Skipta Burðarási á milli sín 1. ágúst 2005 00:01 Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira