Innlent Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. Innlent 23.10.2005 17:50 Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. Innlent 23.10.2005 17:50 Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. Innlent 23.10.2005 17:50 Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. Innlent 23.10.2005 17:50 Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. Innlent 23.10.2005 17:57 1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Innlent 23.10.2005 17:50 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Innlent 23.10.2005 17:50 Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Innlent 23.10.2005 17:57 Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5% Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50 Veggjakrotarar greiði fyrir tjón Hægt er að útrýma veggjakroti að sögn sérfræðinga með því að láta fólk greiða fyrir það tjón sem það veldur. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri, þar sem krot og krass á opinberum vettvangi heyrir nær sögunni til. Innlent 23.10.2005 17:50 Sameining nyrst í Eyjafirði? Þrátt fyrir að sameining sveitarfélaga í Eyjafirði hafi verið felld í sameiningarkosningunum um þar síðustu helgi, hafa sveitarfélögin Siglufjörður og Ólafsfjörðru ákveðið að reyna að sameinast. Innlent 23.10.2005 17:50 Fundað um varnarsamninginn í dag Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar. Innlent 23.10.2005 17:50 Krefst átta milljóna Lithái, sem gerður var brottrækur héðan af landi 2001, hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega átta milljón króna í bætur. Árið 1995 nauðgaði og myrti Litháinn ungri konu í heimalandi sínu, en var dæmdur ósakhæfur vegna ofsóknarkennds geðklofa og sendur á réttargæsludeild. Fjórum árum síðar var hann látinn laus, og settist skömmu síðar að á Íslandi. Innlent 23.10.2005 17:50 Þarf ekki að greiða makalífeyri Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í gær af kröfu konu á fimmtugsaldri, sem vildi fá makalífeyri látins föður síns greiddan. Konan sótti um makalífeyrinn eftir lát föður síns árið 1995, en hún hafði um árabil haldið heimili með föður sínum og annast bæði hann og heimilið. Innlent 23.10.2005 17:50 Stefndi í óeirðir í Grindavík Á fjórða tug reiðra ungmenna á nokkrum bílum héldu frá Keflavík til Grindavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld til að jafna einhverjar óljósar sakir við ungmenni þar, og stefndi í óeirðir. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart, sem sendi þegar nokkra lögreglumenn á tveimur bílum á vettvang, og tókst lögreglumönnunum að stilla til friðar áður en til átaka kom. Innlent 23.10.2005 17:50 Húsnæðisverð lækkar 2007-2008 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50 Tugmilljóna tjón þegar bómur féllu Tugmilljóna tjón varð þegar tvær risastórar bómur af byggingakrönum féllu yfir Háaleitisbrautina, rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi í dag. Innlent 23.10.2005 17:50 Hættir að taka við sjúklingum Sjálfstætt starfandi hjartasérfræðingar íhuga nú að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins, að sögn Axels Sigurðssonar sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þeir eru farnir að stöðva bókanir þar til eftir áramót, nema mikið liggi við. Þetta á sér einnig stað í öðrum sérfræðigreinum. Innlent 23.10.2005 17:57 Samkomulag í Kópavogi Starfsmannafélag Kópavogs og launanefnd sveitarfélaga náðu nú á fjórða tímanum samkomulagi vegna nýrra kjarasamninga bæjarstarfsmanna Kópavogs. Innlent 23.10.2005 17:50 Sífellt fleiri í framhaldsnám Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. Innlent 23.10.2005 17:50 Lithárnir án atvinnuleyfis Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu. Innlent 23.10.2005 17:50 Leyfir ekki innflutning erfðaefnis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn. Innlent 23.10.2005 17:50 Álit fjöllmiðlanefndar standi Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 17:57 Borgarstjóri fagnar kvennafrídegi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fagnar aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að minnast 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24. október. Hún segir í yfirlýsingu að allt of hægt gangi að jafna launamun kynjanna og aðstöðumun til að afla tekna. Innlent 23.10.2005 17:50 Tilbúinn að endurskoða kvótakerfið Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki komi til greina að flytja inn fósturvísa til þess að blanda við íslenska kúakynið. Hann vill hins vegar skoða hvort lyfta eigi þaki af mjólkurkvótanum til þess að mæta auknum þörfum markaðarins. Innlent 23.10.2005 17:50 Sveinum fer fækkandi Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður. Innlent 23.10.2005 17:50 Átak hjá Selfosslögreglu Ljósabúnaði var áfátt á fimmtíu og sjö bílum af þeim 290, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær, einkum til að kanna ástand ljósa. Þetta var fyrsti dagur í þriggja daga átaki Selfosslögreglunnar á þessu sviði. Ökumenn fengu áminningu, en nokkrir voru sektaðir vegna annarra atriða, sem voru í ólagi. Innlent 23.10.2005 17:50 Láta draga bílana burt? Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Innlent 23.10.2005 17:50 Eftirlaun ráðherra til skoðunar Misræmi á kostnaði vegna eftirlaunafrumvarpsins kemur forsætisráðherra á óvart. Hann segir stjórnvöld hafa rætt um að endurskoða lögin, en það verði ekki gert nema með samkomulagi allra stjórnmálaflokka. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna rétt fyrir árslok 2003, og þiggja níu fyrrverandi ráðherrar nú eftirlaun, þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Innlent 23.10.2005 17:50 ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni Forseti Alþýðusambands Íslands segir að stjórnvöld verði að brúa bilið milli gerðra kjarasamninga og verðbólgunnar sem nú blasir við, eigi friður að haldast á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ræða málið þar sem skynsamlegt sé fyrir alla að kjarasamningar haldi. Innlent 23.10.2005 17:50 « ‹ ›
Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. Innlent 23.10.2005 17:50
Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. Innlent 23.10.2005 17:50
Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. Innlent 23.10.2005 17:50
Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. Innlent 23.10.2005 17:50
Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. Innlent 23.10.2005 17:57
1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Innlent 23.10.2005 17:50
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Innlent 23.10.2005 17:50
Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Innlent 23.10.2005 17:57
Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5% Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50
Veggjakrotarar greiði fyrir tjón Hægt er að útrýma veggjakroti að sögn sérfræðinga með því að láta fólk greiða fyrir það tjón sem það veldur. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri, þar sem krot og krass á opinberum vettvangi heyrir nær sögunni til. Innlent 23.10.2005 17:50
Sameining nyrst í Eyjafirði? Þrátt fyrir að sameining sveitarfélaga í Eyjafirði hafi verið felld í sameiningarkosningunum um þar síðustu helgi, hafa sveitarfélögin Siglufjörður og Ólafsfjörðru ákveðið að reyna að sameinast. Innlent 23.10.2005 17:50
Fundað um varnarsamninginn í dag Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar. Innlent 23.10.2005 17:50
Krefst átta milljóna Lithái, sem gerður var brottrækur héðan af landi 2001, hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega átta milljón króna í bætur. Árið 1995 nauðgaði og myrti Litháinn ungri konu í heimalandi sínu, en var dæmdur ósakhæfur vegna ofsóknarkennds geðklofa og sendur á réttargæsludeild. Fjórum árum síðar var hann látinn laus, og settist skömmu síðar að á Íslandi. Innlent 23.10.2005 17:50
Þarf ekki að greiða makalífeyri Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í gær af kröfu konu á fimmtugsaldri, sem vildi fá makalífeyri látins föður síns greiddan. Konan sótti um makalífeyrinn eftir lát föður síns árið 1995, en hún hafði um árabil haldið heimili með föður sínum og annast bæði hann og heimilið. Innlent 23.10.2005 17:50
Stefndi í óeirðir í Grindavík Á fjórða tug reiðra ungmenna á nokkrum bílum héldu frá Keflavík til Grindavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld til að jafna einhverjar óljósar sakir við ungmenni þar, og stefndi í óeirðir. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart, sem sendi þegar nokkra lögreglumenn á tveimur bílum á vettvang, og tókst lögreglumönnunum að stilla til friðar áður en til átaka kom. Innlent 23.10.2005 17:50
Húsnæðisverð lækkar 2007-2008 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50
Tugmilljóna tjón þegar bómur féllu Tugmilljóna tjón varð þegar tvær risastórar bómur af byggingakrönum féllu yfir Háaleitisbrautina, rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi í dag. Innlent 23.10.2005 17:50
Hættir að taka við sjúklingum Sjálfstætt starfandi hjartasérfræðingar íhuga nú að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins, að sögn Axels Sigurðssonar sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þeir eru farnir að stöðva bókanir þar til eftir áramót, nema mikið liggi við. Þetta á sér einnig stað í öðrum sérfræðigreinum. Innlent 23.10.2005 17:57
Samkomulag í Kópavogi Starfsmannafélag Kópavogs og launanefnd sveitarfélaga náðu nú á fjórða tímanum samkomulagi vegna nýrra kjarasamninga bæjarstarfsmanna Kópavogs. Innlent 23.10.2005 17:50
Sífellt fleiri í framhaldsnám Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. Innlent 23.10.2005 17:50
Lithárnir án atvinnuleyfis Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu. Innlent 23.10.2005 17:50
Leyfir ekki innflutning erfðaefnis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn. Innlent 23.10.2005 17:50
Álit fjöllmiðlanefndar standi Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 17:57
Borgarstjóri fagnar kvennafrídegi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fagnar aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að minnast 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24. október. Hún segir í yfirlýsingu að allt of hægt gangi að jafna launamun kynjanna og aðstöðumun til að afla tekna. Innlent 23.10.2005 17:50
Tilbúinn að endurskoða kvótakerfið Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki komi til greina að flytja inn fósturvísa til þess að blanda við íslenska kúakynið. Hann vill hins vegar skoða hvort lyfta eigi þaki af mjólkurkvótanum til þess að mæta auknum þörfum markaðarins. Innlent 23.10.2005 17:50
Sveinum fer fækkandi Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður. Innlent 23.10.2005 17:50
Átak hjá Selfosslögreglu Ljósabúnaði var áfátt á fimmtíu og sjö bílum af þeim 290, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær, einkum til að kanna ástand ljósa. Þetta var fyrsti dagur í þriggja daga átaki Selfosslögreglunnar á þessu sviði. Ökumenn fengu áminningu, en nokkrir voru sektaðir vegna annarra atriða, sem voru í ólagi. Innlent 23.10.2005 17:50
Láta draga bílana burt? Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Innlent 23.10.2005 17:50
Eftirlaun ráðherra til skoðunar Misræmi á kostnaði vegna eftirlaunafrumvarpsins kemur forsætisráðherra á óvart. Hann segir stjórnvöld hafa rætt um að endurskoða lögin, en það verði ekki gert nema með samkomulagi allra stjórnmálaflokka. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna rétt fyrir árslok 2003, og þiggja níu fyrrverandi ráðherrar nú eftirlaun, þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Innlent 23.10.2005 17:50
ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni Forseti Alþýðusambands Íslands segir að stjórnvöld verði að brúa bilið milli gerðra kjarasamninga og verðbólgunnar sem nú blasir við, eigi friður að haldast á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ræða málið þar sem skynsamlegt sé fyrir alla að kjarasamningar haldi. Innlent 23.10.2005 17:50