Innlent Aðgerðum Norðmanna vísað til Haag? Svo kann að fara að spænskur útgerðarmaður skjóti íslenskum stjórnvöldum ref fyrir rass og vísi einhliða stjórnunaraðgerðum Norðmanna á hafsvæðinu við Svalbarða til Alþjóðadómstólsins í Haag, eins og íslensk stjórnvöld hafa velt fyrir sér að gera árum saman. Innlent 23.10.2005 17:51 Hámark íbúðalána lækkað í 80% Landsbankinn hefur lækkað hámark íbúðalána úr 90% í 80% af markaðsvirði eigna. Bankinn segir ákvörðunina tekna í ljósi þess að aðstæður á fasteignamarkaði séu að breytast og ekki sé gert ráð fyrir að áframhald verði á þeim hröðu verðhækkunum sem átt hafa sér stað að undanförnu. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Icelandair hættir við SAS Icelandair hefur skipt um afgreiðslufyrirtæki á flugvöllum á Norðurlöndum. Félagið er hætt að skipta við SAS eins og verið hefur. Þess í stað munu fyrirtækin Servisair og Nordic Aero sjá um afgreiðslu farþega og farangurs fyrir flug félagsins. Innlent 23.10.2005 17:51 Erfitt að tjá sig ekki Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í gær Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, undrast að Björn telji sig hæfan. Ráðherrar eru pólitískir segir Sigurður. Innlent 23.10.2005 17:57 Hlutverk skólanna skoðað Menntaráð Reykjavíkurborgar vill skoða hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Menntaráð hefur falið menntasviði að efna til umræðu við fagfólk og foreldrasamtök um þetta. Innlent 23.10.2005 17:51 KB-lán óbreytt KB banki mun halda íbúðalánum sínum óbreyttum þó að fasteignaverð fari lækkandi og Landsbanki Íslands hafi lækkað lánahlutfall sitt í 80 prósent. Innlent 23.10.2005 17:51 Slasaðist á torfæruhjóli Sautján ára réttindalaus pilltur á torfæruhjóli slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl á Villingaholtsvegi austan við Selfoss í gærkvöld. Innlent 23.10.2005 17:51 Misjafnlega vel gert við kúnnana Bankar hér á landi verja tugum milljóna króna í ýmiss konar boðsferðir fyrir viðskiptavini sína. Það eru þó aðeins fáir útvaldir sem komast á boðslistann - hinir fá dagatal. Innlent 23.10.2005 17:51 Tveir Íslendingar til Pakistan Tveir Íslendingar fara til hjálparstarfa í Pakistan. Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi og Jón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, fara þangað í næstu viku. Innlent 23.10.2005 17:51 Velti bíl í togi Stjórnandi bíls meiddist eitthvað þegar bíllinn sem hann stjórnaði í drætti aftan í öðrum bíl, valt út af þjóðveginum austan við Húsavík í gærkvöldi. Innlent 23.10.2005 17:51 Nettenging bætt á Vestfjörðum Nettenging verður mun betri áður en langt um líður við Ísafjarðardjúp og á Ströndum því verið er að leggja svokallaða ISDN-tengingu þar um þessar mundir. Meðal annars hefur verið gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík þar sem rekin hefur verið ferðaþjónusta í 20 ár en fyrst nú er þar kostur á sæmilegri nettengingu. Innlent 23.10.2005 17:51 Ísfirskar konur með baráttufund Ísfirskar konur gangast fyrir baráttu- og hátíðardagskrá á kvennafrídaginn 24. október og hafa boaða til utifundar á Silfurtorgi klukkna þrjú og síðan verður gengin kröfuganga um Pollgötu og niður Aðalstræti að Alþýðuhúsi þar sem fram fer hátíðardagskrá með fjölbreyttu sniði. Innlent 23.10.2005 17:51 Dregið úr verðhækkunum Dregið hefur úr verðhækkunum og þar með þenslu á fasteignamarkaði. Hækkun fasteignaverðs mun leiða til um 0,15 prósenta hækkunar á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings. Innlent 23.10.2005 17:51 Sjálfkjörið í embætti Sjálfkjörið var í miðstjórn og varaforsetaembætti á ársfundi Alþýðusambands Íslands í dag. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður til næstu tveggja ára og sjö voru kjörin í miðstjórn til jafnlangs tíma. Innlent 23.10.2005 17:51 Húsnæði BUGL löngu sprungið Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum. Innlent 23.10.2005 17:51 Íslandsbanki lækkar ekki lánin Íslandsbanki ætlar ekki að lækka lánahlutfall sitt þó að hækkun fasteignaverðs hafi stöðvast og lækki hugsanlega á næstunni. Innlent 23.10.2005 17:51 Spurningspilið SPARK komið út SPARK, fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu kom í verslanir í dag. Spurningaspilið SPARK er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa. Það er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum. Lífið 23.10.2005 17:51 Vinstri-grænir halda flokksþing Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999. Innlent 23.10.2005 17:51 Segir þingmönnum sagt rangt til Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font /> Innlent 23.10.2005 17:51 100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg. Innlent 23.10.2005 17:51 6 ára á mótorfák "Fyrst varð fósturpabbi að halda við hjólið en nú fer ég alveg sjálfur," segir Heimir Johnson en hann er sennilega einn af fáum börnum í heiminum sem ekur um á bifhjóli. Gunnar Gunnarsson, fósturpabbi hans, kom færandi hendi fyrir skemmstu með fimmtíu kúbika hjól. Varð Heimi þá mjög brugðið og fór hann sér ofurhægt í fyrstu. Innlent 23.10.2005 17:51 Greiða bændum meira en mjólkurbúin Forsvarsmenn ostaframleiðandans Mjólku ætla að greiða bændum sem leggja mjólk inn hjá þeim umtalsvert hærra verð en ef þeir leggja hana inn í mjólkurbú. Mjólka hefur jafnframt kært Osta- og smjörsöluna til samkeppniseftirlitsins fyrir að neita að selja fyrirtækinu undanrennuduft á iðnaðarverði. Innlent 23.10.2005 17:51 Öndum að okkur verkfallslofti Formaður Eflingar, Sigurður Bessason, telur helmingslíkur á að kjarasamningar rofni. Hann segir þjóðina standa frammi fyrir verðbólgu sem ekki hafi verið hægt að sjá fyrir við gerð síðustu samninga. Samningar eru lausir um áramót. Innlent 23.10.2005 17:57 Dæmdur fyrir að skalla mann Tuttugu og tveggja ára karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að skalla tæplega þrítugann mann í maí síðastliðnum. Maðurinn sem ráðist var á meiddist á vör, auk þess sem árásin olli því að það brotnaði upp úr tveim tönnum hans. Innlent 23.10.2005 17:51 Vill mynda velferðarstjórn Steingrímur J. Sigfússon ítrekaði tilboð sitt til Samfylkingar um myndun velferðarstjórnar við upphaf landsfundar Vinstri-grænna sem hófst nú síðdegis. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til þessa. Innlent 23.10.2005 17:51 Fuglaflensa ógnar alifuglabúum Þegar fuglaflensan berst til landsins eru það alifuglabúin sem eru í hættu. Smitist kjúklingarnir og kalkúnarnir þarf að drepa þá alla. Innlent 23.10.2005 17:51 Flokksþing VG hefst í dag Í drögum að stjórnmálaályktun Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, sem fjallað verður um á flokksþinginu í dag, er þess krafist að þegar í stað verði hafist handa við aðgerðir til að styrkja stöðu útflutningsgreinanna. Innlent 23.10.2005 17:51 Aukning í sölu nýrra bíla Mikil aukning hefur verið í sölu á nýjum bílum á Vestfjörðum það sem af er árinu. Samkvæmt upplýsingum frá ökutækjaskrá hefur sala á nýjum bílum á landinu öllu aukist um 52%, en á Vestfjörðum um heil 74%. Vestfirðir eru þar með yfir landsmeðaltal í aukningu í fyrsta sinn síðan árið 1997. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Innlent 23.10.2005 17:57 Fá ekki lán á landsbyggðinni "Íslenski bankinn neitaði okkur um lán því að verksmiðjan á að rísa á landsbyggðinni," segir Michael Ryan, framkvæmdastjóri írska fyrirtækisins Marigot, sem reisa mun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ásamt sanddælingarfyrirtækinu Björgun. „Það hefði verið auðsótt mál að fá lánið hefði verksmiðjan átt að rísa í Reykjavík," bætir hann við. Innlent 23.10.2005 17:57 Sigurður Tómas settur saksóknari Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti í dag Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, í embætti sérstaks saksóknara í þrjátíu og tveimur ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari hafði áður lýsti sig vanhæfan til að sækja málið. Innlent 23.10.2005 17:51 « ‹ ›
Aðgerðum Norðmanna vísað til Haag? Svo kann að fara að spænskur útgerðarmaður skjóti íslenskum stjórnvöldum ref fyrir rass og vísi einhliða stjórnunaraðgerðum Norðmanna á hafsvæðinu við Svalbarða til Alþjóðadómstólsins í Haag, eins og íslensk stjórnvöld hafa velt fyrir sér að gera árum saman. Innlent 23.10.2005 17:51
Hámark íbúðalána lækkað í 80% Landsbankinn hefur lækkað hámark íbúðalána úr 90% í 80% af markaðsvirði eigna. Bankinn segir ákvörðunina tekna í ljósi þess að aðstæður á fasteignamarkaði séu að breytast og ekki sé gert ráð fyrir að áframhald verði á þeim hröðu verðhækkunum sem átt hafa sér stað að undanförnu. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Icelandair hættir við SAS Icelandair hefur skipt um afgreiðslufyrirtæki á flugvöllum á Norðurlöndum. Félagið er hætt að skipta við SAS eins og verið hefur. Þess í stað munu fyrirtækin Servisair og Nordic Aero sjá um afgreiðslu farþega og farangurs fyrir flug félagsins. Innlent 23.10.2005 17:51
Erfitt að tjá sig ekki Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í gær Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, undrast að Björn telji sig hæfan. Ráðherrar eru pólitískir segir Sigurður. Innlent 23.10.2005 17:57
Hlutverk skólanna skoðað Menntaráð Reykjavíkurborgar vill skoða hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Menntaráð hefur falið menntasviði að efna til umræðu við fagfólk og foreldrasamtök um þetta. Innlent 23.10.2005 17:51
KB-lán óbreytt KB banki mun halda íbúðalánum sínum óbreyttum þó að fasteignaverð fari lækkandi og Landsbanki Íslands hafi lækkað lánahlutfall sitt í 80 prósent. Innlent 23.10.2005 17:51
Slasaðist á torfæruhjóli Sautján ára réttindalaus pilltur á torfæruhjóli slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl á Villingaholtsvegi austan við Selfoss í gærkvöld. Innlent 23.10.2005 17:51
Misjafnlega vel gert við kúnnana Bankar hér á landi verja tugum milljóna króna í ýmiss konar boðsferðir fyrir viðskiptavini sína. Það eru þó aðeins fáir útvaldir sem komast á boðslistann - hinir fá dagatal. Innlent 23.10.2005 17:51
Tveir Íslendingar til Pakistan Tveir Íslendingar fara til hjálparstarfa í Pakistan. Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi og Jón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, fara þangað í næstu viku. Innlent 23.10.2005 17:51
Velti bíl í togi Stjórnandi bíls meiddist eitthvað þegar bíllinn sem hann stjórnaði í drætti aftan í öðrum bíl, valt út af þjóðveginum austan við Húsavík í gærkvöldi. Innlent 23.10.2005 17:51
Nettenging bætt á Vestfjörðum Nettenging verður mun betri áður en langt um líður við Ísafjarðardjúp og á Ströndum því verið er að leggja svokallaða ISDN-tengingu þar um þessar mundir. Meðal annars hefur verið gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík þar sem rekin hefur verið ferðaþjónusta í 20 ár en fyrst nú er þar kostur á sæmilegri nettengingu. Innlent 23.10.2005 17:51
Ísfirskar konur með baráttufund Ísfirskar konur gangast fyrir baráttu- og hátíðardagskrá á kvennafrídaginn 24. október og hafa boaða til utifundar á Silfurtorgi klukkna þrjú og síðan verður gengin kröfuganga um Pollgötu og niður Aðalstræti að Alþýðuhúsi þar sem fram fer hátíðardagskrá með fjölbreyttu sniði. Innlent 23.10.2005 17:51
Dregið úr verðhækkunum Dregið hefur úr verðhækkunum og þar með þenslu á fasteignamarkaði. Hækkun fasteignaverðs mun leiða til um 0,15 prósenta hækkunar á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings. Innlent 23.10.2005 17:51
Sjálfkjörið í embætti Sjálfkjörið var í miðstjórn og varaforsetaembætti á ársfundi Alþýðusambands Íslands í dag. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður til næstu tveggja ára og sjö voru kjörin í miðstjórn til jafnlangs tíma. Innlent 23.10.2005 17:51
Húsnæði BUGL löngu sprungið Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum. Innlent 23.10.2005 17:51
Íslandsbanki lækkar ekki lánin Íslandsbanki ætlar ekki að lækka lánahlutfall sitt þó að hækkun fasteignaverðs hafi stöðvast og lækki hugsanlega á næstunni. Innlent 23.10.2005 17:51
Spurningspilið SPARK komið út SPARK, fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu kom í verslanir í dag. Spurningaspilið SPARK er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa. Það er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum. Lífið 23.10.2005 17:51
Vinstri-grænir halda flokksþing Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999. Innlent 23.10.2005 17:51
Segir þingmönnum sagt rangt til Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font /> Innlent 23.10.2005 17:51
100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg. Innlent 23.10.2005 17:51
6 ára á mótorfák "Fyrst varð fósturpabbi að halda við hjólið en nú fer ég alveg sjálfur," segir Heimir Johnson en hann er sennilega einn af fáum börnum í heiminum sem ekur um á bifhjóli. Gunnar Gunnarsson, fósturpabbi hans, kom færandi hendi fyrir skemmstu með fimmtíu kúbika hjól. Varð Heimi þá mjög brugðið og fór hann sér ofurhægt í fyrstu. Innlent 23.10.2005 17:51
Greiða bændum meira en mjólkurbúin Forsvarsmenn ostaframleiðandans Mjólku ætla að greiða bændum sem leggja mjólk inn hjá þeim umtalsvert hærra verð en ef þeir leggja hana inn í mjólkurbú. Mjólka hefur jafnframt kært Osta- og smjörsöluna til samkeppniseftirlitsins fyrir að neita að selja fyrirtækinu undanrennuduft á iðnaðarverði. Innlent 23.10.2005 17:51
Öndum að okkur verkfallslofti Formaður Eflingar, Sigurður Bessason, telur helmingslíkur á að kjarasamningar rofni. Hann segir þjóðina standa frammi fyrir verðbólgu sem ekki hafi verið hægt að sjá fyrir við gerð síðustu samninga. Samningar eru lausir um áramót. Innlent 23.10.2005 17:57
Dæmdur fyrir að skalla mann Tuttugu og tveggja ára karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að skalla tæplega þrítugann mann í maí síðastliðnum. Maðurinn sem ráðist var á meiddist á vör, auk þess sem árásin olli því að það brotnaði upp úr tveim tönnum hans. Innlent 23.10.2005 17:51
Vill mynda velferðarstjórn Steingrímur J. Sigfússon ítrekaði tilboð sitt til Samfylkingar um myndun velferðarstjórnar við upphaf landsfundar Vinstri-grænna sem hófst nú síðdegis. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til þessa. Innlent 23.10.2005 17:51
Fuglaflensa ógnar alifuglabúum Þegar fuglaflensan berst til landsins eru það alifuglabúin sem eru í hættu. Smitist kjúklingarnir og kalkúnarnir þarf að drepa þá alla. Innlent 23.10.2005 17:51
Flokksþing VG hefst í dag Í drögum að stjórnmálaályktun Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, sem fjallað verður um á flokksþinginu í dag, er þess krafist að þegar í stað verði hafist handa við aðgerðir til að styrkja stöðu útflutningsgreinanna. Innlent 23.10.2005 17:51
Aukning í sölu nýrra bíla Mikil aukning hefur verið í sölu á nýjum bílum á Vestfjörðum það sem af er árinu. Samkvæmt upplýsingum frá ökutækjaskrá hefur sala á nýjum bílum á landinu öllu aukist um 52%, en á Vestfjörðum um heil 74%. Vestfirðir eru þar með yfir landsmeðaltal í aukningu í fyrsta sinn síðan árið 1997. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Innlent 23.10.2005 17:57
Fá ekki lán á landsbyggðinni "Íslenski bankinn neitaði okkur um lán því að verksmiðjan á að rísa á landsbyggðinni," segir Michael Ryan, framkvæmdastjóri írska fyrirtækisins Marigot, sem reisa mun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ásamt sanddælingarfyrirtækinu Björgun. „Það hefði verið auðsótt mál að fá lánið hefði verksmiðjan átt að rísa í Reykjavík," bætir hann við. Innlent 23.10.2005 17:57
Sigurður Tómas settur saksóknari Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti í dag Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, í embætti sérstaks saksóknara í þrjátíu og tveimur ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari hafði áður lýsti sig vanhæfan til að sækja málið. Innlent 23.10.2005 17:51