Innlent

6 ára á mótorfák

"Fyrst varð fósturpabbi að halda við hjólið en nú fer ég alveg sjálfur," segir Heimir Johnson en hann er sennilega einn af fáum börnum í heiminum sem ekur um á bifhjóli. Gunnar Gunnarsson, fósturpabbi hans, kom færandi hendi fyrir skemmstu með fimmtíu kúbika hjól. Varð Heimi þá mjög brugðið og fór hann sér ofurhægt í fyrstu. En mótorhjólatöffarinn sex ára var hvergi banginn þegar blaðamaður sá til hans við Ísaksskóla á rúntinum. „Gunni segir að ég megi ekki fara hratt en ég fer nú samt pínulítið hratt," segir Heimir og var svo rokinn af stað og skildi blaðamann eftir í reykmökki líkt og mótorhjólatöffurum hættir við að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×