Dyggasti aðdáandi konu sinnar 9. september 2005 00:01 Hippi verður að mormóna "Ég var bara ungur hippi í Kaliforníu og flakkaði um eins og þeirra er háttur," segir Fred þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi tekið þessa trú fyrir þrjátíu árum. "Á þeim tíma brunnu á mér þrjár mikilvægar spurningar sem ég tel nú að flestir spyrji sig einhvern tímann á ævinni en þær eru: hvaðan kem ég, hvers vegna er ég hér og hvert er ég að fara? Ég var því í raun að leita sannleikans eins og svo margir flakkarar. Svo kynntist ég tveimur mormónum þar sem ég var við byggingarvinnu. Fyrir tilstilli þeirra fór ég á samkomu og til að kynna mér málin enn betur las ég Mormónabókina. Því sem gerðist eftir það er í raun ekki hægt að lýsa með orðum; ég hafði öðlast fullvissu." Margir hippanna í vinahópi Freds litu undrandi á félaga sinn, sem tók stökkbreytingum eftir frelsunina, en þó segir hann að vinir sínir hafi ekki snúið við sér baki. "Vinir mínir sáu að ég var alsæll og það er nokkuð sem sannir vinir gleðjast yfir og margir þessara manna eru góðir vinir mínir enn í dag. Þeim sem eitthvað höfðu út á þetta að setja var eflaust ekki umhugað um velferð mína svo það voru ekki vinir í raun. En við mormónar eigum ekki í vandræðum með að umgangast fólk þó lifnaðarhættir þess séu okkur ekki að skapi. Ég hélt því áfram að spjalla við mína vini þó þeir héldu á vínglasi en ég á mormónabókinni," segir Fred og hlær. Farsælast að konan sé heima "Fjölskyldan er mormónum allt," segir Fred og fær aðdáunarglampa í augun þegar hann er spurður út í Johönu konu sína. "Hún er alveg stórkostleg, við höfum verið gift í 25 ár og eigum fimm börn en samt er hún eins og lífsglaður unglingur. Ég er í rauninni hennar dyggasti aðdáandi. Hún er líka orðin amma en það stöðvaði hana ekki í því að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið; hún fór létt með það." Johana er húsmóðir en mormónar leggja mikið upp úr því að móðirin sé ávallt til staðar fyrir börnin og haldi heimilinu í góðu horfi. "Ég hef oftsinnis fengið að heyra það frá mörgum konum að ég sé að kasta lífinu á glæ með því að vera eingöngu húsmóðir í stað þess að huga að eigin starfsframa," segir Johana. "En það fær ekki svo mikið á mig því að ég finn lífsfyllingu í því sem ég er að gera. Eins hafa börnin mín sagt það við mig að þau verði mér ævinlega þakklát fyrir að vera heima og vera alltaf til staðar fyrir þau og sú viðurkenning er mér mikilvægari en nokkur starfsferill. En Fred kemur alveg jafnt að uppeldinu, þegar hann kemur heim fær hann að taka til hendinni og svæfa og allt það. En það er ekki svo að mormónar skyldi konur til að vera heima þó það sé talið heppilegast og í mínu tilfelli er þetta hreinlega mitt val." Paradísarheimt Á nítjándu öld töldu mormónar að Utah í Bandaríkjunum væri þeirra fyrirheitna land og að þar myndu hjartahreinir trúbræður búa í sátt og samlyndi. Um hundrað þúsund mormónar víðs vegar að héldu þangað með allt sitt hafurtask og þar á meðal voru um fjögurhundruð Íslendingar. Halldór Laxness gerði þessa sögu að yrkisefni í bókinni <I>Paradísarheimt<P> en annars hefur þessi saga ekki farið hátt. "Konan mín á oftast bestu hugmyndirnar og það var einmitt hún sem benti mér á það að fara að kanna sögu þessara íslensku pílagríma sem fóru til Spanish Fork. Þeir fyrstu komu þangað árið 1855, fyrir einmitt 150 árum, og af því tilefni er ég hér," segir Fred. "Þetta er í þriðja skipti sem ég er hér á landi og alltaf er ég jafnhrifinn af landi og þjóð. Hér hefur fólkið tekið okkur hjónakornum afar vel enda eru Íslendingar gestrisnir og hafa opnað fyrir okkur heimili sín og hjörtu. Fyrir það erum við ævinlega þakklát." Mormónar á Íslandi Á Íslandi eru um 200 meðlimir skráðir í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu en alls eru trúsystkini þeirra um tólf milljónir í heiminum öllum. Kristján Geir Mathiesen er umdæmisforseti Kirkjunnar hér á landi og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort mormónar skæru sig úr með einhverjum hætti í íslenskum hversdagsleika. "Fólk sér það svo sem ekkert úti á götu hvort ég sé mormóni eða ekki en vinnufélagar og aðrir sem umgangast mig verða varir við það svona smátt og smátt. Oft renna til dæmis tvær grímur á fólk þegar það sér að ég drekk hvorki kaffi, te eða áfengi og þá skýrast oft línurnar. Við mormónar reynum einnig að virða hvíldardaginn, sem er sunnudagur, og þegar allir þessir þættir eru teknir saman skerum við okkur kannski svolítið úr." Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hippi verður að mormóna "Ég var bara ungur hippi í Kaliforníu og flakkaði um eins og þeirra er háttur," segir Fred þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi tekið þessa trú fyrir þrjátíu árum. "Á þeim tíma brunnu á mér þrjár mikilvægar spurningar sem ég tel nú að flestir spyrji sig einhvern tímann á ævinni en þær eru: hvaðan kem ég, hvers vegna er ég hér og hvert er ég að fara? Ég var því í raun að leita sannleikans eins og svo margir flakkarar. Svo kynntist ég tveimur mormónum þar sem ég var við byggingarvinnu. Fyrir tilstilli þeirra fór ég á samkomu og til að kynna mér málin enn betur las ég Mormónabókina. Því sem gerðist eftir það er í raun ekki hægt að lýsa með orðum; ég hafði öðlast fullvissu." Margir hippanna í vinahópi Freds litu undrandi á félaga sinn, sem tók stökkbreytingum eftir frelsunina, en þó segir hann að vinir sínir hafi ekki snúið við sér baki. "Vinir mínir sáu að ég var alsæll og það er nokkuð sem sannir vinir gleðjast yfir og margir þessara manna eru góðir vinir mínir enn í dag. Þeim sem eitthvað höfðu út á þetta að setja var eflaust ekki umhugað um velferð mína svo það voru ekki vinir í raun. En við mormónar eigum ekki í vandræðum með að umgangast fólk þó lifnaðarhættir þess séu okkur ekki að skapi. Ég hélt því áfram að spjalla við mína vini þó þeir héldu á vínglasi en ég á mormónabókinni," segir Fred og hlær. Farsælast að konan sé heima "Fjölskyldan er mormónum allt," segir Fred og fær aðdáunarglampa í augun þegar hann er spurður út í Johönu konu sína. "Hún er alveg stórkostleg, við höfum verið gift í 25 ár og eigum fimm börn en samt er hún eins og lífsglaður unglingur. Ég er í rauninni hennar dyggasti aðdáandi. Hún er líka orðin amma en það stöðvaði hana ekki í því að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið; hún fór létt með það." Johana er húsmóðir en mormónar leggja mikið upp úr því að móðirin sé ávallt til staðar fyrir börnin og haldi heimilinu í góðu horfi. "Ég hef oftsinnis fengið að heyra það frá mörgum konum að ég sé að kasta lífinu á glæ með því að vera eingöngu húsmóðir í stað þess að huga að eigin starfsframa," segir Johana. "En það fær ekki svo mikið á mig því að ég finn lífsfyllingu í því sem ég er að gera. Eins hafa börnin mín sagt það við mig að þau verði mér ævinlega þakklát fyrir að vera heima og vera alltaf til staðar fyrir þau og sú viðurkenning er mér mikilvægari en nokkur starfsferill. En Fred kemur alveg jafnt að uppeldinu, þegar hann kemur heim fær hann að taka til hendinni og svæfa og allt það. En það er ekki svo að mormónar skyldi konur til að vera heima þó það sé talið heppilegast og í mínu tilfelli er þetta hreinlega mitt val." Paradísarheimt Á nítjándu öld töldu mormónar að Utah í Bandaríkjunum væri þeirra fyrirheitna land og að þar myndu hjartahreinir trúbræður búa í sátt og samlyndi. Um hundrað þúsund mormónar víðs vegar að héldu þangað með allt sitt hafurtask og þar á meðal voru um fjögurhundruð Íslendingar. Halldór Laxness gerði þessa sögu að yrkisefni í bókinni <I>Paradísarheimt<P> en annars hefur þessi saga ekki farið hátt. "Konan mín á oftast bestu hugmyndirnar og það var einmitt hún sem benti mér á það að fara að kanna sögu þessara íslensku pílagríma sem fóru til Spanish Fork. Þeir fyrstu komu þangað árið 1855, fyrir einmitt 150 árum, og af því tilefni er ég hér," segir Fred. "Þetta er í þriðja skipti sem ég er hér á landi og alltaf er ég jafnhrifinn af landi og þjóð. Hér hefur fólkið tekið okkur hjónakornum afar vel enda eru Íslendingar gestrisnir og hafa opnað fyrir okkur heimili sín og hjörtu. Fyrir það erum við ævinlega þakklát." Mormónar á Íslandi Á Íslandi eru um 200 meðlimir skráðir í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu en alls eru trúsystkini þeirra um tólf milljónir í heiminum öllum. Kristján Geir Mathiesen er umdæmisforseti Kirkjunnar hér á landi og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort mormónar skæru sig úr með einhverjum hætti í íslenskum hversdagsleika. "Fólk sér það svo sem ekkert úti á götu hvort ég sé mormóni eða ekki en vinnufélagar og aðrir sem umgangast mig verða varir við það svona smátt og smátt. Oft renna til dæmis tvær grímur á fólk þegar það sér að ég drekk hvorki kaffi, te eða áfengi og þá skýrast oft línurnar. Við mormónar reynum einnig að virða hvíldardaginn, sem er sunnudagur, og þegar allir þessir þættir eru teknir saman skerum við okkur kannski svolítið úr."
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira