Innlent

Fréttamynd

Framkvæmdir á Stjörnubíósreit senn á enda

Nú sér fyrir endann á framkvæmdunum við bílastæðahús sem verið er að reisa á gamla Stjörnubíósreitnum við Laugaveg. Reiknað er með að það verði opnað í þarnæstu viku og um leið verður umferð aftur hleypt á Laugarveg milli Snorrabrautar og Barónsstígs.

Innlent
Fréttamynd

Flutningaskip strandaði við Hornafjörð

Flutningaskipið Roko strandaði í álnum við Austurfjörurnar í innsiglingunni til Hornafjarðar í gær. Að því er fram kemur á vefnum Hornafjörður.is tók um 45 mínútur að losa skipið með aðstoð Lóðsins og með vélarafli skipsins sjálfs. Roko er 109 metra langt og 3955 tonn, skráð á Bahamaeyjum og gert út frá Noregi en áhöfn skipsins er rússnesk.

Innlent
Fréttamynd

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi og Þorskafjarðarheiði er ófær. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir eða hálka víða á Norðausturlandi. Á Austurlandi er víða hálkublettir eða snjóþekja. Verið er að hreinsa vegi á Norðvesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka skatt á fjármagnstekjur

Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Innlent
Fréttamynd

Frárennslisvatn hreinsað í Fellabæ

Fimm hreinsivirki í Fellabæ, á Hallormsstað og Egilsstöðum taka við öllu frárennsli á svæðinu og skila því sem drykkjarhæfu vatni beint út í bergvatnsána Eyvindará.

Innlent
Fréttamynd

Borgin fær hálfan milljarð

Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Gönguhópur í vandræðum

Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð til aðstoðar gönguhópi á leið til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Gönguhópurinn var kominn upp á heiðina fyrir ofan Seyðisfjörð og var á leið ofan Vestdalsheiðina niður í Vestdal.

Innlent
Fréttamynd

Konur leggja niður störf í dag

Kvennafrídagurinn er í dag og af því tilefni munu fjölmargar konur leggja niður störf klukkan rétt rúmlega tvö en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum ef litið er til þess að atvinnutekjur þeirra eru um 64 prósent af atvinnutekjum karla. Klukkan þrjú hefst svo kröfuganga frá Skólavörðu­holti og niður að Ingólfstorgi þar sem efnt verður til baráttufundar.

Innlent
Fréttamynd

Lögbrot ef rétt reynist

Stjórn Lánasjóðs Landbúnaðarins hefur borist erindi þess efnis að KB banki búi yfir upplýsingum um stöðu og kjör lántakenda hjá sjóðnum og hafi notað þær upplýsingar til að bjóða bændum betri kjör viðskiptabankans. Hjálmar Árnason, formaður lánasjóðsins segir þetta fyrsta dæmi þess að starfsmenn banka misnoti þekkingu sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðherra lét leiðrétta launamuninn

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lét fara ofan í saumana á launum starfsfólks félagsmálaráðuneytisins til þess að kanna hvort þar fyrirfyndist kynbundinn launamunur. Hann komst að því að svo væri og hrinti í kjölfarið af stað áætlun sem miðast að því að eyða launamun kynjanna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum.

Innlent
Fréttamynd

Tekur gildi um mitt ár 2007

Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007 samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað yfir óþrifnaði

"Ástandið er algjörlega óviðunandi því það er svo illa ræstað í skólanum og fólk er nú alveg búið að fá nóg," segir Marinó Björnsson, stundakennari í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Þar í bæ hefur verið kvartað í fjölmörgum skólum vegna slæmrar ræstingar. Marinó segir að miklir samskiptaörðugleikar geri ástandið enn erfiðara en ræstitæknarnir kunna fæstir íslensku eða ensku.

Innlent
Fréttamynd

Flestum leikskólum lokað

Sökum þess að konur landsins ætla að leggja niður störf klukkan 14.08 í dag verður flestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu lokað. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir að flestir leikskólastjórar hafi sent skilaboð til foreldra þar sem þeir óska eftir því að foreldrar sæki börnin sín fyrir klukkan 14.00. Hún á því von á að flestir leikskólar Reykjavíkur loki klukkan 14.08.

