Innlent Varað við saurgerlum í neysluvatni Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu. Innlent 13.10.2005 19:42 Ekki góðar fréttir "Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem ég byrja fljótlega í skólanum," segir Kolbrún Jónasdóttir, sem á barn á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Boðað hefur verið til foreldrafundar í leikskólanum á föstudag þar sem mannekla verður rædd. Innlent 13.10.2005 19:42 Mótmælendur kæra lögregluna Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði. Innlent 13.10.2005 19:42 Samþykktu kaup Samskipa á Seawheel Evrópsk Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel, sem tilkynnt voru fyrr í sumar, sem og fyrirhugaða sameiningu Samskipa við starfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Geest North Sea Line sem Samskip keyptu fyrr á árinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:42 Evrópufræðasetur á Bifröst Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans. Innlent 13.10.2005 19:42 Hrefnuvertíðinni lokið Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili. Innlent 13.10.2005 19:42 Ekkert land heimilar ættleiðingu "Eins og staðan er í dag getum við ekki sent út umsókn um ættleiðingu frá samkynhneigðu pari," segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar. "Samstarfslönd okkar vinna eftir sinni löggjöf og ekkert þeirra landa sem við erum í sambandi við heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra." Innlent 13.10.2005 19:42 Fjölbreytt dagskrá menningarnætur Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið. Innlent 13.10.2005 19:42 Bílar skemmdust um borð í Herjólfi Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is. Innlent 13.10.2005 19:42 Nafn stúlkunnar sem var myrt Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Innlent 13.10.2005 19:42 Segjast öll saklaus Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Innlent 13.10.2005 19:42 Skýringar á öllum ákæruatriðum Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu. Innlent 13.10.2005 19:42 Fyrstu flóttamennirnir komnir Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu. Innlent 13.10.2005 19:42 Eðlileg skýring á ákæruatriðum Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. Innlent 13.10.2005 19:42 Vilja úttekt á leiðakerfi Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:42 Samfylkingin fram með opinn faðm Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans. Innlent 13.10.2005 19:42 Metfarþegafjöldi hjá Icelandair Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund. Innlent 13.10.2005 19:42 Vargdýr ógna lífríki Mývatns Vegna lokunar kísilverksmiðjunnar og minnkandi tekna hefur Skútustaðahreppur neyðst til þess að skera niður fé til minka- og tófuveiða. Öllum ber saman um að lífríki Mývatns kunni að vera hætta búin en hvergi í heiminum verpa jafnmargar andartegundir. Straumönd og Flórgoði eru taldar viðkvæmastar ef minkurinn skyldi ná fótfestu. Innlent 13.10.2005 19:42 Ættleiðingar til samkynhneigðra Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra. Innlent 13.10.2005 19:42 Greiðslukortafærslur birtar Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. Innlent 13.10.2005 19:42 Meintur banamaður var í flughernum Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 19:42 Fyrstu flóttamennirnir komnir Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu. Innlent 13.10.2005 19:42 Samfylkingin býður fram sér Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í gær var stjórn þess falið að móta hugmyndir um hvernig staðið skuli að framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Skulu hugmyndir um tilhögun framboðsins lagðar fyrir fulltrúaráðsfund í september. Innlent 13.10.2005 19:42 Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. Innlent 13.10.2005 19:42 Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. Innlent 13.10.2005 19:42 Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. Innlent 13.10.2005 19:41 Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. Innlent 13.10.2005 19:41 Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41 Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Innlent 13.10.2005 19:42 Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:42 « ‹ ›
Varað við saurgerlum í neysluvatni Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu. Innlent 13.10.2005 19:42
Ekki góðar fréttir "Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem ég byrja fljótlega í skólanum," segir Kolbrún Jónasdóttir, sem á barn á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Boðað hefur verið til foreldrafundar í leikskólanum á föstudag þar sem mannekla verður rædd. Innlent 13.10.2005 19:42
Mótmælendur kæra lögregluna Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði. Innlent 13.10.2005 19:42
Samþykktu kaup Samskipa á Seawheel Evrópsk Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel, sem tilkynnt voru fyrr í sumar, sem og fyrirhugaða sameiningu Samskipa við starfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Geest North Sea Line sem Samskip keyptu fyrr á árinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:42
Evrópufræðasetur á Bifröst Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans. Innlent 13.10.2005 19:42
Hrefnuvertíðinni lokið Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili. Innlent 13.10.2005 19:42
Ekkert land heimilar ættleiðingu "Eins og staðan er í dag getum við ekki sent út umsókn um ættleiðingu frá samkynhneigðu pari," segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar. "Samstarfslönd okkar vinna eftir sinni löggjöf og ekkert þeirra landa sem við erum í sambandi við heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra." Innlent 13.10.2005 19:42
Fjölbreytt dagskrá menningarnætur Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið. Innlent 13.10.2005 19:42
Bílar skemmdust um borð í Herjólfi Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is. Innlent 13.10.2005 19:42
Nafn stúlkunnar sem var myrt Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Innlent 13.10.2005 19:42
Segjast öll saklaus Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Innlent 13.10.2005 19:42
Skýringar á öllum ákæruatriðum Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu. Innlent 13.10.2005 19:42
Fyrstu flóttamennirnir komnir Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu. Innlent 13.10.2005 19:42
Eðlileg skýring á ákæruatriðum Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. Innlent 13.10.2005 19:42
Vilja úttekt á leiðakerfi Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:42
Samfylkingin fram með opinn faðm Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans. Innlent 13.10.2005 19:42
Metfarþegafjöldi hjá Icelandair Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund. Innlent 13.10.2005 19:42
Vargdýr ógna lífríki Mývatns Vegna lokunar kísilverksmiðjunnar og minnkandi tekna hefur Skútustaðahreppur neyðst til þess að skera niður fé til minka- og tófuveiða. Öllum ber saman um að lífríki Mývatns kunni að vera hætta búin en hvergi í heiminum verpa jafnmargar andartegundir. Straumönd og Flórgoði eru taldar viðkvæmastar ef minkurinn skyldi ná fótfestu. Innlent 13.10.2005 19:42
Ættleiðingar til samkynhneigðra Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra. Innlent 13.10.2005 19:42
Greiðslukortafærslur birtar Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. Innlent 13.10.2005 19:42
Meintur banamaður var í flughernum Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 19:42
Fyrstu flóttamennirnir komnir Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu. Innlent 13.10.2005 19:42
Samfylkingin býður fram sér Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í gær var stjórn þess falið að móta hugmyndir um hvernig staðið skuli að framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Skulu hugmyndir um tilhögun framboðsins lagðar fyrir fulltrúaráðsfund í september. Innlent 13.10.2005 19:42
Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. Innlent 13.10.2005 19:42
Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. Innlent 13.10.2005 19:42
Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. Innlent 13.10.2005 19:41
Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. Innlent 13.10.2005 19:41
Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41
Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Innlent 13.10.2005 19:42
Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:42