Innlent Jörð skelfur á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á vestanverðu Torfajökulssvæðinu rétt eftir klukkan níu í morgun og fannst hann í Landmannalaugum. Í kjölfar hans fylgdi annar minni um klukkan hálftíu, en hann var einn á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkri skjálftar hafi mælst á svæðinu á undaförnum vikum. Innlent 13.10.2005 19:40 250 lán veitt til listaverkakaupa Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:40 Gripnir með fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:40 Styttist í ákvörðun í Texas "Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum málum því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinnur að því að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:40 Leita manns á Þingvöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 19:40 Neita brotum á vinnulöggjöf "Það var algjörlega farið eftir vinnulöggjöf í þessum efnum, að höfðu samráði við lögfræðinga okkar," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands um fram komna stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar talningar atkvæða um kjarasamning sjómanna. Innlent 13.10.2005 19:40 Kamfýlóbakterbarátta vekur athygli Baráttan við kamfýlóbakter hefur tekist svo vel hér á landi að það hefur vakið athygli víða um heim. Innlent 13.10.2005 19:40 Amide fær leyfi fyrir nýju lyfi Actavis Group hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðsleyfi á lyfinu Loxapine í gegnum bandarískt dótturfélag sitt, Amide. Loxapine er geðdeyfðarlyf og notað til meðferðar á geðklofa. Í tilkynningu frá Actavis segir að lyfið sé góð viðbót við lyfjaúrval Amide á Bandaríkjamarkaði en þó er ekki búist við því að tekjur af sölu lyfsins muni hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins árið 2005. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Með talsvert magn fíkniefna Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Innlent 13.10.2005 19:40 Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. Innlent 13.10.2005 19:40 Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Erlent 13.10.2005 19:40 Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." Innlent 13.10.2005 19:40 Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40 Minni útleiga leiði til betri hags Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast. Innlent 13.10.2005 19:40 Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. Innlent 13.10.2005 19:40 Vilja úttekt á nýju leiðakerfi Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði flutti í dag tillögu þar sem skorað var á forstjóra Strætós bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að beita sér fyrir ýtarlegri úttekt á nýju leiðakerfi Strætós. Innlent 13.10.2005 19:40 Fyrirætlanir tilboðsgjafa óljósar Enn er óljóst hvað tilboðgjafar ætla sér með svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þeir þegja þunnu hljóði og vilja ekkert láta uppi um um fyrirætlanir sínar. Innlent 13.10.2005 19:40 Ákvörðun um mótmælendur í dag Útlendingastofnun hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort tólf erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og meðal annars valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði fyrir helgi en í samtali við forstöðumann Útlendingastofnunar nú rétt fyrir hádegisfréttir kom fram að ákvörðun lægi ekki fyrir í málinu, en hennar væri að vænta síðar í dag. Innlent 13.10.2005 19:40 Byrjað á snjóframleiðslukerfi Akureyringar hefjast handa við það í dag að búa til vetur, eða snjó að minnsta kosti. Framkvæmdir við fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi hefjast formlega með skóflustungu í dag og síðan fer allt af stað. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um miðjan október og að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað formlega eigi síðar en 3. desember. Lengd skíðasvæðisins sem mun njóta snjóframleiðslunnar er um tveir og hálfur kílómetri. Innlent 13.10.2005 19:40 Skattar en álagning hækkar Tekjur ríkissjóðs af almennum tekjuskatti einstaklinga hafa hækkað jafnt og þétt frá árinu 1999 til ársins 2005 enda þótt skattprósentan hafi lækkað á sama tíma frá 26,41 prósenti árið 1999 niður í 25,75 prósent árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:40 Vilja taka strax á strætóvanda "Við viljum taka á þeim mikla vanda sem skapast hefur með nýju leiðakerfi Strætó bs. strax," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann óttast að glundroði skapist þegar skólarnir hefjast 22. ágúst. Innlent 13.10.2005 19:40 Viðræðuslit alvaraleg tíðindi Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref." Innlent 13.10.2005 19:40 Kvikmyndahús í Grafarvog Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna kvikmyndahúss sem Sambíóin hyggjast byggja við Egilshöll í Grafarvogi. Innlent 13.10.2005 19:40 Loka á áskrifendur SKY á Íslandi Samtök myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa komist að samkomulagi við SKY sjónvarpsstöðina að hér eftir verði ekki hægt að greiða fyrir áskriftir með íslenskum kreditkortum. Hafa nokkrir söluaðilar auglýst aðgang að stöðvum SKY, þar á meðal enska boltanum, með sérstökum búnaði til þess arna en nú er að mestu loku fyrir það skotið að það sé hægt. Innlent 13.10.2005 19:40 Bensínlítrinn í 118 krónur Bensínverð hækkar nánast daglega og er nú komið upp í 118 krónur með fullri þjónustu en 110 til 112 í sjálfsafgreiðslu. Miðað við þróun á heimsmarkaði er ekki útlit fyrir að það fari að lækka aftur í bráð. Díselolían hækkar líka og er litlu ódýrari en bensínið. Eins greint var frá í gær eru þjófar farnir að stela díselolíu sem var óþekkt fyrirbæri þar til hún snarhækkaði í verði í sumar. Innlent 13.10.2005 19:40 Frekari tafir á borun Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var. Ástæðan er að bergið er mun lausara í sér en reiknað hafði verið með og stöðugt þarf að vera að styrkja það svo að borinn geti haldið áfram. Fyrr í sumar var bor þrjú látinn hætta við að klára sinn áfanga af svipuðum ástæðum og er verið að snúa honum við. Innlent 13.10.2005 19:40 Ungbarn nærri drukknað í baðkari Fyrir skemmstu var fimm mánaða gamalt barn nærri drukknað í baðkari. Verið var að baða barnið og sat það í þar til gerðu baðsæti en litið var af því eitt augnablik og losnaði baðsætið með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi. Innlent 13.10.2005 19:40 Vísitala hækkar um 0,21 prósent Vísitala neysluverðs í ágúst 2005 er 243,2 stig og hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og lækkaði um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:40 Enginn hafi gengið að tilboði Hesthúsaeigendum í Kópavogi barst skömmu fyrir mánaðamót tilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í hesthús á svokölluðu Gustssvæði ofan við Smáralindina. Tilboðið rann út í gær og ekki er vitað til þess að nokkur hafi gengið að tilboðinu. Innlent 13.10.2005 19:40 Sky lokar á íslenska áskrifendur Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi. Innlent 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Jörð skelfur á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á vestanverðu Torfajökulssvæðinu rétt eftir klukkan níu í morgun og fannst hann í Landmannalaugum. Í kjölfar hans fylgdi annar minni um klukkan hálftíu, en hann var einn á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkri skjálftar hafi mælst á svæðinu á undaförnum vikum. Innlent 13.10.2005 19:40
250 lán veitt til listaverkakaupa Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:40
Gripnir með fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:40
Styttist í ákvörðun í Texas "Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum málum því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinnur að því að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:40
Leita manns á Þingvöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 19:40
Neita brotum á vinnulöggjöf "Það var algjörlega farið eftir vinnulöggjöf í þessum efnum, að höfðu samráði við lögfræðinga okkar," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands um fram komna stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar talningar atkvæða um kjarasamning sjómanna. Innlent 13.10.2005 19:40
Kamfýlóbakterbarátta vekur athygli Baráttan við kamfýlóbakter hefur tekist svo vel hér á landi að það hefur vakið athygli víða um heim. Innlent 13.10.2005 19:40
Amide fær leyfi fyrir nýju lyfi Actavis Group hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðsleyfi á lyfinu Loxapine í gegnum bandarískt dótturfélag sitt, Amide. Loxapine er geðdeyfðarlyf og notað til meðferðar á geðklofa. Í tilkynningu frá Actavis segir að lyfið sé góð viðbót við lyfjaúrval Amide á Bandaríkjamarkaði en þó er ekki búist við því að tekjur af sölu lyfsins muni hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins árið 2005. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Með talsvert magn fíkniefna Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Innlent 13.10.2005 19:40
Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. Innlent 13.10.2005 19:40
Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Erlent 13.10.2005 19:40
Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." Innlent 13.10.2005 19:40
Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40
Minni útleiga leiði til betri hags Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast. Innlent 13.10.2005 19:40
Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. Innlent 13.10.2005 19:40
Vilja úttekt á nýju leiðakerfi Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði flutti í dag tillögu þar sem skorað var á forstjóra Strætós bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að beita sér fyrir ýtarlegri úttekt á nýju leiðakerfi Strætós. Innlent 13.10.2005 19:40
Fyrirætlanir tilboðsgjafa óljósar Enn er óljóst hvað tilboðgjafar ætla sér með svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þeir þegja þunnu hljóði og vilja ekkert láta uppi um um fyrirætlanir sínar. Innlent 13.10.2005 19:40
Ákvörðun um mótmælendur í dag Útlendingastofnun hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort tólf erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og meðal annars valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði fyrir helgi en í samtali við forstöðumann Útlendingastofnunar nú rétt fyrir hádegisfréttir kom fram að ákvörðun lægi ekki fyrir í málinu, en hennar væri að vænta síðar í dag. Innlent 13.10.2005 19:40
Byrjað á snjóframleiðslukerfi Akureyringar hefjast handa við það í dag að búa til vetur, eða snjó að minnsta kosti. Framkvæmdir við fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi hefjast formlega með skóflustungu í dag og síðan fer allt af stað. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um miðjan október og að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað formlega eigi síðar en 3. desember. Lengd skíðasvæðisins sem mun njóta snjóframleiðslunnar er um tveir og hálfur kílómetri. Innlent 13.10.2005 19:40
Skattar en álagning hækkar Tekjur ríkissjóðs af almennum tekjuskatti einstaklinga hafa hækkað jafnt og þétt frá árinu 1999 til ársins 2005 enda þótt skattprósentan hafi lækkað á sama tíma frá 26,41 prósenti árið 1999 niður í 25,75 prósent árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:40
Vilja taka strax á strætóvanda "Við viljum taka á þeim mikla vanda sem skapast hefur með nýju leiðakerfi Strætó bs. strax," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann óttast að glundroði skapist þegar skólarnir hefjast 22. ágúst. Innlent 13.10.2005 19:40
Viðræðuslit alvaraleg tíðindi Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref." Innlent 13.10.2005 19:40
Kvikmyndahús í Grafarvog Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna kvikmyndahúss sem Sambíóin hyggjast byggja við Egilshöll í Grafarvogi. Innlent 13.10.2005 19:40
Loka á áskrifendur SKY á Íslandi Samtök myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa komist að samkomulagi við SKY sjónvarpsstöðina að hér eftir verði ekki hægt að greiða fyrir áskriftir með íslenskum kreditkortum. Hafa nokkrir söluaðilar auglýst aðgang að stöðvum SKY, þar á meðal enska boltanum, með sérstökum búnaði til þess arna en nú er að mestu loku fyrir það skotið að það sé hægt. Innlent 13.10.2005 19:40
Bensínlítrinn í 118 krónur Bensínverð hækkar nánast daglega og er nú komið upp í 118 krónur með fullri þjónustu en 110 til 112 í sjálfsafgreiðslu. Miðað við þróun á heimsmarkaði er ekki útlit fyrir að það fari að lækka aftur í bráð. Díselolían hækkar líka og er litlu ódýrari en bensínið. Eins greint var frá í gær eru þjófar farnir að stela díselolíu sem var óþekkt fyrirbæri þar til hún snarhækkaði í verði í sumar. Innlent 13.10.2005 19:40
Frekari tafir á borun Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var. Ástæðan er að bergið er mun lausara í sér en reiknað hafði verið með og stöðugt þarf að vera að styrkja það svo að borinn geti haldið áfram. Fyrr í sumar var bor þrjú látinn hætta við að klára sinn áfanga af svipuðum ástæðum og er verið að snúa honum við. Innlent 13.10.2005 19:40
Ungbarn nærri drukknað í baðkari Fyrir skemmstu var fimm mánaða gamalt barn nærri drukknað í baðkari. Verið var að baða barnið og sat það í þar til gerðu baðsæti en litið var af því eitt augnablik og losnaði baðsætið með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi. Innlent 13.10.2005 19:40
Vísitala hækkar um 0,21 prósent Vísitala neysluverðs í ágúst 2005 er 243,2 stig og hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og lækkaði um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:40
Enginn hafi gengið að tilboði Hesthúsaeigendum í Kópavogi barst skömmu fyrir mánaðamót tilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í hesthús á svokölluðu Gustssvæði ofan við Smáralindina. Tilboðið rann út í gær og ekki er vitað til þess að nokkur hafi gengið að tilboðinu. Innlent 13.10.2005 19:40
Sky lokar á íslenska áskrifendur Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi. Innlent 13.10.2005 19:40