Innlent
Fréttamynd

Suzuki Swift hlýtur stálstýrið

Val Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) á Bíl ársins var kynnt í Perlunni í gær. Suzuki Swift var valinn Bíll ársins 2006 og afhenti Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Stálstýrið sem er viðurkenning BÍBB vegna Bíls ársins.

Lífið
Fréttamynd

Gripið til varúðarráðstafana

Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda segir á heimasíðu embættisins. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum gæti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Fyrirkomulagi einangrunar verður breytt og sjúkdómavarnir efldar.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljónir í sjóðinn

Ríkisstjórnin hyggst í tilefni kvennafrídagsins veita tíu milljónum króna til stofnunar Jafnréttissjóðs. Markmið sjóðsins er að tryggja að hér á landi verði hægt að vinna að vönduðum kynjarannsóknum, en talið er að svokallaðar kynjarannsóknir geti orðið til þess að bæta stöðu kvenna og breyta karlamenningu með það að augnamiði að styrkja framgang jafnréttis kynjanna.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmannaleigan 2B:

Í fundargerðum Odds Friðgeirssonar, trúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu sem birt er að fullu á rafis.is kemur í ljós að fulltrúi starfsmannaleigunnar 2B hafi ráðlagt verkstjóra Suðurverks að lemja pólska verkamenn, sem 2B fluttu inn til vinnu við Kárahnjúka, ef þeir sýndu mótþróa. Grétar Ólafsson, verkstjóri Suðurverks staðfestir að Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri 2B hafi sagt honum að lemja mennina og að margir væru vitni að þeim ummælum.

Innlent
Fréttamynd

15 fjölskyldur fá ferða­styrk

Á laugardag var 15 styrkjum úthlutað úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Styrkinn fá langveik börn og fjölskyldur þeirra til að gefa þeim tækifæri til að fara í draumaferðina.­­

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir:

"Meðaltalið sýnir tuttugu prósenta óútskýrðan launamun á körlum og konum sem er hreint ótrúleg staða. Við lítum á þetta sem mannréttindamál en ekki aðeins sem skyldu hvers og eins að biðja um hærri laun. Það er bara ekki það einfalt," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, að loknum landsfundi flokksins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst koma á gæðavottun á jöfn laun

Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna.

Innlent
Fréttamynd

Fons hagnast um milljarða króna

FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stakk kærastann í fótinn

Kona var handtekin og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hún lagði til sambýlismanns síns með eggvopni. Hafði sambýlisfólkið verið að rífast heiftarlega og lauk þeim deilum með því að konan lagði til mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Árlegt fjársvelti

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur sent Valgerði Sverrisdóttur, ráðherra byggðamála, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, þingmönnum Norðausturkjördæmis og fjárlaganefnd Alþingis áskorun þess efnis að Þekkingarsetri Þingeyinga á Húsavík verði tryggt nægilegt rekstrarfé.

Innlent
Fréttamynd

Strætókort til vinnu og skóla

Gjaldskrárhópur Strætó bs. vinnur að útfærslu vinnustaðakorta, sem fyrirtæki geta keypt fyrir þá starfsmenn sína sem nota þennan samgöngumáta, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra. Þegar hafa verið gefin út skólakort sem gilda í níu og hálfan mánuð. Þau eru handhafakort, sem kosta 25.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Þetta líf tilnefnt

Verðlaun Sjónvarpstímaritið Þetta líf, þetta líf var tilnefnt í flokki netmiðla á fjölmiðlaráðstefnunni og hátíðinni Prix Europa. Verðlaunin féllu á laugardag í skaut hollenska tónleikavefsins Fabchannel. Sá vefur hefur eins og Þetta líf, þetta líf verið að sjónvarpsvæða netið.

Lífið
Fréttamynd

Nýr samningur við Fang ehf.

Verkalýðsfélag Akraness skrifar í dag undir nýjan fyrirtækjasamning við eigendur Fangs ehf. að því er segir á heimasíðu félagsins. Formaður þess kynnti samninginn fyrir starfsmönnum í síðustu viku og ríkti almenn sátt um hann.

Innlent
Fréttamynd

Gleði og stolt á fjölskyldudegi

Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna.

Lífið