Húsnæði BUGL löngu sprungið 21. október 2005 00:01 Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum. Þann 29. og 30. nóvember n.k. mun Lýsing standa fyrir klassískum tónleikum með nútímalegri sveiflu í Grafarvogskirkju, til stuðnings Barna- og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (BUGL). Meira en 100 börn bíða nú eftir að komast til mats á göngudeild BUGL og vona forsvarsmenn deildarinnar að með stækkun deildarinnar verði hægt að koma til móts við þann stóra hóp barna og unglinga sem stríðir við geðraskanir. Umtalsverðir fjármunir hafa þegar safnast og miklar vonir eru bundnar við að tónleikarnir færi Barna- og unglingageðdeild skrefinu nær bættri aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk deildarinnar. Á tónleikunum í Grafarvogskirkju mun hinn margrómaði fiðluleikari Hjörleifur Valsson flytja Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi, en verkið er eitt frægasta verk klassískrar tónlistar. Hjörleifi til halds og trausts verður 12 manna strengjasveit. Þá er á teikniborðinu að landskunnir listamenn taki þátt í tónleikunum með mjög sérstökum og óvenjulegum hætti. Nánar verður þó greint frá því síðar. Miðaverði á tónleikana verður stillt í hóf og hver einasta króna sem kemur inn í aðgangseyri vegna þeirra mun renna óskert til BUGL. Lýsing mun taka að sér að greiða listamönnunum, húsaleigu og leigu á hljóðkerfi, auk annars tilfallandi kostnaðar. Ljóst er að húsnæðið sem hýsir skjólstæðinga og starfsfólk BUGL nú er löngu sprungið. Þegar hafa verið lagðar fram teikningar af viðbyggingum við húsnæði BUGL við Dalbraut og verður fyrsti áfanginn um 950 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfangans á næstu 12 mánuðum. Þegar stækkunum á húsnæði BUGL hefur verið lokið, að þremur árum liðnum, mun húsnæðið verða um 3.200 fermetrar. Ýmislegt bendir til að geðraskanir séu álíka algengar á Íslandi og í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þó er ljóst að greiningum á geðröskunum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár og voru til að mynda skráðar 5.000 komur á göngudeild BUGL á sl. ári. Þar af koma um 500 ný mál til kasta deildarinnar á hverju ári. Aukninguna má að einhverju leyti rekja til framfara í greiningu og meðferð geðraskana, en þó er ekki hægt að útiloka breytt samfélagsmunstur sem áhrifaþátt. Algengustu geð- og þroskaraskanir barna eru t.d. ofvirkni, kvíði, þunglyndi, geðrof og átraskanir. Meðaldur þeirra sem sækja þjónustu til unglingadeildar BUGL er 14,5 ár og er kynjaskipting jöfn. Á barnadeild er meðalaldurinn 9 ár, en þar eru strákar í miklum meirihluta, alls 98%. Um nokkurt skeið hafa forsvarsmenn Lýsingar velt vöngum yfir því hvaða góða málefni rétt væri að styðja við bakið á, og í ár var ákvörðun tekin um að styðja dyggilega við bakið á BUGL. Ástæða þess að BUGL varð fyrir valinu er ekki hvað síst sú staðreynd að fjölmörg íslensk börn og unglingar glíma við geðraskanir af einhverjum toga. Þá er ljóst að mikilvægt er að hjálpa þeim börnum sem greinast með geðraskanir strax. Reynslan hefur sýnt að eftir því sem börn eru yngri þegar þeim er fyrst hjálpað eru batahorfur betri. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum. Þann 29. og 30. nóvember n.k. mun Lýsing standa fyrir klassískum tónleikum með nútímalegri sveiflu í Grafarvogskirkju, til stuðnings Barna- og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (BUGL). Meira en 100 börn bíða nú eftir að komast til mats á göngudeild BUGL og vona forsvarsmenn deildarinnar að með stækkun deildarinnar verði hægt að koma til móts við þann stóra hóp barna og unglinga sem stríðir við geðraskanir. Umtalsverðir fjármunir hafa þegar safnast og miklar vonir eru bundnar við að tónleikarnir færi Barna- og unglingageðdeild skrefinu nær bættri aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk deildarinnar. Á tónleikunum í Grafarvogskirkju mun hinn margrómaði fiðluleikari Hjörleifur Valsson flytja Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi, en verkið er eitt frægasta verk klassískrar tónlistar. Hjörleifi til halds og trausts verður 12 manna strengjasveit. Þá er á teikniborðinu að landskunnir listamenn taki þátt í tónleikunum með mjög sérstökum og óvenjulegum hætti. Nánar verður þó greint frá því síðar. Miðaverði á tónleikana verður stillt í hóf og hver einasta króna sem kemur inn í aðgangseyri vegna þeirra mun renna óskert til BUGL. Lýsing mun taka að sér að greiða listamönnunum, húsaleigu og leigu á hljóðkerfi, auk annars tilfallandi kostnaðar. Ljóst er að húsnæðið sem hýsir skjólstæðinga og starfsfólk BUGL nú er löngu sprungið. Þegar hafa verið lagðar fram teikningar af viðbyggingum við húsnæði BUGL við Dalbraut og verður fyrsti áfanginn um 950 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfangans á næstu 12 mánuðum. Þegar stækkunum á húsnæði BUGL hefur verið lokið, að þremur árum liðnum, mun húsnæðið verða um 3.200 fermetrar. Ýmislegt bendir til að geðraskanir séu álíka algengar á Íslandi og í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þó er ljóst að greiningum á geðröskunum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár og voru til að mynda skráðar 5.000 komur á göngudeild BUGL á sl. ári. Þar af koma um 500 ný mál til kasta deildarinnar á hverju ári. Aukninguna má að einhverju leyti rekja til framfara í greiningu og meðferð geðraskana, en þó er ekki hægt að útiloka breytt samfélagsmunstur sem áhrifaþátt. Algengustu geð- og þroskaraskanir barna eru t.d. ofvirkni, kvíði, þunglyndi, geðrof og átraskanir. Meðaldur þeirra sem sækja þjónustu til unglingadeildar BUGL er 14,5 ár og er kynjaskipting jöfn. Á barnadeild er meðalaldurinn 9 ár, en þar eru strákar í miklum meirihluta, alls 98%. Um nokkurt skeið hafa forsvarsmenn Lýsingar velt vöngum yfir því hvaða góða málefni rétt væri að styðja við bakið á, og í ár var ákvörðun tekin um að styðja dyggilega við bakið á BUGL. Ástæða þess að BUGL varð fyrir valinu er ekki hvað síst sú staðreynd að fjölmörg íslensk börn og unglingar glíma við geðraskanir af einhverjum toga. Þá er ljóst að mikilvægt er að hjálpa þeim börnum sem greinast með geðraskanir strax. Reynslan hefur sýnt að eftir því sem börn eru yngri þegar þeim er fyrst hjálpað eru batahorfur betri.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira