóðir þessa heims. Vigdís mætti á sínum yngri árum á fundi hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga og hafði það ávallt að vinnureglu í sinni forsetatíð að eiga ekki samskipti við herliðið á Keflavíkurflugvelli. Svanur segir að Vigdís hafi verið fyrsti alþjóðlegi forseti Íslands. Hún hafi ferðast víða um lönd og borið út hróður lands og þjóðar. Þannig hafi hún til að mynda hitt alla þá sem gengdu embætti forseta Bandaríkjanna meðan á forsetatíð hennar stóð. Ronald Reagan sem var forseti Bandaríkjanna 1981 til 1989 hafi hún til að mynda hitt þrisvar sinnum. Þegar Vigdís var spurð út í stjórnmálaskoðanir sínar í kosningabaráttunni árið 1980 sagðist hún vera bæði íhaldsmaður og vinstrimaður, íhaldsmaður í þeim skilningi að hún tryði á að standa skyldi vörð um frelsi einstaklingsins og vinstrimaður á þann hátt að hún væri einlægur jafnréttissinni. Vigdís var þannig mikil kvenréttindakona og beitti sér fyrir jöfnum rétti kynjanna við þau tækifæri sem gáfust. Hún hafði svo í sinni forsetatíð meiningar um það hvað skyldi vera efst á baugi í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum hvers tíma; í nýársávarpi sínu fyrir alþingiskosningarnar 1995 hafi hún til dæmis lýst þeirri skoðun sinni að hún teldi að kosningarnar ættu að snúast um menntamál. Hlý og huggandi Svanur segir að sínu mati forsetatíð Vigdísar hafa náð ákveðnum hápunkti í kjölfar snjóflóðanna sem urðu í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Þá hafi hún birst þjóðinni sem einlægur huggari og deilt sorginni með þeim sem áttu um sárt að binda. Hún hafi sjálf misst bróður sinn í slysi á sviplegan hátt þegar hún var um tvítugt og því vitað sitthvað um sorgina og það sem henni fylgir. Svanur segir að sennilega hafi Vigdísi hins vegar verið þungbærust gagnrýni sem hún fékk í kjölfar kvennaráðstefnunnar í Peking sama ár, 1995, þar sem margir vildu meina að hún hefði ekki verið nægilega gagnrýnin sjálf á mannréttindabrot stjórnvalda í Kína. Sjálf lýsti Vigdís því í lok sinnar forsetatíðar að sú gagnrýni hefði valdið henni miklu hugarangri. Vigdís Finnbogadóttir var farsæll forseti og hlaut virðingu þjóðarinnar fyrir. Henni var iðulega vel tekið hvar sem hún kom. Svanur segir að Vigdís sé hlý, greind og skemmtileg manneskja og að hún sé sú sama hvort sem hún er í hlutverki þjóðarleiðtogans eða í tveggja manna tali. Aldarfjórðungi eftir að hún settist í forsetastól og níu árum eftir að hún lét af embætti er Vigdís Finnbogadóttir enn mikilsvirt hér á landi og af þeim fjölmörgu sem fengu að kynnast henni um heim allan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira