Fá ekki lán á landsbyggðinni 21. október 2005 00:01 "Íslenski bankinn neitaði okkur um lán því að verksmiðjan á að rísa á landsbyggðinni," segir Michael Ryan, framkvæmdastjóri írska fyrirtækisins Marigot, sem reisa mun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ásamt sanddælingarfyrirtækinu Björgun.„Það hefði verið auðsótt mál að fá lánið hefði verksmiðjan átt að rísa í Reykjavík," bætir hann við. Fyrirtækið á stóran hlut í tólf fyrir-tækjum víða um heim og hefur á 35 ára sögu sinni komið á fjórða tug fyrirtækja á kopp með góðum árangri að sögn Ryans. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem okkur er hafnað um lán vegna verksmiðju sem við hyggjumst byggja," útskýrir hann. „Frami fyrir bankanum erum við landsbyggðarfólkið klárlega annars flokks," segir Bílddælingurinn Jens Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóri fiskvinnslunar Bílddælings. „Heimamenn hafa ekki nokkur tök á því að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut; þeir geta ekki einu sinni endurfjármagnað eldri lán sín og eru þess vegna að borga sextán til átján prósenta vexti meðan fólkið fyrir sunnan er kannski að borga fjögur prósent. Enda sjáum við í hvað stefnir hér í Arnarfirði; stóreignamenn úr Reykjavík eiga hér skeiðvöll og eignir upp á nokkur hundruð milljónir en á meðan fá heimamenn ekki einu sinni lán til að lappa upp á húsin sín, hvað þá fimmtíu milljónir til að reka fiskvinnslu," segir Jens. Þrátt fyrir bakslagið vegna höfnunar bankans hefur verið ákveðið að reisa verksmiðjuna á Bíldudal. „Okkur hefur tekist að fjármagna þetta eftir öðrum leiðum. Öll tæki og tól eru tilbúin svo ég á von á því að stofnsamningur verði undirritaður innan hálfs mánaðar," segir Ryan. Hvorki Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar, né Ryan vilja láta uppi um hvaða banka ræðir en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að það sé Landsbanki Íslands. Sigurður segir að innan fárra vikna verði hafist handa við að reisa verksmiðjuna og ætti framleiðsla að geta hafist snemma næsta vor. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
"Íslenski bankinn neitaði okkur um lán því að verksmiðjan á að rísa á landsbyggðinni," segir Michael Ryan, framkvæmdastjóri írska fyrirtækisins Marigot, sem reisa mun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ásamt sanddælingarfyrirtækinu Björgun.„Það hefði verið auðsótt mál að fá lánið hefði verksmiðjan átt að rísa í Reykjavík," bætir hann við. Fyrirtækið á stóran hlut í tólf fyrir-tækjum víða um heim og hefur á 35 ára sögu sinni komið á fjórða tug fyrirtækja á kopp með góðum árangri að sögn Ryans. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem okkur er hafnað um lán vegna verksmiðju sem við hyggjumst byggja," útskýrir hann. „Frami fyrir bankanum erum við landsbyggðarfólkið klárlega annars flokks," segir Bílddælingurinn Jens Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóri fiskvinnslunar Bílddælings. „Heimamenn hafa ekki nokkur tök á því að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut; þeir geta ekki einu sinni endurfjármagnað eldri lán sín og eru þess vegna að borga sextán til átján prósenta vexti meðan fólkið fyrir sunnan er kannski að borga fjögur prósent. Enda sjáum við í hvað stefnir hér í Arnarfirði; stóreignamenn úr Reykjavík eiga hér skeiðvöll og eignir upp á nokkur hundruð milljónir en á meðan fá heimamenn ekki einu sinni lán til að lappa upp á húsin sín, hvað þá fimmtíu milljónir til að reka fiskvinnslu," segir Jens. Þrátt fyrir bakslagið vegna höfnunar bankans hefur verið ákveðið að reisa verksmiðjuna á Bíldudal. „Okkur hefur tekist að fjármagna þetta eftir öðrum leiðum. Öll tæki og tól eru tilbúin svo ég á von á því að stofnsamningur verði undirritaður innan hálfs mánaðar," segir Ryan. Hvorki Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar, né Ryan vilja láta uppi um hvaða banka ræðir en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að það sé Landsbanki Íslands. Sigurður segir að innan fárra vikna verði hafist handa við að reisa verksmiðjuna og ætti framleiðsla að geta hafist snemma næsta vor.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira