Innlent Actavis kaupir í Búlgaríu Actavis hefur keypt eitt stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu, Higia AD, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Búlgaríu. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Actavis er tekið fram að kaupin séu fjármögnuð með langtímaláni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Syntu frá Skrúði Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarðar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og lifði enginn sjómannanna af. Innlent 14.10.2005 06:41 Mikið flökt á gengi krónunnar Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að mikið flökt verði á gengi íslensku krónunnar næstu daga í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um mikil gjaldeyriskaup á næstunni til að greiða erlendar skuldir ríkisins. Hún telur kaupin hafa áhrif til lækkunar en þó líklega aðeins til skamms tíma því útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum vegi á móti. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Réttargeðdeildin á Sogni yfirfull Nýjasta vistmanninum á Sogni í Ölfusi var fundinn staður í herbergi sem annars er notað fyrir heimsóknir, kennslu og viðtöl. Á deildinni er pláss fyrir sjö, en hann er áttundi sjúklingurinn. Ráðuneytið hefur til þessa ekki heimilað stækkun réttargeðdeildarinnar. Innlent 14.10.2005 06:41 21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Innlent 14.10.2005 06:41 Skortur er á sykursýkislyfi Skortur er á sykursýkislyfinu Glucophage á landinu. Innflytjandinn segir ástæðuna vera nýjar íslenskar pakkningar sem hafi þurft að fara sérstaklega yfir. Innlent 14.10.2005 06:41 Davíð stöðvaði breytingu laga Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41 Svifryk vandamál í Reykjavík Svifryk er vandamál í Reykjavík eins og í öðrum borgum Evrópu að því er fram kom á stórborgarráðstefnu Norðurlandanna um helgina. Síðasta vetur þurfti tvisvar að senda út viðvörun til öndunarfærasjúklinga vegna svifryksmengunar í Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:41 Franskur ferðamaður fannst látinn Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41 Sluppu vel úr árekstri í Njarðvík Allharður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Njarðvík um klukkan eitt aðfararnótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík voru ökumenn og farþegar bílanna fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja til skoðunar, en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Innlent 14.10.2005 06:41 Dyggasti aðdáandi konu sinnar "Þetta er í þriðja skipti sem ég er hér á landi og alltaf er ég jafnhrifinn af landi og þjóð. Hér hefur fólkið tekið okkur hjónakornum afar vel enda eru Íslendingar gestrisnir og hafa opnað fyrir okkur heimili sín og hjörtu. Fyrir það erum við ævinlega þakklát." Innlent 14.10.2005 06:41 Anna vill leiða Framsókn Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum. Innlent 14.10.2005 06:41 Læknum líður mjög illa "Ég hitti daglega lækna á Landspítalanum sem líður mjög illa andlega.Þeim finnst þeir ekki fá tækifæri til að sinna sjúklingnum eins og þeir ættu að gera og þora ekki að segja neitt. Ef menn gera það þá eru þeir teknir í gegn." Innlent 14.10.2005 06:41 Icepharma ekki eitt um innflutning Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. Innlent 14.10.2005 06:41 Fagna opnun jarðgangnanna Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Innlent 14.10.2005 06:41 Um helmingur bankastjóra ráðherrar Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41 Ósáttur við skipun Davíðs Ágúst Einarsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands er ósáttur við skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra og segir stöðuna ekki fyrir stjórnmálamenn sem eru að setjast í helgan stein. Innlent 14.10.2005 06:41 Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. Innlent 14.10.2005 06:41 16 ára í haldi fram í október Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. október eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfsmanni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Innlent 14.10.2005 06:41 Starfsemin lagfærð að mestu Norska fjármálaeftirlitið segir að starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi hafi verið lagfærð að flestu leyti, eftir að eftirlitið gagnrýndi Kaupþing harðlega fyrir óreiðu í rekstri og fyrir skort á eiginfé. Áfram verður þó fylgst grannt með því að fyrirtækið uppfylli skilyrði fjármálaeftirlitsins ytra. Innlent 14.10.2005 06:41 Kjötmjöl unnið í Flóanum á ný Sorpstöð Suðurlands hættir að taka við sláturúrgangi til urðunar á mánudaginn. Þá hefst aftur rekstur kjötmjölsverksmiðju í Hraungerðishreppi, en hærra móttökugjald á að tryggja reksturinn. Forstjóri SS segir samkeppnisgrundvöll skekktan. Innlent 14.10.2005 06:41 Mátti berja mann Ísfirðingi á þrítugsaldri var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðastliðins. Innlent 14.10.2005 06:41 Sóknarbörn kæra til biskups Sóknarbörn í Garðasókn kærðu í síðustu viku til biskups brota á fundarsköpum á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var 30. ágúst síðastliðinn. Krefjast þau þess að fundurinn verði dæmdur ólögmætur. Innlent 14.10.2005 06:41 Bíleigandi fær ekki bætt tjón Maður á fertugsaldri fær ekki bætta rúmlega 2,5 milljón króna Audi-bifreið sem hann lánaði öðrum um mitt sumar árið 2002. Sá sem fékk bílinn lánaðan gjöreyðilagði hann með ofsaakstri um vegþrenginu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm og skemmdi fjölda annarra bíla í leiðinni. Innlent 14.10.2005 06:41 Greiði kostnað vegna fingurbits Kona sem ákærð var fyrir að hafa bitið aðra manneskju í baugfingur á Ísafirði í mars var dæmd til að greiða 9.200 krónur í sakarkostnað í Héraðsdómi Vestfjarða í gær en þar sem hún hefur ekki gerst brotleg við lög áður var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:41 1.200 fermetra húsnæði byggt Þrenn hjón á Ísafirði hafa tekið sig saman og áforma að byggja liðlega 1.200 fermetra íbúðar- og verslunarhúsnæði í miðbæ Ísafjarðar. Á vef Bæjarins besta segir Sigurjón Sigurjónsson, einn húsbyggjenda, ætlunina að hýsa verslanir á neðri hæðinni en fjórar íbúðir verði á annarri hæð. Innlent 14.10.2005 06:41 Þjófar gripnir glóðvolgir Tveir menn voru handteknir í Reykjavík á aðfararnótt föstudags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins. Innlent 14.10.2005 06:41 Stöðvi framkvæmdir við Urriðavatn Landgræðslu- og umhverfissamtökin Landvernd krefjast þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir vestan við Urriðavatn þar sem þær hafi ekki tilskilin leyfi. Landvernd segir að umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir séu hafnar undir því yfirskini að verið sé að kanna jarðveg. Innlent 14.10.2005 06:41 Framboð til kosninga í Reykjavík Mun fleiri hafa tilkynnt um framboð í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor en í prófkjör hjá öðrum flokkum. Prófkjör flokksins verður þó ekki haldið fyrr en 4. og 5. nóvember. Kosning á lista hefur verið bindandi hljóti menn 50 prósent atkvæða í það sæti. Innlent 14.10.2005 06:41 Franska ferðamannsins enn leitað Björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa síðan í gærkvöldi leitað að franska ferðamanninum Christian Apalléa en síðast sást til hans 23. ágúst síðastliðinn. Leitað hefur verið út frá skála Ferðafélags Íslands við Álftavatn og þaðan áleiðis í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41 « ‹ ›
Actavis kaupir í Búlgaríu Actavis hefur keypt eitt stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu, Higia AD, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Búlgaríu. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Actavis er tekið fram að kaupin séu fjármögnuð með langtímaláni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Syntu frá Skrúði Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarðar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og lifði enginn sjómannanna af. Innlent 14.10.2005 06:41
Mikið flökt á gengi krónunnar Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að mikið flökt verði á gengi íslensku krónunnar næstu daga í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um mikil gjaldeyriskaup á næstunni til að greiða erlendar skuldir ríkisins. Hún telur kaupin hafa áhrif til lækkunar en þó líklega aðeins til skamms tíma því útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum vegi á móti. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Réttargeðdeildin á Sogni yfirfull Nýjasta vistmanninum á Sogni í Ölfusi var fundinn staður í herbergi sem annars er notað fyrir heimsóknir, kennslu og viðtöl. Á deildinni er pláss fyrir sjö, en hann er áttundi sjúklingurinn. Ráðuneytið hefur til þessa ekki heimilað stækkun réttargeðdeildarinnar. Innlent 14.10.2005 06:41
21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Innlent 14.10.2005 06:41
Skortur er á sykursýkislyfi Skortur er á sykursýkislyfinu Glucophage á landinu. Innflytjandinn segir ástæðuna vera nýjar íslenskar pakkningar sem hafi þurft að fara sérstaklega yfir. Innlent 14.10.2005 06:41
Davíð stöðvaði breytingu laga Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41
Svifryk vandamál í Reykjavík Svifryk er vandamál í Reykjavík eins og í öðrum borgum Evrópu að því er fram kom á stórborgarráðstefnu Norðurlandanna um helgina. Síðasta vetur þurfti tvisvar að senda út viðvörun til öndunarfærasjúklinga vegna svifryksmengunar í Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:41
Franskur ferðamaður fannst látinn Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41
Sluppu vel úr árekstri í Njarðvík Allharður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Njarðvík um klukkan eitt aðfararnótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík voru ökumenn og farþegar bílanna fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja til skoðunar, en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Innlent 14.10.2005 06:41
Dyggasti aðdáandi konu sinnar "Þetta er í þriðja skipti sem ég er hér á landi og alltaf er ég jafnhrifinn af landi og þjóð. Hér hefur fólkið tekið okkur hjónakornum afar vel enda eru Íslendingar gestrisnir og hafa opnað fyrir okkur heimili sín og hjörtu. Fyrir það erum við ævinlega þakklát." Innlent 14.10.2005 06:41
Anna vill leiða Framsókn Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum. Innlent 14.10.2005 06:41
Læknum líður mjög illa "Ég hitti daglega lækna á Landspítalanum sem líður mjög illa andlega.Þeim finnst þeir ekki fá tækifæri til að sinna sjúklingnum eins og þeir ættu að gera og þora ekki að segja neitt. Ef menn gera það þá eru þeir teknir í gegn." Innlent 14.10.2005 06:41
Icepharma ekki eitt um innflutning Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. Innlent 14.10.2005 06:41
Fagna opnun jarðgangnanna Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Innlent 14.10.2005 06:41
Um helmingur bankastjóra ráðherrar Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41
Ósáttur við skipun Davíðs Ágúst Einarsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands er ósáttur við skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra og segir stöðuna ekki fyrir stjórnmálamenn sem eru að setjast í helgan stein. Innlent 14.10.2005 06:41
Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. Innlent 14.10.2005 06:41
16 ára í haldi fram í október Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. október eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfsmanni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Innlent 14.10.2005 06:41
Starfsemin lagfærð að mestu Norska fjármálaeftirlitið segir að starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi hafi verið lagfærð að flestu leyti, eftir að eftirlitið gagnrýndi Kaupþing harðlega fyrir óreiðu í rekstri og fyrir skort á eiginfé. Áfram verður þó fylgst grannt með því að fyrirtækið uppfylli skilyrði fjármálaeftirlitsins ytra. Innlent 14.10.2005 06:41
Kjötmjöl unnið í Flóanum á ný Sorpstöð Suðurlands hættir að taka við sláturúrgangi til urðunar á mánudaginn. Þá hefst aftur rekstur kjötmjölsverksmiðju í Hraungerðishreppi, en hærra móttökugjald á að tryggja reksturinn. Forstjóri SS segir samkeppnisgrundvöll skekktan. Innlent 14.10.2005 06:41
Mátti berja mann Ísfirðingi á þrítugsaldri var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðastliðins. Innlent 14.10.2005 06:41
Sóknarbörn kæra til biskups Sóknarbörn í Garðasókn kærðu í síðustu viku til biskups brota á fundarsköpum á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var 30. ágúst síðastliðinn. Krefjast þau þess að fundurinn verði dæmdur ólögmætur. Innlent 14.10.2005 06:41
Bíleigandi fær ekki bætt tjón Maður á fertugsaldri fær ekki bætta rúmlega 2,5 milljón króna Audi-bifreið sem hann lánaði öðrum um mitt sumar árið 2002. Sá sem fékk bílinn lánaðan gjöreyðilagði hann með ofsaakstri um vegþrenginu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm og skemmdi fjölda annarra bíla í leiðinni. Innlent 14.10.2005 06:41
Greiði kostnað vegna fingurbits Kona sem ákærð var fyrir að hafa bitið aðra manneskju í baugfingur á Ísafirði í mars var dæmd til að greiða 9.200 krónur í sakarkostnað í Héraðsdómi Vestfjarða í gær en þar sem hún hefur ekki gerst brotleg við lög áður var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:41
1.200 fermetra húsnæði byggt Þrenn hjón á Ísafirði hafa tekið sig saman og áforma að byggja liðlega 1.200 fermetra íbúðar- og verslunarhúsnæði í miðbæ Ísafjarðar. Á vef Bæjarins besta segir Sigurjón Sigurjónsson, einn húsbyggjenda, ætlunina að hýsa verslanir á neðri hæðinni en fjórar íbúðir verði á annarri hæð. Innlent 14.10.2005 06:41
Þjófar gripnir glóðvolgir Tveir menn voru handteknir í Reykjavík á aðfararnótt föstudags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins. Innlent 14.10.2005 06:41
Stöðvi framkvæmdir við Urriðavatn Landgræðslu- og umhverfissamtökin Landvernd krefjast þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir vestan við Urriðavatn þar sem þær hafi ekki tilskilin leyfi. Landvernd segir að umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir séu hafnar undir því yfirskini að verið sé að kanna jarðveg. Innlent 14.10.2005 06:41
Framboð til kosninga í Reykjavík Mun fleiri hafa tilkynnt um framboð í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor en í prófkjör hjá öðrum flokkum. Prófkjör flokksins verður þó ekki haldið fyrr en 4. og 5. nóvember. Kosning á lista hefur verið bindandi hljóti menn 50 prósent atkvæða í það sæti. Innlent 14.10.2005 06:41
Franska ferðamannsins enn leitað Björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa síðan í gærkvöldi leitað að franska ferðamanninum Christian Apalléa en síðast sást til hans 23. ágúst síðastliðinn. Leitað hefur verið út frá skála Ferðafélags Íslands við Álftavatn og þaðan áleiðis í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41